Akranes - 01.01.1944, Blaðsíða 4

Akranes - 01.01.1944, Blaðsíða 4
4 AKRANES gefast upp fyrr en frekari tilraun er gerð um tilverurétt þess eða tilgangsleysi. — Ákvörðun þessi byggist eingöngu á við- tökum þeim og velvilja, sem blaðið hef- ur átt að mæta yfirleitt. Þetta hefur og leitt til þess, að ég hef hugsað mér að stækka blaðið verulega. Blaðið mun a. m. k. á þessu ári halda sig við sama brot. En á þessu ári munu koma út 12 eintök á 12 síður hvert (í stað 8) eða alls 144 síður á ári. Með því ætti að vera hægt að skapa meiri fjöl- breytni 1 efni, sem ótvírætt mundi auka vinsældir blaðsins og gagnsemi, ef sæmi- lega tekst til. Vegna þessarar stækkunar verður ekki komist hjá hækkun á áskriftarverði blaðsins úr 15 kr. í 20 kr. árgangurinn. Vona ég að því verði vel tekið og stækk- rn blaðsins metin sem viðleitni í rétta átt. Vonandi til að gera það gott blað og þó batnandi. Stækkunin er m. a. gerð til þess að ekki þurfi eins og ella að miða efni þess við hug og heim Akurnesinga einna, heldur samhliða allrar þjóðar- innar. Því markmiði, sem upphaflega var sett og nú er aðeins undirstrikað með þess- um línum, er ekki hægt að ná nema með áframhaldandi velvilja og stuðningi allra vina og velunnara blaðsins.. En ég þykist mega fulltreysta þeim í þessu efni hér eftir engu síður en hingað til. Vænst þætti mér um þann stuðning, sem kæmi fram í því að útvega blaðinu nýja, góða og skilvísa kaupendur. Ef hver og einn þeirra útvegaði annan í viðbót, mundi það nægja því í bráð til fjárhagslegs framdráttar. Það virðist ekki vera mikið, en það mundi duga. Allar áætlanir vorar í sambandi við blaðið hafa enn staðið. Hið næsta sam- eiginlega átak vort og markmið er 2500 kaupendur um næstu áramót. Grund- völlurinn að þessu takmarki hefur þeg- ar verið lagður af bónda austur í Bisk- upstungum, sem bað um að láta fram- vegis senda sér 4 eintök af blaðinu. Hann sagðist borga þau, hvort sem hann seldi 3 þeirra eða ekki, hvað hann efaði þó ekki, því blaðið seldi sig sjálft. Með slíkri kaupendatölu er blaðinu fjárhagslega borgið eins og fyrr segir. Með slíkri útbreiðslu hefur blaðið skip- að sér á bekk með stærri blöðum lands- ins. Akurnesingar fyrst og fremst, — hvar sem þeir dvelja — verða því að standa sem einn maður um veg og virð- ingu blaðsins. Vér verðum í þessum efn- um sem öllum öðrum að losa oss við þá „linku“, sem getur í nokkru — sem til framfara horfir — sætt sig við að vera eftirbátar annarra. Að svo mæltu þakka ég meðeigendum mínum og samstarfsmönnum fyrir góða samvinnu, kaupendum og öllum stuðn- ingsmönnum blaðsins fyrir margháttað- an velvilja, „gull“ og greiðasemi og óska yður öllum árs og friðar á hinu nýbyrj- aða ári. Ól. B. Björnsson. Annáll Akraness 1943 Sjávarútvegur. Frá Akranesi voru gerðir út 17 bátar, einn togari og einn línuveiðari, auk þess voru gerðir út héðan 3 aðkomubátar á vetrarvertíð. Á árinu bættust tveir nýir bátar við skipastól bæjarbúa, m.b. Ás- björn eign Björns Ágústssonar, 51.53 smál. og m.s. Víðir, eign h.f. Víðis, 103 smál. 7.300 smál. nýs fiskjar voru fluttar úr bænum, (8.823 smál. í fyrra), 35 tonn soðin niður (25 í fyrra), 1.200 tonn hrað- fryst (682 tonn í fyrra), 8000 tunnur síld- ar voru frystar til beitu (7000 í fyrra) og 9200 tunnur saltaðar (6700 í fyrra). Ut- an Akranes lögðu bátar héðan upp 92180 tunnur og mál síldar (69.819 í fyrra). Síldarmjölsverksmiðjan framleiddi 317 tonn af ókaldhreinsuðu lýsi og 421,5 tonn fiskimjöls. (456 tonn í fyrra). Tog- arinn Sindri sigldi 12 ferðir til Eng- lands (5 ferðir í fyrra), en Ólafur Bjarnason 4 ferðir (4 ferðir í fyrra), auk þess sem hann stundaði síldveið- ar s. 1. sumar. Verð útfluttra fiskafurða frá Akra- nesi og verðmæti þeirra afurða, sem bátar frá Akranesi hafa lagt upp utan Akraness mun nema ca. kr. 11.000.000.00 eða kr. 5.500,00 á hvert mannsbarn í bænum. Ef útfluttningurinn væri hlut- fallslega sá sami á hvert mannsbarn í landinu næmi verð útfluttra vara kr. 660.000.000.00. Á árinu lagði bæjarsjóður kr. 175.000.- 00 framlag til hafnarsjóðs. Þetta er í fyrsta sinn sem hluti af útsvarstekjum rennur til hafnarinnar, enda hefur fjár- hag bæjarins ekki verið svo háttað á undanförnum árum að slíkt hafi verið auðið. Auðséð er, að hafnarmálin kom- ast seint í sæmilegt horf, ef tekjur hafn- arsjóðs eiga að standa undir nauðsyn- legum hafnarbótum. Eina leiðin til þess að flýta þessum framkvæmdum er sú að afla fjársins á annan hátt, svo sem gert hefur verið að þessu sinni. Vel má vera að þessi samþykkt bæjarstjórn- ar marki tímamót í hafnarmálum bæj- arins, og sá sem þetta skrifar telur hana einn merkasta viðburðinn sem gerst hefur á Akranesi s. 1. ár. Ef mjög veru- legum hluta útsvarsteknanna árið 1944 verður varið til hafnarmála og fram- hald verður á þéssum framlögum, má vera að það eigi ekki mjög langt í land að hér á Akranesi rísi a. m. k. upp full- komin bátahöfn, og öllum mun vera ljóst hverja þýðingu það hefur fyrir atvinnulíf bæjarins. Iðnaðarmál- Á sviði iðnaðarmála má telja það til stórtíðinda fyrir Akranes að Alþingi hefur heimilað stjórninni að ábyrgjast lán til þess að virkja Andakílsá eða útvega nauðsynlegt fé til þess á annan hátt. Tilboð nafa borist frá Ameríku í nauðsynlegar vélar, en útfltningsleýfi nefur ekki íengist enn, og er ekki tíma- bært að gera grein fyrir þeim mögu- leikum sem fyrir hendi eru í þessu efni. Rafmagnsmálið er þó komið á þann rekspöl, að ólíklegt er að þess verði mjög langt að bíða að framkvæmdir hefjist. Á árinu var byggður m.b. Víðir og er það stærsti báturinn, sem byggður hefur verið á Akranesi. Tala iðníyrir- tækja er sú sama og í fyrra, en greint var frá tölu þeirra í jólablaðinu í fyrra. Á árinu var byrjað á byggingu 7 í- búðarhúsa. Eigendur húsanna eru þessir: Guðmundur Jónsson, 339,5 m. i steinhús, Soffanías Sigurðsson, 483 m.i steinhús, Beinteinn Helgason, 436,62 m. steinhús. Margrét Björnsson, 659 m. steinhús, Sigurður Hallbjarnarson 609,' 58 m. steinhús, Árni Árnason, 783,0 m. steinhús,Halldór Guðmundsson, 285,6 m. steinhús. Tvö íbúðarhús voru stækk- uð verulega, auk þess sem lokið var við smíði nokkurra íbúðarhúsa, sem byrj- að var að byggja í fyrra. Lokið var við smíði Bíóhallarinnar, sem gefin var Ak- urnesingum svo sem kunnugt er. Munu menn lengi minnast þessarar einstæðu stórgjafar. Þá var lokið við byggingu bæjarhússins, sem er 1167 m., byggt fangahús, 207,55 m., byrjað á byggmgu Bjarnalaugar, 1853 m. í sambandi við Bjarnalaug lét Rauðakrossdeild Akra- ness byrja á byggingu gufubaðstofu. Byggingu sundlaugarinnar verður væntanlega lokið síðari hluta vetrar eða snemma næsta vor. Sigurður Hallbjarn- son lét á árinu reisa fiskaðgerðarhús 1155 m., byggt var viðbygging við Hó- tel Akraness og komið þar fyrir hrein- lætisherbergjum og bifreiðastöð. Eins og að framan getur hefur vinna við byggingar verið með mesta móti þetta ár. Landbúnaður. Merkasti viðburðurinn á sviði land- búnaðarins var landþurrkunin í Garða- landi, en lengd þeirra skurða sem grafn- ír voru nam ca. 4 km., en auk þess voru nokkrir eldri skurðir breikkaðir og dýpkaðir, en þetta var nauðsynlegt til þess að fá afrennsli úr skurðum þeim, sem grafnir hafa verið með skurðgröf- unni. Þá var unnið að því að jafna ruðningi með skurðum, en til þess var notuð vegýta sú, sem verkfæranefnd hefur fest kaup á, en með þessu móti voru „planeraðir" vegir um Garðaland- íð sem eru ca. 5 km. að lengd, og eruj vegir þ»;ssir nú að fullu undirbúnir tir malburðar. Þá voru byggðar nokkrar brýr yfir skurðina. Eins og nú háttar er bílfært um mestallan Garðaflóann' í þurkatíð. Með þessum framkvæmdum* er lokið þeirri þurkxm Garðalandsins. Frh. á 9. síðu.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.