Akranes - 23.04.1942, Page 5

Akranes - 23.04.1942, Page 5
A K R A N E S 5 ÓLAFUR B. BJÖRNSSON: Þættir úr sögu Akraness I. Upphaf bindindishreyfingarinncr á Akranesi Þessi grein er sérstaklega helguð móður- bróður mínum, Sveini kennari Oddssyni, sem var einn fyrsti hvatamaður að bindindisstarfi hér. og stuðningsmaður þess alla tíð. Sveinn heitinn var skólastjóri hér yfir 30 ár. Hann hafði óvenjulega kennarahæfileika, og var á þeirrar tíðar mælikvarða óvenjulega mennt- aður og víðlesinn. Ó. B. B. Um margar aldir hefir mikið verið drukkið hér í þessu landi. Gefur að skilja að það hafi ekki síður átt sér stað í sjóþorpum, þar sem fjölmennið var meira. Þá hefir og iðjuleysið í landlegum verið hinn b.ezti vermireit- ur fyrir vínnautn og allskonar óreglu. Beinar sögur eða sagnir um ofdrykkju hér á Akranesi hafa menn ekki nema frá elztu núlifandi mönnum. Á árunum frá 1860—1890 var hér hreinasta brennivínsöld. Þótti þá eng- inn maður með mönnum, ungur eða gamall, sem ekki gat verið með a. m. k. Menn drukku almennt, mjög mikið og illa. Svo sem gefur að skilja olli þetta oft slagsmálum og flokkadrátt- um, óvild og árekstrum, þó furðanlega sjaldan hlytust þar af meiri háttar vandræði. Á þessum tíma, var vínsala á Akranesi á mörgum stöðum. Var það ekki ósjaldan, að menn færu með fisk úr fjörunni til þess að kaupa fyrir brennivín. Kom þá fyrir, að menn væru ekki orðnir affullir, er þeir voru kallaðir næsta dag. Menn keyptu mikið vín og settust að því heima. Og menn keyptu í smáskömmtum og drukku það vfð búðardiskinn. Það var mikið drukkið, bæði þegar vel aflaðist og líka þó afli væri rýr. Á þessum tíma var afkoma fólks hér afar rýr. Það komu fiskileysis ár, og þó fiskur væri sæmilegur eftir þeirrar tíðar mæli- kvarða, þá var verðið ekki meira en það, að um engin uppgrip var að ræða. Og þá lifðu menn svo til eingöngu af sjónum, svo það má nærri geta að þessi mikla vínnautn var mikill „mel- ur“ í afkomu manna, og olli þá sem ávalt miklum vandræðum utan heim- ilis og innan, um líf og skapgerð þeirra sem þetta kom harðast niður á, og mest áttu við að búa. Er lítið um fagr- ar eða skemmtilegar myndir úr félags- lífi manna frá þessu tímabili, en marg- ar ljótar, þar sem mikið og almennt var drukkið, þó mörg þessara heimila hefðu mat af skornum skammti. Árið 1882, hinn 8. janúar er stofnað hér á Akranesi félag sem kallar sig Æfingarfélagið. Stofnendur voru 24 karlar. Boðsbréfið að þessari félags- stofnun er dags. 28. desember 188X og undirritað af þessum mönnum: Árna Magnússyni, Hallgrími Jónssyni og Guðm. Guðmundssyni. Af þessu boðsbréfi er hægast að gera sér grein fyrir því hvað vakað hefir fyrir mönnum með félagsstofn- uninni. Þar stendur m. a., „að þeir vilji að menn komi saman til þess í gamni og alvöru að ræða ýms mál er snerta bæði Skagann í heild sinni, og svo máske hvern einstakann mann. Von- um vér því að þeir menn hér í Skagan- um er hafa löngun til verklegra eða menntunarlegra framfara, gefi þessu nokkurn gaum, jafnvel þó árangurinn af því yrði ekki annar en sá, að menn æfðu sig í að koma reglulega fram á fundum, og gjörðu hugsjónir sínar ljósar með sem fæstum og skýrustum orðum, því í þessu falli mundi það sannast, að vaninn gefur lystina, og það verður engum að list sem hann leikur ekki“. Á fyrsta fundi félagsins var kosinn fovmaður Árni Magnús- son, varaformaður Hallgrímur Jóns- son. Snæbjörn Þorvaldsson gjaldk. og ritari Hallgr. Jónsson. Æfingarfélagið hefir látið mörg mál til sín taka, snertandi heill og menn- ingu Skagans. Mun nú sumum þykja sumt af því einkennilegt. Á fundi 19. marz 1882 kemur t. d. fram uppá- stunga frá Bjarna Þórðarsyni í Heima- skaga, að menn gangi í félagið um að minnka kaffidrykkju. Varð um það löng umræða, er laut mest að því, að vísu væri þarflegt, mest vegna marg- falds kostnaðar, er kaffibrúkunin hefði í för með sér, — að minnka hana, en að hinu leytinu mundi það varla mögulegt sakir þess óstjórnlega vana sem víðast væri nú orðinn heimilisfast- ur, enda væru og nokkrir fundarmenn því algerlega mótfallnir að minnka kaffidrykkju. Var svo fellt með 11 at- kv. móti 10, að taka málið til frekari umræðu á næsta fundi og var þar með úr sögunni. En í stað þess skeður það einkenni- lega á næsta fundi 26. marz, að samkv. dagskránni er rædd tillaga frá Guð- mundi í Teigakoti, ,,að stofnað yrði bindindisfélag fyrir unglinga í því skyni að þeir með framtíð þessvegna varðveitist frá skaðsemi ofdrykkjunn- ar“. Einkanlega fór tillagan fram á að allir drengir sem nú eru. í barna- skólanum gengju fyrst í bindindi, og útbreiði það svo meðal leikbræðra sinna á Skaganum. Urðu töluverðar umræður um mál þetta, og voru flest- ir fundarmenn því meðmæltir að þetta kæmist á. En vegna þess að fundar- menn álíti það „ofvaxið fyrir unglinga að koma slíku félagi á gang í byrjun- inni án aðstoðar eldri manna“, þá var það samþ. að fundurinn kjósi fimm manna nefnd til þess að semja reglur fyrir téð félag, og jafnfram að menn gjörðu samning við kennara barna- skólans að öllum drengjum í honum (barnaskólanum) væri gert að skyldu að skrifa sig í algjört bindindi áfengra drykkja áður en skólanum væri sagt upp, í þetta sinn. t nefndina voru þessir kosnir: Guðmundur í Teigakoti, Ólafur í Litlateigi, Árni í Sjóbúð, Árni í Heimaskaga og Ásmundur á Háteigi. Á næsta fundi 16. april sama ár skilar nefndin svo áliti, sem er ítar- lega rætt á þessum fundi. Fylgdi þvi lög fyrir hið væntanlega félag. Er það í 8 greinum. 1. gr. er um, að öllum börnum sem eru 8 ára aö aldri, gefist kostur á að ganga í þetta félag. 2. gr. er um að stjórn skuli skipuð 3 mönn- um. Formanni, varaformanni og rit- ara, sem allir séu kosnir til eins árs. 3. gr. hljóðar svo. „Enginn félagsmaður má neyta neinnra áfengra drykkja, utan með læknisráði sem nauðsynlegs heilsumeðals“. Frh. í næsta blaði. - . <*• Þessi mynd er tekin úr Vesturflös yfir þvert Akranes, ofan við miðju, með Akrafjall í baksýn. í forgrunninum er Krókalón. Dalurinn í fjallinu heitir Berjadalur og áin, sem- þar á upytök sín, Berjadalsá. Upv undir fjall- inu, þar sem dalurinn skerst lengst niður, er vatnsveita Akraness tekin. Þangað eru r-úmir 5 km frá Akranesi. •»

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.