Akranes - 23.04.1942, Blaðsíða 3

Akranes - 23.04.1942, Blaðsíða 3
AKRANES 3 ÓLAFUR B. BJÖRNSSON: Fjárhogsviðhorf Akraness í framtíðinni Því verður ekki móti mælt, að mikið er búið að gera á íslandi síðan viðreisn- in hófst. f skjóli þess megum vér þó ekki sofa, eða loka augunum fyrir því mikla, sem ógert er. Allt sem ógert er fyrir fsland lætur. oss því ekki í friði, meðan vér stöndum báðum fótum í líf- inu. Að lausn þessara ýmsu óleystu verkefna verðum vér því að vinna með- an vér megum. En ef vér gætum með einhverjum „töfrabrögðum“ haldið áfram að leysa mestu vandamál lands vors, eftir að vér værum „gengnir til hvílu“, hefðum vér unnið enn meira gagn. Ómetanlegt gagn. Þá verðum vér samverkamenn hverrar kynslóðar. Ekk- ert minna er nógu gott fyrir ísland. Það er ekki alltaf eins erfitt eins og margur hyggur, að gera gagn svo um muni. Til þess þurfa menn að vera vilj- ugir, og vakandi fyrir þörfinni. Nenna að berjast fyrir hugsjón sinni og þora að standa við hana. Þola með henni súrt og sætt. Árið 1928 bar ég þá tillögu fram í hreppsnefnd Ytri-Akraneshrepps, að hreppssjóður leggði á því herrans ári 1000 kr. í sjóð. Þar með væri grund- vallaður „Framfarasjóður Akraness". Þessu var þá þegar mjög vel tekið. Einn nefndarmanna var aðeins hræddur við eitt í þessu sambandi. Að þær virðulegu hreppsnefndir, sem eftir okkur tækju við stjórn, myndu hætta að leggja í sjóðinn, og ef til vill „éta hann upp“. Vér megum ekki alltaf halda að þeir, sem við eiga að taka af oss, séu ávallt verri en vér sjálf, og óhyggnári. Ef vér í dag stígum djarft spor til hags og heilla mörgum kynslóðum, ekki einasta það, heldur „öldum og óbornum“. Þá komumst vér ekkert áfram, ef vér ekki staðfastlega trúum því, að þeir, sem við taka, bæti þar um, en eyðileggi ekki. Ef ekki er lifað og starfað í þeirri trú, verður enn lengur skuggsýnt en ella í mannheimi. Með slíkri trú á framtíðina rúundu þeir og vér þannig sverjast í fóstbræðra- lag um að koma lífsverðmætunum til hjálpar og bera þau fram til sigurs. Ef til vill af þessari hræðslu. Ef til vill af ódugnaði mínum, varð ekkert af þessari, þó hyggilegu framkvæmd 1928. 1932 skrifaði ég eftir beiðni alllanga grein um þennan sjóð í blaðið Lögréttu. Bar hún yfirskriftina „Varasjóður hreppanna". Þar skaut ég því fram, að Alþingi ætti að styðja þessa hugmynd með viðeigandi lagasetningu. Ekki fyr- ir Akranes, heldur fyrir landið í heild. Hefði verið mikill styrkur að heimildar- lögum í þessu skyni. Alþingi hefir margt gert, sem síður skyldi, og minni ávöxt hefði borið. Ef þetta ráð hefði verið hér upp tek- ið 1928, hefði slíkur sjóður nú þegar- verið búinn að vinna hér nokkurt gagn. Hann væri þá a. m. k. búinn að grund- valla trú fleiri en Akurnesinga á lífs- gildi þessarar hugmyndar. Og hefðu þannig „unnist nokkur ár“. En þar sem Akranes fékk nú á „fjör- ur“ sínar allgildan f jársjóð til að grund- valla með þennan „Framfarasjóð", þar sem var hluti þess af stríðsgróðaskatti þeim, er bænum ber, fannst mér víta- vert að gera hann að eyðslueyri „í góð- æri“. Á engan hátt fannst mér heldur betra að nota bölvun stríðsins, en til að byggja með upp framtíðina. Af þessum ástæðum, og sama sann- færingarkrafti og áður á gildi hug- myndarinnar, bar ég svo þessa hug- mynd fram í bæjarstjórn Akraness. Ég vona að hún sjái dagsins ljós í fram- kvæmd, og ég vona að hún eigi eftir að færa Akranesi, og hverjum þeim sem vill nota, gæfu og gengi um alla framtíð. Frumvarp þetta til skipulagsskrár og greinargerð fyrir því hljóðar svo: FRUMVARP að Skipulagsskrá fyrir „Framfarasjóð Akraness“, Akranesi. 1. gr. Sjóðurinn heitir „Framfarasjóður Akraness", og er eign Akraneskaup- staðar. 2. gr. Stofnfé sjóðsins er: 1. Illuti bæjarins af stríðsgróðaskatti 1941. 2. Árlegt framlag frá bæjarsjóði Akraness, er nemi allt að 5% — fimm af hundraði — af árlegum álögðum útsvörum. Þó aldrei minna en 5000 kr. — fimm þúsund krón- ur — á ári. 3. Vaxtatekjur, gjafir og aðrar tekj- ur, er sjóðnum kann að áskotnast. 3. gr. Sjóðinn skal ávaxta í Söfnunarsjóði Islands eða annari tryggri stofnun, í bankavaxtabréfum, ríkisskuldabréfum eða öðrum jafntryggum verðbréfum, að svo miklu leyti sem hann verður ekki 4. gr. ávaxtaður samkv. 4. gr. Tilgangur sjóðsins er að styðja og efla framfarir á Akranesi á þann hátt. er hér segir: 1. Sjóðsstjórnin má hinn 2. janúar ár hvert, í fyrsta sinn 2. janúar 1943, lána bænum úr sjóðnum til 25 ára, gegn 5% ársvöxtum, 14 — helm- ing — af innstæðu hans til ein- hverra þeirra framkvæmda, er hér greinir: Til hverskonar hafna- og lendingabóta, sjóvarnagarða, vatnsaf lsvirk j unar, gistihúsbygg- sjúkrahúsbygginga, vatnsleiðslu, ingar, skolpræsagerðar, vegalagn- inga, skólahúsbygginga, bæjarhús- bvgginga, land- eða jarðakaupa, jarðræktar, girðinga um ræktunar- land eða beitiland, trjáræktar, skrúðgarðs. Lán má aldrei taka nema 2. janúar. Ef lán hefir ekki verið tekið 2. janú- ar, má ekki hreyfa sjóðinn það ár. Ekki má heldur lána úr sjóðnum stóra eða smáa upphæð, nema bæj- arstjórnin hafi lagt í sjóðinn 5 þús- und krónur hið minnsta fyrir það ár, sem lánið er veitt á. Ekki má heldur veita lán úr sjóðnum, nema lántakandi hafi fyrir þann dag, sem lánið er veitt, greitt vexti og afborganir til sjóðsins fyrir næst- liðið ár. Sé skuldlaus við sjóðinn með vaxta- og afborganagreiðslur. 2. 1 öðru lagi er sjóðsstjórninni heim- ilt að veita: a. Til verkamannabústaða allt að fasteignamatsverði hússins eða húsanna, út á 1. og eða 2. veð- rétt. Lán þessi má veita til 25 ára, gegn 3% — þrjá af hundr- aði — ársvöxtum. 1 þessu skyni má þó aldrei lána meira en 1/5 — einn fimmta — þess f jár, sem er til láns á hverjum tíma. b. Til skipabygginga allt að 75% af matsverði, gegn 1. og eða 2. veðrétti skipsins eða skipanna og annari tryggingu, er sjóðs- stjórnin metur gilda. Lán þessi má veita allt að 15 árum með sömu ársvöxtum og Fiskveiða- sjóður lánar á hverjum tíma. I þessu skyni má þó aldrei lána meira en 1/5 — einn fimmta — hluta þess fjár, sem er til láns á hverjum tíma. Lán undir 2. lið a og b má lána til félaga og einstaklinga. 5. gr. Sjóðsstjórnin skal skipuð 3 mönnum búsettum á Akranesi, sem bæjarstjórn- in kýs til 6 ára í senn. Skulu þeir kosnir hlutbundinni kosningu. 6. gr. Stjórn sjóðsins ber að halda gerðabók fyrir sjóðinn, og færa inn í hana skipu- lagsskrá þessa, fundarsamþykktir, um- sóknir um lán úr sjóðnum, lánveiting- ar og annað, er varðar hag og rekstur sjóðsins. Henni ber og að halda bók yfir eignir sjóðsins, tekjur hans og gjöld, og færa í hana ársreikning sjóðsins. 7. gr. Reikningsár sjóðsins er almanaksár- ið, og skal stjórnin birta ársreikninga hans í Lögbirtingablaðinu. Bæjarstjórn kýs endurskoðendur. 8. gr. Leita skal konunglegrar staðfesting- ar á skipulagsskrá þessari. 9. gr. Skipulagsskrá þessa skal birta í B- deild Stjórnartíðindanna. GREINARGERÐ fyrir frv. um skipulagsskrá fyrir „Framfarasjóð Akraness“. Öllum okkur er ljóst, hve mikið er hér ógert á Akranesi, meira og minna aðkallandi. Við erum sjálfsagt ekki þau börn að gera okkur í hugarlund, að öll þessi miklu verkefni verði leyst í skjótri svipan. Til þess að sjá þann draum ræt- ast, verðum við að leggja hart að okk- ur. Við verðum að nota til þess jafnvel hin smæstu ráð, jafnvel þau, sem lítils- virði kunna að vera í sumra augum, og seinvirk að hinu mikla marki. Að Akui'- nesingar geti „unað glaðir við sitt“. Það er alltaf mikilsvirði að vinna sér hægt. Að grípa „gæsina“ þegar hún gefst. Að vera vakandi fyrir þeim hyggindum, sem í hag koma, og nota þau til hins ítrasta. Við höfum undanfarið verið að tala um að láta stríðsgróðaskatt þann, er Akranesi kann að áskotnast, ekki verða að eyðslueyri. Hafa komið fram um

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.