Akranes - 01.06.1943, Blaðsíða 6

Akranes - 01.06.1943, Blaðsíða 6
50 AKRANES ANNÁLL AKRANESS Afmœli. Þuríður Þórðardóttir frá Fögrugrund varð 75 ára 14 maí sl. Guðfinna Hannesdóttir varð 85 ára 4. júní sl. Jón Gunnlaugsson Bræðraparti verð- ur 75 ára 16. júlí n. k. Óskar Halldórsson útgerðarmaður verður fimmtugur 17. júní n.k. Hann er fæddur á Akranesi þann dag 1893, en flutti þaðan með foreldrum sínum 10 ára gamall. Óskar er þjóðkunnur at- orkumaður og góður drengur. Hann tel- ur sig Akurnesing og ann Akranesi. Einar Hannesson í Kothúsum varð 80 ára 26. maí sl. Elísabet Auðunsdóttir Hjarðarbóli varð 70 ára 14. maí'sl. Blaðið Akranes óskar öllu þessu fólki til hamingju og langra lífdaga. Dánardægur. Hinn 13. maí sl. andaðist ekkjan Þor- björg Þorleifsdóttir á Sælustöðum. Hinn 23. maí sl. andaðist hér Krist- björg Þórðardóttir, sem lengi bjó í Lambhúsum, móðir Þorláks Ásmunds- sonar og þeirra mörgu systkina. Sundlaugarbyggingin. Laugardaginn 29. maí hófst bygging sundlaugarinnar. Það hefur verið leitað til Akurnesinga hér heima um gjafa- vinnu. Þátttaka er mjög almenn og sýn- ir það hug almennings til þessa mikla menningarmáls. Þegar þetta er ritað hafa borizt loforð fyrir 160 gjafadags- verkum og 4000.00 krónur í peningum frá þeim, sem ekki geta komið vinnu víð. Þó eru nokkrir, sem bæði hafa gef- ið vinnu og peninga, Ennfremur eru sumir, sem hafa látið í veðri vaka, að þeir láti af hendi fleiri dagsverk, ef þeir geti komið því við. Til margra hef- ur enn ekki náðst, en þess vænzt, að þeir gefi sig fram við einhvern úr sund- laugarnefndinni eða taki sem aðrir vel þessari málaleitan, er til þeirra verður komið. Þá væri það ánægjulegt og kærkomin kveðja frá Akurnesingum í fjarlægð, ef þeir sem gætu, vildu hugsa til Bjarna- laugar á þessu sumri, því næsta vetur þarf að „skolpa“ af mörgum og kenna þeim fullkomlega að synda. Munið sundlaugina í sumar! Minnist Minningarsjóðs Bjama Ólafs- sonar, er þér gefið til minningar um látna vini eða vandamenn. Blaðiö vill kaupa 1., 2. og 4. tbl. I. árg. A kumesingar! Notum nú sumarið til þess að ryð- hreinsa og mála húsin, laga girðingar, hreinsa lóðir og lendur. Hingað til hefur þessi þáttur verið sæmilega ræktur af bæjarbúum. Þið, sem oft farið til Reykjavíkúr, skoðið þið gömlu fiskskúrana og hálf- fallnar, ryðgaðar girðingarnar og „port“ við fjölförnustu götur í miðjum bænum. Þá mundi vakna metnaður fyrir ykkar eigin bæ. Við skulum láta þau víti oss að varnaði verða. Tökum oss enn fram, og látum það sjást þegar í sumar. Þakkarávarp. Öllum þeim nær og fjær, sem sýndu mér vinsemd á 80 ára afmæli mínlu þakka ég innilega, en þó alveg sérstak- lega Áfmanni Halldórssyni, Árna Sig- urðssyni, Gunnari og Matthíasi Stefáns- sonum og konum þeirra. Einar" HannesSbn. Vertíðarlok. Hér kemur lokaskýrsla um aflabrögð á liðinni vertíð: Bátar Róðrar Tn. Lif. lt. Mb. Sigurfari 78 493 38.018 — Víkingur 75 484 38.661 — Egill Skallagrímss. 78 475 36.476 — Ármann 72 465 37.689 — Ægir 74 443 34.537 — Ver 71 441 34.883 — Fylkir 66 439 35.323 — Höfrungur 73 433 34.364 — Reynir 76 414 34.178 — Skírnir 71 373 30.051 — Aldan 66 362 28.376 — Hrefna 62 354 28.288 — Sjöfn 60 352 28.205 — Haraldúr 70 351 27.755 — Valur 64 337 27.102 — Jón Dan 62 323 25.854 — Hermóður & Marz 61 329 24.886 — Frigg ca. 53 290 22.150 — Gunnar Hámundar 57 232 17.383 — Guðmundur 47 214 13.935 Ýmsir (togbátar o. fl.) 29.972 Samtals 7604 628.072 Meðalalýsi S. F.- A. 1.379 föt Lútarlýsi S. F. A. 263 — Samtals. 1.642 föt Þyngd aflans er miðuð við hausaðan og slægðan fisk, nema hjá mb. Reyni og Gunnari Hámundarsyni, þar er mið- að við óhatisaðan fisk. * Jón Benónýsson skipstjóri í Vestmanna- eyjum hefur greitt blaðið með 50 kr. Honum sé þökk. Ctgsfcndur: Nokkrir Akurneslngar Ritnefnd: Arnljótur Guðmundsson, Ól.B.Björnsson, Ragnar Ásgeirsson Gjaldkeri: Öðinn Geirdal. Afgreiðslvmaður: Jón Árnason. Prentverk Akraness h. f. „Það er vaadi.. „Það er vandi að velja sér víf í standi þrifa..“ Það er vandi, að gera blað okkar svo úr garði að öllum líki vel. Þó hefur það enn sem komið er tekist öllum vonum framar. Mín skoðun er sú, að blaðið eigi sem minnst að ræða stjórnmál, og önn- ur þau máleini, er ekki snerta Akranes- bæ og nánasta umhverfi hans. Stjórn og allt, sem honum er sérstaklega við- komandi, verður blaðið að láta til sín taka, ef það á að geta orðið andleg lyfti- stöng menningar og framfara á staðnum. Það er vandi, að velja svo greinar í blöð, að afleiðingin af því valdi, sem valinu fylgir verði ekki til þess að upp rísi annað blað, sem sett verði til höfuðs því sem fyrir er. Slíkt hefur reynst óholt innbyrðissamvinnu þeirra kaupstaðarbúa er í þeim eldi standa. Má finna þess dæmi, að sá eldur hafi drepið góð mál- efni og tafið framfarir um lengri eða skemmri tíma. . .Það er vandi, að rita svo lipurt í blöð, að ekki valdi misskilningi eða missætti, ef um ágreinings- eða vandamál er að ræða. Virðist þar velta á ýmsu, jafnvel þó um hámenntaða menn og slynga sé að ræða, hvað þá leikmenn í faginu. Þó er vandinn meiri, að svara vel ádeilu- greinum, svo ekki sé skotið fjær marki eftir því sem meira er ritað, en það á sér oft stað í vorum leiðandi, víðlesnu ,stj órnmálablöðum. Svo eru til menn, sem helzt vilja lesa svæsnar ádeilugreinar, árásargreinar á menn og málefni. Blöðin hafa oft um of kitlað tilfinningar þeirra manna, en ég vil gjarnan að okkar blað leggi ekki lag sitt við þá. Það er vandi, að velja verkefni, sem sitja eiga í fyrirrúmi fyrir öllu öðru, því tíðum sýnist sitt hverjum, hvort heldur þeim sem sjá eiga um framkvæmdir eða njóta þeirra. Sumir líta svo á, að mest sé þörf að byggja stórhýsi, kirkjur, skóla- og sjúkrahús, kvikmyndahús o. fl. Menn eru stundum of einsýnir á þetta, en gæta þsss ekki að án öflugrar og vaxandi framleiðslu er ekki til lengdar hægt að framkvæma neitt af slíku. Þar eð framleiðsla og iðnaður ber uppi alla menningu og allar framfarir á hvaða sviði sem er. Þess vegna verða ráðandi menn og einstaklingar að muna, að framleiðsla allskonar er frumskilyrðið. Hallbjörn E. Oddsson.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.