Akranes - 01.02.1944, Qupperneq 5

Akranes - 01.02.1944, Qupperneq 5
akranes 17 ÓL. B. BJÖRNSSON: Þœttir úr sögu Akraness IV., 2. VERZLUNIN Frh. Þorsteinn mun á marga lund hafa ver- ið atgervismaður og ágætis drengur og kona hans sömuleiðis. Hallgrímur segir um hann: „Hann var duglegur og vænn maður, en ráðríkur." Hefur Hallgrímur þar ekki farið villur vegar og sýnilega getað unnt honum sannmælis, þrátt fyr- ir skipti þeirra, sem hér verða ekki rak- in. Hann hefur sjálfsagt verið örgeðja, kappsamur og þrár, sérstaklega með víni, en heitur og tilfinninganæmur. Hér verður fátt eitt sagt um hjálp- semi og hjartagæzku Þorsteins og þeirra hjóna, en því til sönnunar má nefna þetta: Heilan vetur gáfu þau tveimur skólabörnum frá bláfátæku barnaheimili að borða miðdagsmat- Sagt er að hjá þeim hjónum hafi fyrst sézt jólatré á Akranesi. Hef ég talað við fullorðinn mann, sem boðinn var þang- að sem barn ásamt fleirum til að taka þátt í þessari „dýrðlegu" hátíð. Þar sá hann kerti í fyrsta sinn og epli hengd á jólatré. Þetta var honum dýrðardagur og næsta nýstárlegt. Þorsteinn fór héðan eins og fyrr segir 1884, en fólk hans ekki fyrr en árið eftir. Þau fluttu til Reykjavíkur og þar dó hann 1887 eða 8, en kona hans 1918. Sá staður, þar sem fólk er fætt og uppalið, hefur undra mikið aðdráttar- afl. Yfir honum er ævintýraljómi allt lífið, jafnvel þó eitthvað skyggi á. Þessi fullorðna kona, Sigríður dóttir Þorsteins kemur hingað við og við, heldur spurn- um fyrir um Akranes og geymir vand- lega myndir og minningar þaðan. Hjá henni hangir brimmynd af Akranesi, og sólsetur við Akranes, þar sem menn eru 1 bát á lognkyrrum sjónum. Hún er fædd hér, en fór 9 ára gömul alfarin frá Akranesi. Þetta er eitt af mörgum dæm- um um að það, sem mótast í- barnssálirn- ar, heldur lengi velli. ^ntebjörn Þorvuldsson Árið 1875 kemur hingað ungur efni- legur kaupsýslumaður, Snæbjörn Þor- valdsson prests í Saurbæ. Hann byggir bæði íveru- og verzlunarhús við Lamb- . hússund, nálægt þar sem nú er Hofteig- ur- Snæbjörn var óvenjulega vel mennt- aður, því hann var stúdent úr Latínu- skólanum í Reykjavík, og hafði þar að auki „framast" við siglingu til annarra landa. Nokkrum árum síðar gerðist Böð- var bróðir hans félagi hans í verzlun- mni. Böðvar var líka betur menntaður eu þá var títt. Hafði hann líka siglt og sfundað nám á verzlunarskóla í Kaup- uiannahöfn, einnig verið einhvern tíma við verzlun í Noregi. í þessum efnum höfðu þeir því séð margt og lært hjá öðrum þjóðum, sem ekki þekktist hjá þjóð, sem hafði búið við verzlunarkúg- un í margar aldir. Líklega er það árið 1884, sem þeir bræður skilja, en Böðvar byrjar eigin verzlunarrekstur, þar sem hann rak hana æ síðan og síðar getur. Það er talið, að þessi verzlun Snæ- bjarnar hafi hér um sinn valdið allmiklu fjöri og framförum manna á meðal á ýmsan veg. Var þá t. d. fyrst farið að greiða eitthvað svolítið í penmgum, er þá var alger nýlunda. Snæbjörn hafði hér um skeið mikla verzlun, enda voru verzlanirnar ekki nema tvær fram yfir 1880. Að síðustu lenti Snæbjörn í nokkr- um vandræðum og varð að hætta. Stöf- uðu þeir erfiðleikar mest af fiskkaup- um, þar sem fiskurinn féll mikið í verði meðan skipið var á leiðinni á ákvörðun- arstað. Heyrt hef ég að allir íslendingar hafi fengið sitt hjá Snæbirni, en veit annars ekki um þessi endalok frekar- Snæbjörn hætti árið 1894, en þá keypti Thor Jensen húsin og fór að verzla þar, eins og síðar segir. En Snæbjörn keypti þá Hoffmannshús og bjó þar ásamt fjöl- skyldu sinni, þangað til hann fluttist til Reykjavíkur árið 1900, og seldi þá Vil- hjálmi bróður sínum Hoffmannshús. Snæbjörn var mikill áhugamaður um ýmsar framfarir og lagði þeim margvís- legt lið. Hann hefur vérið mikill hug- sjónamaður og góðgjarn. Hann studdi Hallgrím rækilega með skólabygging- una, orgelkaup og söngkennslu, færslu kirkjunnar hingað frá Görðum o. fl. Hann var og mikið við opinber mál rið- inn, sem ekki var að undra svo mennt- aður sem hann var og áhugasamur um félagsleg málefni. Snæbjörn var hrepps- nefndaroddviti tvisvar sinnum, í skóla- nefnd og sýslunefndarmaður í mörg ár. Kona Snæbjarnar var Guðrún Teits- dóttir. Móðir hennar var Margrét, kona Hallgríms hreppstjóra Jónssonar, en Teitur Bergmann var fyrri maður henn- ar. Teitur þessi var líka tvíkvæntur, og átti fyrr konu er Þórunn hét. Þau áttu börn saman, en meðal þeirra voru Krist- jana, kona Stefáns Bjarnasonar bónda í Hvítanesi og Guðríður, kona Guð- mundar í Lambhúsum. Þau munu hafa átt fjögur börn. Tvö þeirra misstu þau uppkomin, Margréti og Geir, en tvær dætur þeirra eru enn á lífi, þær Sigríður ekkja Þórarins B- Þorlákssonar málara og Ingileif ekkja Jóns Aðils sagnfræð- ings. Böðvar Þorvaldsson reisti íbúðarhús sitt 1880, en verzlun- arhúsið árið 1884, og byrjaði að verzla það ár fyrir eigin reikning, og hélt það út til 1932, en þá varð hann að hætta sökum sjóndepru. Böðvar hafði þarna um langa tíð umfangsmikla verzlun. — Snœbjörn Þorvaldsson. Hann verzlaði með allar venjulegar verzlunarvörur, að þeirrar tíðar hætti, og keypti allar íslenzkar afurðir, fisk, fé o. fl. Hann var og með þeim fyrstu er ráku hér þilskipaútgerð, og verður þess getið á öðrum stað. Böðvar var hygginn kaupmaður, en liðlegur maður og bóngóður, var hann ó- bágur að lána hverjum sem var, og mun sjaldnast hafa gert sér grein fyrir ríki- dæmi eða fátækt þess, sem lánið þáði. Það var ekki ótítt að einhver var að skoða vörur er hann hafði ágirnd á, en hafði ekki peninga, annað hvort með sér eða ætti þá ekki til, að Böðvar sagði: „Það gerir alls ekkert til, bara að skrifa það.“ Nutu fátækir og munaðarlausir oft þessa eiginleika Böð- vars í viðskiptunum. En sannleikurinn var sá, að allt fram um 1915 var óhætt að lána svo að segja hverjum Akurnes- ing það er hann bað um. Hygg ég, að fram að þeim tíma hafi kaupmenn hér ekki tapað neinu sem nemur á lánum, nema sérstakar ástæður lægju til. Fram að þeim tíma „óðu“ menn hér ekki í peningum fremur en annars staðar, en Guörún Teitsdóttir, Tcona Snœbjarnar.

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.