Akranes - 10.06.1942, Side 5

Akranes - 10.06.1942, Side 5
AKRANES 5 SVAVA ÞÓRLEIFSDÓTTIR: Kvenfélag Akurnesinga lega í þeirri von, að fá bráðum, ef Guði þóknast, að standa á meðal yðar, til þess að endurnýja fornan félagsskap og vinna með yður eftir megni að út- breiðslu hins góðá og sanna í landi feðra vorra. Af því, sem hér hefir skráð verið, liggur nú fyrir ljósar en áður aðdra^- andi stúkustofnunar hér. Það er ljóst, að áhrifa gætir fljótt frá Reykjavík á ýmsa menn, scm voru í bindindisfélag- inu hér til þess að hafa áhrif í þá átt. Annað af tvennu, að sameina félagið nýrri stúku, eða, ef það tækist ekki, þá að fá einhverja bindindisfélags- menn til þess að gerast frumkvöðlar að því að hér væri stofnuð stúka. Sum- ir af þeim, sem fengnir hafa verið til þ.ess að beita sér fyrir þessu, voru mikl- ir drykkjumenn. Má ef til vill geta sér þess til, að áhrifa hafi gætt frá vinum þeirra í Reykjavík, sem hafi haldið að þeim væri betur haldið frá víni með því að þeir væru í Goodtemplararegl- unni, heldur en einhverjum öðrum fé- lagsskap, sem væri miklu lausari í reipunum, og þannig minna aðhald í. Bendir og ýmislegt til að þessi ályktun geti verið rétt. Svo sem hinn sífellt vakandi áhugi þeirra, sem voru örugg- astir bindindismenn í f élaginu um sam- einingu þessara félaga eftir að stúkan var stofnuð hér. Það getur og meira en verið, þó ekki sjáist þess getið, að hin- ir áhugasömustu bindindismenn hér hafi ýtt undir Reykvíkinga til áhrifa hér í þessa átt. En hvað sem öllu þessu líður, var fyrsta stúkan stofnuð hér 29. maí 1887 af skáldinu Gesti Pálssyni. Stofnendur voru 23, en stúkan hlaut nafnið Yorblómið nr. 3. Aðstoðarmenn Gests við stofnunina voru þeir Magn- ús Zakaríasson, bróðir Árna Zakarías- sonar vegaverkstjóra, og Jón Ás- mundsson, sem lengi vann hjá Sam- einaða í Reykjavík. Fyrstu embættismenn stúkunnar voru þessir: Æ.T. Bjarni Jónsson, Sýruparti. V.T. Kristján Guðmunds- son, Sólmundarhöfða. Rit. Guðm. Guð- mundsson, sem síðar bjó á Indriða- stöðum. Fjárm.rit. Ásmundur Þórðar- son, Háteig. Gjaldk. Erlendur Tómas- son, G.eirmundarbæ. Kap. Sigurgeir Guðmundsson, Geirastöðum. Drótt. Tómas Tómasson, Bjargi. V. Magnús Helgason, Marbakka. U.V. Ásbjörn Sigurðsson, Háteig. A.R. Pétur Jóns- son. A. Dr. Kristinn B. Thorsteinsson. F.Æ.T. Guðm. Guðmundsson, Deild, og var hann einnig umboðsmaður S.T. Því verður ekki neitað, að bindindis- félagið hefir rækilega undirbúið jarð- veginn, og blátt áfram gert mögulega stúkustofnunina. Má í því sambandi benda á; að allir embættismenn hinn- ar nýju stúku, að undanteknum ein- um, voru búnir að vera lengi meðlimir bindindisfélagsins. í bráð verður að láta hér staðar num- ið. Ef til vill verður síðar tækifæri til að halda áfram þessum þætti. En það verður þá um starfsemi stúknanna á Áttunda marz árið 1926 komu rúm- ]ega 40 konur saman á fund í Báru- húsinu á Akranesi til þess að ræða um stofnun kvenfélags. Mun það hafa verið í fyrsta sinni, að konur komu saman í þessu skyni. Höfðu þær að vísu áður tekið öflugan þátt í ýmsu félagsstarfi ásamt karlmönnum, t. d. í Goodtemplarareglunni, Ungmenna- félagi Akraness o. fl.. en aldrei fyr staðið einar að félagsmyndun. Mál þetta fékk góðar undirtektir á fundinum og var kosin nefnd til þess að semja lög fyrir væntanlegt félag og boða að því búnu stofnfund. Var sá fundur haldinn 11. apríl s. á. Hlaut félagið nafnið „Kvenfélag Akurnes- inga“. Varð meðlimatala þegar á fyrsta ári 60—70, enda aldrei farið langt fram úr því, og er svo enn. Á stofnfundi kom það skýrt í Ijós, að konur höfðu ríkan áhuga fyrir því, að félagið beitti sér fyrir fjársöfnun til byggingar sjúkraskýlis, er þá var að vísu hafin fyrir allmörgum árum af fáum einstaklingum. Auk þess voru stofnendur félagsins sammála um, að félagið skyldi vinna að ýmsum mann- úðar- og menningarmálum. 1 fundar- lok mælti Katrín Oddsdóttir nokkur árnaðarorð til hins nýstofnaða félags. Bar hún fram þá ósk, að félaginu mætti takast að forðast öfund, rang- læti og misskilning, en að á hinn bóg- inn mætti jafnan blómgast í félags- starfinu dyggðirnar þrjár: sannleiki, réttlæti og mannkærleikur. I stjórn voru þær kosnar: Svafa Þórleifsdóttir formaður, Emilía Briem ritari, Ingunn Sveinsdóttir gjaldkeri. Hafa þessar konur jafnan verið end- urkosnar í stjórn félagsins síðan, nema hvað Margrét Jónsdóttir var ritari þau ár, er ámilía Briem var búsett í Reykjavík. Brátt tók „Kvenfélag Akurnes- inga“ til ýmis konar starfa. Hélt það fyrstu skemmtisamkomu sína 20. júní 1926, og rann allur ágóði af þeirri samkomu í sjúkraskýlissjóð félagsins, er þar með var myndaður. Nam sá sjóður félagsins um kr. 83.100,00 um síðustu áramót. Hefir miklu af fé þessu verið safnað með hlutaveltum og skemmtunum, en auk þess hefir sjóðurinn haft góðan hag af kaupum á svonefndri Bjargseign, er gjörð voru fyrir nokkrum árum. Allmikið hefir þegar verið selt af eigninni aftur, en félagskonur afla og sjóðnum tekna með því að stunda garðrækt á nokkr- um hluta eignarinnar og gefa vinnu sína við það. Ekki undu félagskonur því, að fé- lagið sjálft eignaðist engan sjóð. Var þegar á fyrsta ári efnt til skemmtisam- komu til fjáröflunar fyrir félagssjóð. Akranesi og annara þeirra félaga og einstaklinga, sem hafa stutt að bind- indi beint eða óbeint. Ól. B. Björnsson. Auk pc;ss tók félagið að sér veitinga- sölu í samkomuhúsinu, er skemmtanir fóru þar fram og lögðu fram alla vinnu við veitingarnar án endurgjalds Auk þess hafði gjaldkeri jafnan á hendi allar íjárreiður veitingastarfseminnar, sem eigi var lítið starf. Veitingarnar rak félagið þar til á síðastliðnu vori, er samkomuhúsið varð einkaei^n. öll þau ár, sem félagið hefir starf- ar, hefir það jafnan sent fátækum einstæðingum smáglaðning fyrir jól- in. Árlega hefir og verið haldin skemmtisamkoma fyrir gamalmenni og hafa félagskonur gefið allt til veitinga þar. Átti frú Helga Guð- brandsdóttir frumkvæðið að þessum samkomum. Um áramót 1932 hófst ný hjálpar- starfsemi innan félagsins. Tóku kon- ur þá að sauma fatnað, eínkum á börn, fyrir heimili sem áttu erfitt upp- dráttar. Hefir efni í fötin stundum verið gefið líka. Mun Emelía Briem hafa átt frumkvæðið að þessu starfi, er mörgu heimili mun hafa reynst notadrjúgt, enda þær konur, sem að því hafa unnið, innt mikið þegnskap- arstarf af höndum. Oft hefir félagið efnt til samskota fyrir bágstadda og þá einnig verið lát- ið af mörkum af félagssjóði í sama- skyni. Mun það vera all-álitleg upp- hæð, sem félaginu hefir runnið um greipar á þennan hátt og féð áreiðan- lega komið þar niður, sem full þörf var á. Menningarmálin hefir félagið eigi látið afskiftalaus. — Gekkst það t. d. á fyrstu árum. sínum fyrir handavinnu sýningum, annað hvort eitt sér eða í samvinnu við önnur félög. Námskeið- um í matreiðslu og hagnýtum saum- um hefir þ'að eigi ósjalddn stofnað til og staðið fyrir og nú að síðustu hafið fjársöfnun til byggingar hús- mæðraskóla. Var sá sjóður stofnaður á 15 ára afmæli félagsins með gjöf frá þeim hjónum Ingunni Sveinsdóttur og Haraldi Böðvatrssyni að upphæð kr. 10.000,00. Er vonandi að Akurnes- ingar, bæði þeir sem eiga búsetu á Akranesi og eins adrir, sem burt eru fluttir, sýni ræktarsemi sína til átthag- ana með því, að styðja félagið í þessu þarfa verki. Til leikfimishússins gaf félagið kr. 1000,00. Er mér nú verður litið yfir liðin starfsár þessa félags, er mér skapi næst að ætla, að óskir Katrínar Oddsdótt- ur hafi hrinið á því. Ekki svo að skilja, að störf þess séu svo góð og fullkom- in, er frekast má verða, því að auðvit- ar eru þau mannlegum breyzskleika háð. En hitt er víst, að andi öfundar, misslcilnings og ranglætis hefir aldrei náð að festa þar rætur, en félags- starfið jafnan sveigst í þá átt, að vinna að manúðar og menningarmálum án þess að hugsa um, hver laun kæmu í hluta hvers einstaklings, er störfin hefir unnið.

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.