Akranes - 01.02.1944, Side 4

Akranes - 01.02.1944, Side 4
16 AKRANES Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur B. Björnsson. Gjaldkeri: Óðinn Geirdal. Afgreiösla á Unnarstíg 2, Akranesi. Keimur út mánaðarlega 12 síður. Árg. 20 kr. til imjög ítarlegrar umhugsunar um efni sem þessi. Mér þætti æskilegt, ef hægt væri að koma því við, að láta allar götur, sem liggja upp bæ- inn enda á „braut“, og þær, sem liggja frá suðri til vesturs enda á „stíg“. „Gata“ finnst mér of náið danska nafninu „Gade“ og ætti því alveg að hverfa. Mér finnst núverandi veganöfn á Akranesi varla eiga tilverurétt, þar sem nöfnin munu ekki eiga neitt skylt við sögu þessa bæjar sérstak- lega og hinsvegar ósmekklegt að nota uim of sömu veganöfn og eru í Reykjavík, því að sann- arlega á okkar „ylhýra" móðurmál nægan orða- fjölda, sem binda má við sögu bæjarins sjálfs að fornu og nýju. Þetta er þegar orðið meira mál en ég ætlaðist til í fyrstu, en margs er enn ógetið, seim verð- ugt er. Eg nota um leið tækifærið til að óska öllum Akurnesingum farsældar og blessunar á hinu nýbyrjaða ári. Með kærri kveðju. — Guömundur Jónsson." Einn kaupandi skrifar úr fjarlœgð: „-----Eg er mjög þakklátur blaðinu fyrir þær tvær ágætu greinar í síðustu blöðum, „Mark- mið blaðanna" og „Verum samtaka". Það eru þarfar og snjallar hugvekjur um það, sem á og þarf að vera einasta markmið blaðanna. Mér líkar vel hugmyndin um byggðablöð. Hefur bloðið Akranes nú þegar fullkomlega sannað nauðsyn og gildi þessa; svo prýðilega sem ykk- ur hefur tekizt blaðamennskan, þess heldur sem hún er hjá ykkur í sífelldri framför. Eg er viss um eða vona, að fleiri munu á eftir fara. Það gæti gert mjög mikið gagn á marga vegu, sér- staklega ef fylgt er ykkar dæmi, að taka þessu svo föstum tökum sem þið hafið gert. Eg efast ekki um að þjóðinni er einmitt nú hin mesta nauðsyn á blaði eins og „Akranes". Blöðin eru nauðsynleg og áhrifavald þeirra er mikið. Hjá okkur eru þau ung og „ótamin" eins og þar stendur. Oft eru öfgar þeirra um of. Það liggur ef til vill ekki ljóst fyrir öllum. En ég er viss um, að byggðablöðin, ef þeim er vel stjórnað, geta unnið imeira að því en nokkurn mann grun- að, að bæta blaðakost landsins. Einmitt haft gagnger áhrif á stærri blöðin í þessa átt. Eg fagna komu hvers blaðs, þó ég sé ekki Ak- urnesingur, og vona, að þið haldið áfram, því með því vinnið þið ekki einasta Akranesi gagn, heldur þjóðinni allri----.“ Blaðið þakkar þessa hugvekju bréfritarans, um leið og það getur ekki stillt sig um að birta hana. Blaðið þakkar innilega öllum þessum mönn- uim bréf þeirra, áhuga og stuðning. Það er glæsilegt að eiga slíka starfs- og stuðningsmenn að baki „víglínunnar". Það hlýtur að gera mik- ið gagn og gefa von um sígandi sigra. Nýjársósk til blaðsins Akranes 1. 1. 1944. Akranes! Vort efl þú starf og sóma. Yfirstíg þú hverja blaða þraut. Vert þú boði vorgróðurs og blóma, vegar stja,'na æskunnar á braut Send þú gleði geisla þína öllum. Glæð þú andans þor og hugarflug. Fyll þú síður fróðleiksgreinum snjöllum. Fagra styð þú list og bróðurhug. Hallbjörn Oddsson. Blaðið þakkar þessa fögru kveðju. V estfjarðaminni Flutt á árshátíð Vestfirðingafélags Akraness 1943 Vogskorið stendur Vesturland, víst ekki byggt á lausan sand. Hrikaleg fjöll þar hefta sjá hrannir þó berji rótum á. Eins er þjóðin, sem þarna býr, þróttmikil, staðföst, trygg og skýr. Hornbjarg gnæfir mót himni þar, Hælabjarg tröllslegt ásýndar, Kögurinn sitt með kolasafn, kunnugt er flestum Straumnes nafn. Riturinn kollinn reisir hátt, roðar á Stiga í vesturátt. Göltur er hömrujm gyrtur, hár, gróður Sauðaness ekki smár, Barðinn og Skagans brimatá, brátt fáum Kóp og Tálkna að sjá. Blakkurinn sjónum birtist enn, Bjargið-Látra og Skorin senn. Núpunum undir ekki er góð ókunnum leið á þeirri slóð. Hafmeyjar þar í hörðuim dans hyggni oft reyna skipstjórans. himingnæfandi und hamravegg heldimmt þá byrgir kafaldshregg. Hafskip með vélahreyfiafl haföldu sníða breiðan skafl, aftur og fram þau fara hér fiskisæld því að mikil er. Hátign við fjalla fólk og land ferðamenn knýta vina band. — Vestfirðir jmarga vitra menn víst hafa átt og hljóta enn. Galdrarnir yfirgengu þar; galdur þess tíma menntun var. Galdurinn sinni samtíð í svipað lof hlaut og list öll ný. Sjóhetjur margar sóttu á mar sumir að lokum gistu þar; úti menn lágu löngurn þá landi og vinuim skildir frá, aldrei samt heyrðist æðruskraf ólgandi þó að bryti haf. Búhöldar eru beztu þar, búnað þeir reka’ á landi’ og mar, eftir dagsverkin oft við slátt úti þeir draga þorsk um nátt. Kvikmyndadrasli kíma að, kjósa þeir ekki að horfa á það. Eggver og steinbítsafla þá allir menn þekkja vestur frá. Fuglstekja gengur fjörugt hér, frægur sigkappi margur er. Mörgum frá sveitum imatar þar í Móðuharðindum leitað var. Ótaldar eru eyjar hvar annáluð góð til siglingar breiðfirzka skektan skrautleg mjög skreið líkast flugvél yfir lög, oft stýrði mjúk þeim meyjarhönd með þreki’ og festu’ að hetmaströnd. — Vér óskum svo af heilum hug hamingju, þrótt og nýjum dug Vesturlands allri öldnu byggð, æskunnar byggist það á tryggð, vitsmunum, menntun, verkaþrá. Vér hrópum húrra, þar upp á. H. E. O. Sarngönf'umál otf slysavarnir. í seinasta blaði var lítillega minnst á sam- göngurnar hér á milli. Þar hefur enn og veru- lega skipt um til hins lakara með strandi Lax- foss hinn 10. jan. s. 1. Þessi óhöpp og slys bera margvíslega að, á ólíklegustu stöðum og stundum, á ágætis skip- um, búnum beztu öryggistækjum, svo að segja rétt við hafnarmynnin. Því ber ekki að neita, að þarna voru menn varbúnir til björgunar. — Mjög víða úti um land munu nú vera björgun- arsveitir Slysavarnafélags íslands með sæmileg tæki til björgunar, ef slys ber að höndum. En í Reykjavík er engin slík sveit til og enginn björgunarbátur. Það hlýtur að liggja í því einu, að menn hafi trúað því, að innst inni í vogum við lokaða höfn gætu engin slík slys sem þessi orðið. Eða jafnvel þó svo bæri til, væri hægt um vik til bjargar og ekkert að óttast um mannslífin. Þetta slys hefur sannað, að ekki er lengur hægt að sofa á þessum verði. Enda hefði hið hörmulega slys við Viðey árið 1906 átt að vera mönnum nóg áminning enn í dag. Það ætti að vera leikur einn í 40 þúsund manna bæ að koma upp valinni sveit vaskra manna til björgunar. Þar sem eru yfir 100 lögregluþjónar, sem sífellt ættu að vera þar að einhverju þátt- takendur. Þar til ætti og að æfa hvern „árgang” Stýrimannaskólasveina, sem blátt áfram er það lífsnauðsyn vegna tilvonandi starfs. Annað eins hafa þá Reykvíkingar og Reykjavíkurbær gefið og gert, eins og að útvega sæmilegan björgunar- bát, sem stöðugt væri til taks, ef til þyrfti að taka. Enginn efast um að Reykvíkingar bæti hér fljótt og myndarlega úr, svo að ekki þurfi þess vegna oftar að hljótast af skömm eða skaði. Lítil hugleiðinpt Allur nirfilsháttur er leiðinlegur „löstur", og ef langt er gengið oft til skammar og skaða. Hinsvegar er það jafn heimskulegt og lastvert, að gæta einskis hófs í eyðslu og ofsóun hvers- konar verðmæta. Taumlaus eyðsla hefur nú magnazt með þjóð vorri í seinni tíð og er þar lítt hugsað um hóf. Það er næsta einkennilegt, að fólk skuli ekki nota sér svo sem verða má réttar og heilbrigðar leiðir til sparanaðar. Þetta blað gaf kaupendum sínum kost á að eignast ágæta bók með 20% afslætti. Það er vitað, að allmargir kaupendur blaðsins hafa keypt bók- ina, en aðeins örfáir hafa notað sér þann sjálf- sagða sparnað, sem hér var um að ræða. Fólk á að fara vel með fjármuni sína, án þess að vera aumingjar í hugsun. Það á ekki að spara peninga til að „grafa“ sig í þeim og grotna þar sjálfur, heldur til að auðga göfgi sína og möguleika til að láta gott af sér leiða. Afmœli Góðtemplarareglunnar í tilefni af 60 ára afmæli Góðtemplarareglunn- *r á íslandi minntist síra Þorsteinn Briem starfs- ns með snjallri ræðu í Akraneskirkju hinn 9. janúar s. 1. Það stóð líka til að stúkan íþaka úr Reykjavík kæmi hingað í heimsókn til stúkunn- ar Akurblóm hinn 12. janúar, þar sem stúkurnar héldu sameiginlegan hátíðafund. Að kvöldi þess sama dags átti og að vera fjölbreytt skemmtun fyrir almenning í Bíóhöllinni, en allt fórst þetta fyrir vegna Laxfossstrandsins og óveðursins þá dagana.

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.