Akranes - 10.06.1942, Blaðsíða 6

Akranes - 10.06.1942, Blaðsíða 6
6 AKRANES Annáll Akraness Mannalát. Þann 24. apríl s. 1. andaðist að heimili sínu hér í bæ frú Guðrún Finns dóttir, eftir langvarandi vanheilsu. — Frú Guðrún var ein af þeim konum, er helgaði heimili sínu alla starfs- krafta sína, enda rækti hún það starf með prýði. 21. s. 1. andaðist á Landsspítalanum frú Sigrún Sigurðardóttir á bezta aldri og var hún mikill harmdauði öll- um, er til hennar þekktu. Sérstaklega er sár harmur kveðinn að eftirlifandi eiginmanni hennar, Daniel Vigfússyni, og 8 börnum þeirra, flestum ungum. S jómannadagurinn.. Sunnudaginn 7. júní s. 1. var dagur sjómanna hátíðlega haldinn hér, sem víða annars staðar á landinu. — Fyrst fóru fram íþróttir úti og var keppt í sundi, synt var í sjónum við Langasand, var aðstaða ekki góð því smá hræring var við sandinn. Fyrstur að marki varð Jóhann Hjartarson, en hann vann einnig sundkeppni sjó- mannadagsins í fyrra. Þá var keppt í knattspymu og áttust við skipstjórar og vélstjórar annars vegar og sjó- menn hins vegar. Leikar fóru þannig, að sjómenn unnu með 2 : 1. Þá fór fram kappróður, hlutslcörp- ust varð skipshöfnin af m/b Hrefnu. Um kvöldið var fjölbreytt skemmt- un í Báruhúsinu og dans stiginn fram eftir nóttu. — Brúttó tekjur dagsins voru um kr. 4000.00 og verður öllum ágóðanum varið til Bjarnalaugar. Verzlunarmannafélag Akraness. Ekkert verzlunarmannafélag hefir verið starfandi hér á Akranesi, fyrr en nú að gengið var frá stofnun Verzlun- armannafélags Akraness þann 16. júní s. 1. Stofnendur voru 34. 1 stjóri' fél- agsins voru kosnir: Jón Sigmundsson form., Óðinn S. Geirdal ritari og Þórð- ur Bjarnason gjaldkeri. íþróttakeppni. Hin árlega vorkeppni milli Knatt- spyrnufélags Akraness og Knatt- spyrnufélagsins ,,Kári“ hér á staðnum, hófst með kappleik í II. aldursfiokki þann 18. júní og sigraði „Kári“ með 3 :2 mörkum. Dómari var Óðinn S. Geirdal. IH. flokks leikur fór fram 19. s. m. og sigraði „Kári“ með 5 : 4. Dómari var ólafur F. Sigurðsson Sunnudaginn 21 júní var svo keppt í I. aldursflokki um knattspyrnubikar Akraness og vann Kári þann leiit með 4 mörkum gegn 1 og þar með sæmdar- heitið „Bezta knattspyrnufélag Akra- ness“. Þá var einnig keppt í hand- knattleik kvenna, og var keppt um nýjan bikar, er íþróttaráð Akraneess hafði gefið. Vann „Kári“ þann leik met5 2 mörkum gegn 1. Baldur Möller dæmdi báða þ’essa síðasttöldu leiki. Á sunnudagskvöldið hélt móta- nefndin dansleik í Báruhúsinu, og þar afhenti Sigurður Guðmundsson, form. K. A. verðlaunagripi þá, sem keppt var um. Vertíðin. Vetrarvertíðinni á Akranesi lauk að þessu sinni 20. maí. Mestur vertíðar- afli við Faxaflóa mun að þessu sinni hafa verið hér á Akranesi. Gæftir voru fremur góðar og aflj ágætur með köfl- um. — Hæstan lifrarafla hafði nú, eins og í fyrra, m/b Egill Skallagrímsson, en skipstjóri á honum er Ragnar Frið- riksson. Hásetahlutur á aflahæstu bát- unum mun, með áætluðu lifrarverði, vera kr. 9.000,00. Alls munu Akranes- bátar 21 að tölu, hafa fiskað fyrir ca. 4 milljónir króna í vetur, og er þá meðal afli á bát um 200 þúsund krónur. — Fer hér á eftir lifrarafli bátanna. Egill Skallagrímsson.35569 ltr. Hermóður ............... 35430 - Ægir .................... 33352 - Ver...................... 32430 - Hrefna ...................32408 - Höfrungur ................32215 - Víkingur .................32005 - Ármann ...................31279 - Fylkir ...................31185 - Skírnir ................. 29707 - Sigurfarj ............... 29665 - Reynlr .................. 29482 - Bangsi .................. 27732 - Guðný ................... 27450 - H/araldur ................. 26816 Sjöfn ................... 26226 - Valur ....................25593 - Frigg ................... 18766 - Sæþór ................... 17246 - Sæyar ................... 10097 - Alda ..................... 8945 - Aðrir bátar ............. 23609 - Ýmsir..................... 4183 - Samtals 601690 - Kristilegt landsmót. Landsmót trúaðs fólks, sem þekkt er undir nafninu Hraungerðismót. hef- ir staðið yfir hér á Akranesi dagana 20. til 22. júní Þóttj það ekki tiltæki- legt að hafa það að Hraungerði að þessu sinni, þar sem séð þótti að bíla- skortur yrði tilfinnanlegur til að koma fólki því, er mótið vildu sækja, að Hraungerði. Aðkomufólk mun vera um 400 manns auk Akranesinga, er þátt taka í mótinu. Tjaldbúðir voru reist- ar á Kirkjuvallartúni, tjaldborgin var all stór, eða um 90 tjöld alls, var inn- gangshlið fagurlega skreytt með áletrunum og svo öll tjaldborgin með fánum, einnig var inngangur við Akra- neskirkju fagurlega fánum skreytt- ur. — Guðþjónustur voru í Akraneskirkju alla dagana og flutti þar ræðu auk annara sóknarpresturinn, síra Þor- steinn Bfiem, einnig voru útiguðsþjón- ustur. Fjöldi heillaskeyta bárust mót- inu víðsvegar að af landinu. Mótinu sleit mánudaginn 22. að kvöldi, og voru aðfaranótt þriðjudags tjöld upp tekin. Mót þetta hefir sett allmikinn hátíðasvip á bæinn á með- an það stóð yfir, og ekki er að efa, að margir Akranesingar munu þakka þessum gestum, er hér hafa dvalið þessa daga, fyrir komuna hingað. Akumesingar! öllum ykkur, sem af kærleika og fórnfýsi hafið styrkt mig og heimili mitt, í andbyr og erfiðleikum undan- farna mánuði, og nú síðast við andlát og jarðarför konunnar minnar, Sig- rúnar Sigurðardóttur, þakka ég hjart- anlega. Guð blessi ykkur öll. Daniel Vigfússon. 50 ára afmæli átti góðkunnur Akurnesingur, Ás- mundur Jónsson, rafvirki, frá Dvergar steini. — Ásmundur flutti til Reykja- víkur í fyrra og á nú heima í Miðstræti 4. Ásmundur er vinsæll og drengur hinn bezti. Hann er Akumesingur í húð og hár og hefir tekið mikinn og farsælan þátt í félagsstarfi vor á með- al. Um leið og vér þökkum þau störf, beggja þeirra hjóna, óslcum vér hon- um og fjölskyldu hans innilega til hamingju með hálfrar aldar runnið skeið. — Bjamalaug hefir enn borist stór gjöf: Frá Þórði Ásmundssyni kr. 3000.00. Teikningar eru komnar og eru til athugunar. Nefndin þakkar þessa gjöf og von- ar að laugin sjálf verði byggð í sumar. Hajlgrímur Tómasson biður blaðið að flytja ölum for- mönnum á Akranesi sitt innilegasta þakklæti, fyrir drengskap þeirra við sig á nýafstaðini vetrarvertíð. Feriðasjóður Iðnema. Nemendur Iðnskólans hér eru mjög þakklátir Þorgeiri Jósefssyni fyrir höfðinglega gjöf 100 kr. í ferðasjóð þeirra á þessu sumri. 1 vetur efndu þeir til skemmtunar í þessu skyni, en það bar lítinn árangur vegna róðra þá daga sem skemmtunina skyldi halda. Sá litli árangur, sem náðist, þakka þeir ókéypis aðstoð Guðm. Egilssonar o. fl. Þessir ungu menn vona, að meist- arar þeirra fari að dæmi Þorgeirs, og styrki þetta áhugamál þeirra. — Það munu þeir aftur endurgreiða í meiri afköstum, dyggari þjónustu og meira námi næsta vetur. NÝ SAUMSTOFA ! Höfum opnaÖ saumastofu á Vesturgötu 48, sem saumar allskonar kfóla, blússur, pils o. fl. á kvennfólk, allt eftir nýjustu tísku. — . . . Áherzla lögö á smekklega, fyrsta flokks vinnu. —— Fyrirliggjandi Kjólaefni í miklu úrvali. Verzlun Þórð'ar Ásmundssonar. TILKYNNING ! Mjólkursalan er flutt í verzlunarhúsið á Vesturgötu 48. — BúSin veröur opin alla virka daga frá kl. 8 árd. til kl. 7 sd. og sunnu- daga frá 1. 8 árd. til kl. 5 sd. - Selt ventSur: Mjóllc, sky.r, rjómí, smjör, smjörlíki, tólg og ostar; einnig brauS og Ikökur. — Áherzla lögÖ á hreinlœti og gótSa afgreiðslu. VirÖingarfyllst, Verzlun Þórðar Ásmundssonar.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.