Akranes - 01.06.1943, Blaðsíða 3

Akranes - 01.06.1943, Blaðsíða 3
AKRANES 47 kr. 10.000;00, elliheimilis kr. 50.000.00, verkamannaskýlis kr. 5.000.00 og fram- farasjóðs kr. 17.670.20. Þá verður einnig lagt til hliðar af tekjum s. 1. árs krónur 81.440.80 til greiðslu lána bæjarsjóðs, en ekki reyndist unnt að greiða þessa fjár- hæð sökum þess að lánin féllu fyrr í gjalddaga en auðið var að innheimta út- svör til greiðslu á þeim. GJÖLD: Rekstursútgjöld bæjarins eru áætluð sem hér greinir: Stjórn kaupstaðarins Bamaskólinn Gagnfræðaskóli Bókasafnið Brimamál Sóthreinsun kr. 25.490.00 — 54.400.00 — 15.000.00 — 3.000.00 — 5.000.00 — 3.000.00 Lögreglumál — 15.000.00 Götulýsing — 7.000.00 Sorp- og salernishreinsun — 18.000.00 Vextir — 10.000.00 Verðlagsuppbætur — 72.000.00 Samtals kr. 227.890.00 í liðnum verðlagsuppbætur eru taldar uppbætur á laun starfsmanna bæjarins, kennara, bamaskólans, kaup lögreglu- þjóna, auk ómagauppbótar, sem sam- þykkt hefur verið að greiða þessum að- ilum, en ómagauppbótin nemur kr. 300 árlega á barn innan 16 ára. Auk þeirr liða, sem hér eru taldir til beinna rekstursútgjalda eru á fjárhags- áætlun taldir þessir liðir: LÝÐHJÁLP: Hluti bæjarsjóðs af ellil. kr. 63.372.55 Praml. til Sjúkras.l. Akran. — 23.100.00 Meðlag með börnum — 20.000.00 Styrkir vegna veikinda — 5.000.00 Sjúkrahússvist — 15.000.00 Framfærslustyrkir — 45.000,00 Til elliheimilis — 5.000.00 Samtals kr. 176.472.55 Lagt til hafnarsjóÖs 170 þúsund krónur. í fyrsta sinn hefur nú í ár verið tekið upp á fjárhagsáætlun Akraness framlag til hafnarinnar, en bæjarráð gerði það að tillögu sinni að kr. 150.000.00 yrðu greiddar til hafnarsj. af tekjum bæjar- sjóðs. Þá gerði Guðm. Guðjónsson það að till. sinni að ca. 20.000.00 af stríðs- gróðaskatti gengju einnig til hafnar- sjóðs. Báðar þessar tillögur voru sam- þykktar, svo þetta ár greiðir bæjarsjóð- ur ca. kr. 170.000.00 til hafnarsjóðs. Bæjarráð gerði það að sinni tillögu, að þessu fé yrði ekki að svo stöddu var- ið til hafnarbóta, heldur yrði það geymt þar til unnt yrði að leggja í verulegar hafnarbætur við núverandi hafnargarð. Bæjarráð taldi um tvennt að velja í þessu efni, að lengja hafnargarðinn eða byggja nýja, stóra bryggju í skjóli við hann, þar sem 6 eða 8 bátar gætu landað í einu, en smærri lagfæringar á hafnar- málunum yrðu að vikja fyrir slíkri var- anlegri úrbót, sér í lagi með tilliti til þess, að þrátt 'fyrir alla örðugleika hefði enginn bátur tapað róðri á. 1. tvær ver- tíðir, þrátt fyrir mikinn afla. Þá taldi bæjarráð að til þess kynni að koma, áð- ur en langt um liði, að sjá yrði bæjar- búum fyrir aukinni atvinnu, og gæti hafnargerð komið bæjarbúum þá að betri notum en nú. í sambandi við þessa tillögu bæjar- ráðs bar Guðm. Guðj. fram þá tillögu, að nokkur hluti af framlagi bæjarins til hafnarmála yrði varið til þess að lengja steinbryggj una í Lambhússundi um 20 metra. Hann kvað sig sammála bæjar- ráði um það, að varanleg og stórfelld úrbót á hafnarmálunum fengist ein- göngu að sunnan verðu, en þrátt fyrir það yrði Lambhússund vafalaust notað meðan bátaútgerð væri á Akranesi og hainarbótum á þeim stað væri því eng- an vegin á glæ kastað. Lenging stein- bryggjunnar væri nokkur úrbót á hafn- armálunum og tveir bátar gætu landað þar, ef tillaga hans kæmi til fram- kvæmda, umfram það, sem nú er. Að nokkru leyti væri hægt að skoða leng- ingu steinbryggjunnar sem viðhald tré- btyggjunnar í Lambhússundi, ef bryggj- an yrði lengd svo sem tillagan bæri með sér, myndi lengingin auka skjól fyrir trébryggjuna, sem aftur á móti minnk- aði viðhaldskostnað hennar. Tillaga G. G. var felld með 5:3, einn bæjarfulltrúi sat hjá. Framfarasjóður. Samþykkt var að leggja að þessu sinni til framfarasjóðs ca. 20 þúsund kr. af stríðsgróðaskatti. Framíög til ýmsra mála. Eftirgreindar fjárgreiðslur voru samþykktar á fjár- hagsáætlun: Til húsmæðraskóla krónur 1000.00, íþróttaráðs kr. 2000.00, Stúd- entagarðsins kr. 10.000.00, Náðhús við höfnina kr. 6.000.00. Ennfremur voru teknar upp á fjárhagsáætlun þessar fyr- irframgreiðslur: Til kaupa á vatnsrétt- indum í Andakílsá og undirbúnings und- ir virkjunarframkvæmdir kr. 3.312.00, til kaupa á vörubifreið kr. 19.716.90, til kaupa á .Sparisjóði Borgarfjarðarsýslu kr. 25.000.00, til Vatnsveitu Akraness kr. 20.000.00, greiðsla ábyrgðar vegna h.f. Svarðar kr. 12.794.86. Framlag til verklegra framkvæmda og til annarra útgjalda. Samkvæmt fjar- hagsáætlun var varið til þessara mála kr. 216.845.00. Bæjarráð gerði svofelda grein fyrir framlagi þessu: Eins og nú háttar, er ekki unnt að gera nákvæma áætlun yfir það, hvað hver einstök framkvæmd endanlega kostar. Útilokað er að koma nauðsynja- málúm bæjarins í framkvæmd á skömmum tíma, en efnahagur og ástæð- ur verður að ráða því, hve miklu er hægt að áorka hverju sinni. Eins og sak- ir standa, telur bæjarráð rétt að ein- beita fjármagni bæjarins í það sem hér gi einir: Framræslu Garðalandsins. Skólpræsagerð. Byggingu Gagnfræðaskóla og bæjar- húss. Byggingu fangahúss. Byggingu verkamannaskýlis. Nauðsynlegt viðhald vega, húseigna bæjarins og annarra slíkra fram- kvæmda. Auk fjárhæðar þeirrar, sem varið er til hafnarbóta, samkv. framan- sögðu. Bæjarráð taldi, að um það mætti að sjálísögðu deila, hver framkvæmdin væri nauðsynlegust eða mest aðkallandi, en rangt væri að verja lítilli fjárhæð til hverrar framkvæmdar um sig, heldur bæri nauðsyn til þess að koma hverju einstöku máli, sem bæjarstjórn tæki fyr- ir hverju sinni heilu í höfn. Hér að framan hefur í stuttu máli ver- ið vikið að fjárhagsáætluninni fyrir ár- ið 1943. Verða ef til vill einstakir liðir hennar ræddir í næstu blöðum blaðsins. SJÓMANNADAGURINN Hann er nú haldinn hátíðlegur víða um land. Að þessu sinni var útvarpið alveg helgað honum. Viðleitni sjómanna til samstarfs og sameiningar á þessum degi er allra þakka verð. Þess heldur sem hátíðahöld dagsins munu viðast hvar beinast af alefli að því marki, að sameinast til átaka um að koma ein- hverskonar nytjamálum heilum í höfn. Haldið áfram á þeirri braut. Með því gefið þér þjóðinni í heild fagurt, eftir- breytnisvért fordæmi, og þess er nú mikil þörf. En þar sem þér hafið helgað yður þennan dag, verðið þér að varðveita hann. Þér megið ekki verða „kóngsþræl- ar Bakkusar“ þann dag, því að þá verð- ur hann ekki lengi yður til gleði, stétt- inni né þjóðinni til sóma, og engum nytjamálum til þess gagns, sem anngirs mætti verða. Hér á Akranesi var mikið um hátíða- höld í tilefni dagsins, sem byrjuðu með samkomu 1 Báruhúsinu á laugardags- kvöld. Þar voru ræður fluttar, sýnd kvikmynd og stiginn dans. Á sunnudag- inn byrjuðu hátíðahöldin með því að sjómenn gengu í skruðgöngu til kirkju, þar sem prófasturinn Þorsteinn Briem messaði og hélt afburða snjalla ræðu. Um miðjan daginn voru útiskemmtanir, sem þó náðu ekki tilgangi sínum vegna óhagstæðs veðurs. Um kvöldið var svo dans í samkomuhúsinu. Það sem af er, hafa sjómennirnir hér helgað þennan dag þeim ásetnirigi sín- um að koma upp sundlaug. Fyrir áhuga þeirra og ötulleik í þessu máli vantar nú ekki nema herzlumuninn, þar sem byrjað er á byggingunni. Sannast þar sem oftar, að allt er hægt $ð gera, ef allir vilja. MarkmiÖið er: Sundlaugin fullgerð í haust. Shuldlaus. Sjómenn! Það voru of margir drukkn- ir í gær. Þó var um framför að ræða frá í fyrra, en betur má, ef duga skal.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.