Akranes - 01.06.1943, Blaðsíða 5

Akranes - 01.06.1943, Blaðsíða 5
AKRANES 49 Mb. Kjartan Ólafsson. ar til fiskveiða. Skipinu gefið nafnið „Ólafur Bjarnason" og stundaði Bjarni á því þorsk- og síldveiðar af miklu kappi í þrjú ár. Þá var skipið selt Páli Bjarnasyni og Páli Ólafssyni. Það V&r þá skýrt „Bjarki“ og heitír svo enn. Margir hafa eignast það síðan, en nú- verandi eigandi er Steindór Hjaltalín, er hefur gert því mikið til góða. Árið 1929 sigldi Bjarni til Þýzkalands og kaupir þar fyrir þessa sömu eigend- ur tvo litla togara, sem Þjóðverjum þótti oflitlir til slíks „langræðis“ sem að sigla á íslandsmið. Var annar 196 tonn, en hinn 191 tonn. Stærra skipið var nefnt „Ólafur Bjarnason“ og er sá, sem enn er við líði. Hinn var skírður Þormóður, gerður hér út í tvö ár, en þá seldur til Akureyrar. Fyrsti skipstjóri á honum var hinn góðkunni Guðmundur Þorlák- ur. Síðar var hann seldur vestur á firði. Hann hafði fengið miklar viðgerð- ir og því að mörgu leyti í ágætu standi. En (líkl. 1935) er listin til skipakaupa ekki meir en það, að Þormóður var seld- ur til niðurrifs fyrir segjum og skrifum 5000 krónur. Þegar þetta var kostaði að gera við skipið fullkomlega 25 þúsund krónur. Vissi ég að forstjóri vélsmiðju einnar í Reykjavík fór niður í banka og bað um lán, sem þessu næmi til að gera við skipið, sem væri annars svo gott, að vanvirða væri að „höggva það upp“, (því þá hafði þessi smiðja ekkert að gera yfir sumarmánuðina), því var harðneit- að. Þetta voru endalok Þormóðs. íslendingar höfðu fram að því lítið fiskað með línu á svo stórum skipum. Enda voru margir vantrúaðir á þá möguleika. Bjarni eyddi alveg þeirri vantrú. Hann sótti afar fast og „elti“ fiskinn. Hann lagði og dró línu í veðri, sem togararnir höfðust ekki að. Bjarni var við fisk jafnvel vikuna út, þó ekki væri litið til sjávar af landróðrabátum. Þetta voru þá og tilvalin síldveiðiskip, enda fiskaði hann vel í það veiðarfæri ekki síður. Bjarni var feiknar kapps- og atorku- maður og gat aldrei iðjulaus verið, það var eins og hann gæti helzt ekki verið nokkra stund í landi. Hann vildi því um fram allt skapa aðstöðu til þess að geta haldið skipinu út allt árið. Bjarna lang- aði því til að freista þess að fiska í skip- ið í ís til sölu á erlendum markaði, á þeim tíma árs, sem ekki var hægt að stunda saltfiskveiðar vegna tregfiski. Þetta tókst, þó engin uppgrip væru. - ■■ .......... ...... .......... Hann fyllti venjulegast skipið á þeim tíma, sem eðlilegur var án þess að saka fiskinn. Það aflaði erlends gjaldeyris, þegar þess var mikil þörf. Það lengdi út- haldstíma skipsins og veitti mörgum manni meiri atvinnu, sem þá var mikils virði, þó ekki sé þess eins mikil þörf nú. Einu sinni, þegar ekki var hægt að fara á síldveiðar vegna verðleysis, og um það leyti vonlaust að fiska í skipið nógu íljófct til Englandsfarar, gerði Bjarni út leiðangur á Ólafi vestur í Grænlandshaf til lúðuveiða. Það hafði aldrei verið gert fyrr. Margar lúður fékk hann, en ekki svo mikið, að kostnaði svaraði að sigla með það. Af því sem hér er sagt, má sjá dugnað Bjarna og atorku, brautryðj- endastarf hans um skipakost og fisk- veiðar, sem og hagnýtingu aflans. Bjarni var afburða heppinn eins og það er kall- að. Hann var hugkvæmur, útsjónarsam- ur og úrræðagóður svo af bar, enda gjör- hugsaði hann svo allt í sambandi við starf sitt, og var svo nákvæmur og eftir- tökusamur á fengna reynslu á langri tíð, að svo virtist sem áætlanir hans og áform brygðust aldrei og ekkert haml- aði þeim að rætast. Allir þessir eigin- leikar lýstu sér í ríkum mæli frá fyrstu tíð er Bjarni var formaður á mótorbát- unum bæði hér heima, í Sandgerði og útilegum. Hjá honum var forystan ör- ugg og óbilandi, farið þegar fært var og þó stundum teflt á fremsta hlunn — því sveltur sitjandi kráka, þegar fljúgandi fær —, en alltaf „vel farið að sjó“ eins og sagt var í gamla daga. Bjarni var kvæntur frændkonu sinni, Elínu Ásmundsdóttur frá Háteig og Ól- ínar konu hans Bjarnadóttur og voru þau þannig systkinabörn. Síðar í þessum þáttum mun starfs Bjarna verða nánar getið. Loftur Loftsson og Þ&rSur Ásmundsson. Svo sem þér sjáið fyrr í þessum kafla voru þessir menn tveir af þeim fimm unglingum, sem létu byggja hinn fyrsta stóra mótorbát, sem byggður var 1906, en kom hingað snemma á árinu 1907. Árið 1908 settu þeir á fót verzlun hér og seldu þar allar venjulegar verzlunarvör- ur, en fóru fljótt að gefa sig samhliða að útgerð. Svo sem fyrr er sagt kaupa þeir ásamt Halldóri Jónssyni bátinn Hafrenning 1910. Um svipað leyti kaupa þeir Fram af hinum fyrstu eigendum, eins og áður er sagt. Um áramótin 1913 og 14 kaupa þeir Sandgerðiseignina af Matthíasi Þórðarsyni. Forsaga útgerðarstöðvarinnar í Sand- gerði er í stórum dráttum þessi: Það mun hafa verið 1906 er mikið var rætt um það í dönskum blöðum, að notfæra sér auðæfin t sjónum umhverf- is ísland. Lauritsen konsúll frá Esbjerg var framarlega í flokki þeirra, sem gera vildu tilraunir með fiskveiðar á mótor- eða gufuskipum. Hann lét í þessu skyni byggja nokkur skip, er næsta sumar stunduðu hér veiðar fyrir vestur- og norðurlandi. Veiðiskapur þessi gekk mjög illa og hlutu aðilar af þessu mikið tjón. Til þess að komast betur að eigin sjón og raun í þessum efnum, kom Laur- itsen sjálfur hingað til lands. Árið 1908 réði hann svo Matthías Þórðarson til að sjá fyrir sig um þessa útgerð. Sumarið 1908 fiskuðu skipin líka lítið og vildi Lauritsen því ekki fást við þessa hluti lengur, enda hafði hann þá þegar tapað allmiklu fé á þessari tilraun. Danskir menn með Lauritsen í broddi fylkingar byggðu fyrst stöðina í Sandgerði eftir fyrirsögn Matthíasar. En þar sem Laur- itsen hætti fljótt, keypti af honum hinn landskunni dugnðarmaður P. J. Thor- steinsson, sem strax seldi Matthíasi helminginn. En árið 1910 kaupir Matt- hías eignarhluta Thorsteinssons líka. Árið 1915 láta þeir Loftur og Þórður í félagi við Jón Sigurðsson í Lambhús- um og Bjarna á Ólafsvöllum byggja mo. „Sigurfara“, 10.31 smálest að stærð, og er Jón formaður á bátnum lengi. Seinna kaupir Sigurður Símonarson hlut Bjarna, en á hann ekki nema ár eða svo. Seinna var Sigurfarinn stækk- aður og að síðustu seldur vestur á firði. Árið 1917 kaupa þeir frá Danmörku mb. Ingólf og Kjartan Ólafsson, sem báðir voru yfir 30 tonn, sama árið kaupa þeir og mb. Heru af Garðari Gíslasyni. 1915 kaupa þeir Krosshúsið ásamt með- fylgjandi lóð, en rífa húsið og byggja upp úr því á sömu lóð íshús, og er það annað íshúsið, sem hér var reist. Suð- austanvert við húsið gerðu þeir tjörn eigi alllitla til þess að taka af ís til notk- unar við frystingu, því þá þekktust hér enn ekki vélar til slíkra hluta. Það mun hafa verið 1912, sem þeir byggðu niður við Steinsvör neðsta fiskhúsið, sem þar er og stendur enn. 1917 keyptu þeir jörð- ina Heimaskaga af Gísla Daníelssyni. í kringum húsið, sem og á Krosshússlóð- inni og á neðsta hluta túnsins gerðu þeir allmikla fiskreiti, sem notaðir voru með- an nokkuð var verkað af saltfiski. Á þessum árum höfðu þeir mikla drift og mikið í veltunni bæði hér og í Sand- gerði, þar sem þeir höfðu mikla útgerð og verzlun og viðlegu fleirri báta úr ýmsum áttum. Þegar bátarnir stækkuðu og síldveiðarnar fyrir norðurlandi komu til sögunnar fylgjast þeir líka með í þeim efnum, og hafa allmikið um sig á því sviði, en á þeim árum töpuðu þeir. Eftir að þeir hófu útgerðina í Sand- gerði skiptu þeir verkum með sér þann- ig, að Loftur var þar að lang mestu leyti og sá um þann þáttinn, en Þórður hér og sá um það, er að Akranesi sneri. Árið 1919 skiptu þeir svo eignum með sér þannig, að Loftur tók við eignunum í Sandgerði, en Þórður hér. Bátunum skiptu þeir líka á milli sín. Lengi á eftir rak Loftur verzlun og út- gerð í Sandgerði með miklum dugnaði, en síðar flutti hann útveg sinn til Kefla- víkur og Reykjavíkur, en þar hefur Loftur átt heima um langt skeið. Kona hans er Inga Ólafsdóttir ísleifssonar læknis í Þjórsártúni. Frh.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.