Akranes - 01.02.1944, Page 9

Akranes - 01.02.1944, Page 9
akranes 21 ANNÁLL AKPANESS Gjafir til blaðsins. Frá Guðjóni Rögnvaldssyni, Tjörn kr. 100.00. Frá Guðmundi Jónssyni, Rvík kr. 100.00. Frá frú Guðrúnu Brynjólfsdóttur, Þórshamri Rvík kr. 50.00. — Blaðið þakkar þessar gjafir inni- lega. Afmœli. Hinn 26. þ. m. verður Guðmundur Gunnars- son á Steinsstöðum 80 ára. Guðmundur er fædd- uv hér í nágrenninu og hefur alið hér aldur sinn. Flutti hér ofan í Skagann árið 1898. Hann var um tugi ára sjómaður á opnum bátum og á skútum. Guðmundur var sá fyrsti, sem fékk erfðafestusamning fyrir lóð sinni, og átti frum- kvæði í þessum efnum. Guðmundur meiddist imikið fyrir nokkrum árum, er hann varð fyrir slæmri byltu. Hann hefur liðið mikið fyrir þetta áfall, sem sjá má af því, að enn verður hann að nota af þessum sökum sterk og dýr meðul til að halda sér við. Guðmundur er greindur imað- ur, stilltur og hinn bezti drengur. Árni Magnússon, Þórshamri, varð 50 ára 13. þ. mán. Dulrænar safínir eða annar íróðleikur. Þakka J. A. söguna um „Dularfullu samkom- una í húsinu". Sagan verður einhverntíman notuð. Blaðinu væri kært að móttaka fleira af þessu tagi. Afgreiðum öll vor mál með áliuga of» einlægni. I blaðinu hafa farið fram að undanförnu um- ræður um breytingu á götunöfnum bæjarins. Umræðurnar hafa verið á einn veg. Að þessi breyting væri möguleg og æskileg. Þar sem þetta hefur á þennan veg verið allmikið rætt, vildi blaðið gefa almenningi kost á að láta í ljósi álit sitt á málinu, ef ske kynni að það gæti verið undirbúningur og leiðbeining fyrir bæjarstjórnina um afstöðu hennar til málsins, Því ef það kom í ljós t. d. að megin þorri bæj- arbúa væru á móti breytingunni, var alger ó- þarfi að taka imálið til frekari meðferðar. Ef hinsvegar meirihlutinri vildi framgang þess, var nú þegar tímabært að taka ákvarðanir um mál- ið. — Blaðið óskaði því að fram færi atkvæða- greiðsla um málið, þar sem allir kaupendur blaðsins létu í ljósi álit sitt með því að skrifa á seðil aðeins eitt orð, já eða nei, sem átti að gefa til kynna, hvort fólk vildi hafa nöfnin algerlega óbreytt, eða það óskaði skynsamlegra breytinga „að beztu manna yfirsýrí1, t. d. í átt- ina til þess sem komið hefur fram í blaðinu, að leggja til grundvallar. Blaðið vildi gera þetta svo einfalt, ódýrt og fyrirhafnarlaust fyrir fólkið sem kostur væri. Var enginn vandi eða óþægindi af þeim, annar en sá, að skrifa já eða nei á seðilinn (sem lagð- ur var til af blaðinu og fylgdi því) og láta seðilinn óutanumsleginn og ófrímerktan í póst- kassann við dyr pósthússins í miðjum bænum. Um 300 seðlar voru sendir út, en aðeins um 30 komnir til baka. Hér er á þetta minnst til að benda fólki á, hve gersamlega þessi leti, deyfð og kæruleysi fólksins er óþolandi. Það mó segja, að hér sé ekki um stórmál að ræða, til eða frá. En fólk hefur, það sem komið er, sýnt með þessu dæmalaust kæruleysi um af- greiðslu málefna bæjarins. Það er víst hér eins og annars staðar og um þetta mál sem önnur, að þau megi ekki útkljá með rólegri, skyn- samlegri yfirvegun. Heldur þurfi að uppagitera þau með öfgum og illindum, til þess nokkur trygging sé fengin fyrir hinni skaðsamlegustu lausn, ekki einasta þessa máls, sem afrgeiðslu fær, heldur frambúðar sambúð eitruð með of- stopanum, sem flýtur í kjölfarið. Góðir Akurnesingar. Við skulum reyna að taka okkur fram í þessum efnum, og forðast þær hættur, sem hér getur verið um að ræða; um eðlilega og skynsamlega afgreiðslu vorra eigin rnála, hvort sem þau eru svo mikilsverð, að þau geti valdið „aldahvörfum" um hag vorn og heill, eða þau eru aðeins leiðbeining um holla og heillavænlega afgreiðslu hinna ein- földustu mála. Um niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verður ekkert sagt í þessu blaði, í trausti þess, að fleiri sendi atkvæði sín. Haustiiíli hátanna var, sbr. desemberblað, 270,802 kg. Viðbótar- afli þeirra í desember var samt. 155,379 kg. Eða alls 426,181 kg. Afli Akranesbáta í janúar 1943 og 1944, ásamt róðrai'jölda og lifur: 1943 1944 róðrar tonn róðrar tonn lifur ltr. Alda 16 65,7 7 38,6 3421 Ármann 21 97,1 11 76,4 7530 Ásbj örn 11 66,9 6394 Björn II. 10 67,0 6440 Egill Skallagr. 23 109,1 13 93,4 9042 Fylkir 14 59,6 11 77,9 7542 Frigg 7 26,9 Gunnar Hám. 12 32,3 3 13,3 1274 Haraldur 23 96,6 7 42,1 4336 Heimir 2 7,8 680 Hermóður 20 90,0 2 12,7 1295 Hrefna 14 52,2 11 78,7 7765 Höfrungur 22 107,6 12 89,8 8500 Jakob 3 23,6 2265 Reynir 21 95,4 12 84,3 8096 Sigurfari 23 123,1 11 88,1 8345 Sjöfn 10 39,1 8 46,6 4565 Skírnir 21 88,1 12 75,8 7170 Stathav 4 19,4 1882 Stígandi 4 25,4 1990 Valur 20 82,3 1 2,8 175 Ver 21 96,2 11 78,5 7418 Víkingur 23 125,9 12 91,8 8945 Vonin 9 39,8 3650 Þorsteinn 3 20,9 1900 Ægir 22 105,7 11 75,4 7307 Jón Dan 18 74,4 1528,2 1337,2 127927 Lifuri jan. 1943 var 124572 ltr. Af þessum afla fóru 250 tonn í íshús og ca. 30 tonn í nið- ursuðu, en hitt í skip. — í þrem fyrstu róðr- unuim í febrúar var aflinn 561 tonn, af 22 bát- um. Hausnarle^t álieit. í dag kom hr. Bragi Geirdal frá Kirkjubóli í Innri-Akraneshreppi með kr. 500.00 til Sjúkra- skýlissjóðsins og lét þess getið, að gott væri að heita á sjóðinn. Færi ég honum mínar beztu þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf og árna honum og fjöl- skvldu hans alls hins bezta á nýbyrjuðu ári. Akranesi, 12. jan. 1944. F. h. Sjúraskýlissjóðsins. Petrea G. Sveinsdóttir. YERZLUNIN. Framhald af bls. 18 lenzkar afurðir, svo sem fé á fæti. Var því slátrað þar vestur frá. Verzlunarmenn hjá Thomsen voru m. a.: Hinrik Jónsson (bróðir konu Magn- úsar), Kristmann Tómásson, Hallgrímur Guðmundsson, Guðmundur bókbindari, Loftur Loftsson, Bjarni Ólafsson og Þórður Ásmundsson, hinir þrír síðast- töldu voru þá allir unglingar, Ingunn og Petrea Sveinsdætur. — Benóný Jósefs- son, faðir Hjalta og þeirra bræðra mun nokkuð hafa verið þar við pakkhússtörf- Verður um ný viðhorf að ræða í rafmagnsmálunum. Sífellt streyma fram ný og nærtæk dæmi um öld hins mikla hraða er vér lifum á. Þannig getur ýmislegt staðið bjargfast í hugum imanna í dag, sem fokið er út í veður og vind á morg- un. Fyrir fáum árum átti jafnvel fyrsta virkj- un Sogsins að nægja fyrir allt suður- og suð- vesturland. Þetta er eftir fá ár svo fjarri lagi, að Reykjavík ein og Hafnarfjörður notar þessa virkjun, og Reykjavík talar nú um stórvirkjun í allt annari átt. Fyrir fáum árum þótti sennilegast, að Akur- nesingar fengju rafimagn frá Soginu, en nú síð- ast frá Andakílsárfossum. (í 4. og 8. tbl. fyrra árg. má sjá ítarlegar greinar um viðhorfið til þessa máls.) Akurnesingar verða sífellt að vera vakandi fyrir hverri hreyfingu í þessu mikla máli, og má ekkert tækifæri láta sér úr greip- um ganga til þess að flýta sigri þeirra fram- kvæmda sem færir því nægjanlegt rafmagn með samkepnisfæru verði. Ef Reykjavíkurbær skyldi nú hefja virkjun- arframkvæmdir í Botnsá í Hvalfirði, er hér um breytt viðhorf að ræða, sem gefur fullkomið tilefni til þess að vér fylgjumst vel með. Nú fer fram ítarleg rannsókn í þessum efnum, og verð- ur þeim ef til vill lokið á næsta vori. Fylgjumst vel með. Til Bjarnalaugur. Frá Adda og Rúnu 200 kr. Þórði Sigurðssyni Tungu 200 kr. Ingólfi Jónssyni 200 kr. Þorsteini Briam 200 kr. og Arnmundi Gíslasyni 250 kr. Þakkir. — Níels Kristmannsson. Ui* Styrktarsjóði Ingibjargar og Ólafs Finsen, var úthlutað í annað sinn nú fyrir jólin. Það voru 200 kr. til Guðjóns Guðmundssonar og Guðnýjar Jónsdóttur, sem bæði hafa lengi átt við mikla vanheilsu að búa. Bæjarbúar ættu að muna eftir að styrkja sjóðinn með gjöfum og áheitum, til þess hann geti þess betur og meir hjálpað þeim sem eru hjálparþurfi. Gjaldkeri sjóðsins er Ólafur Finsen fyrv. héraðslæknir. Til kaupenda. Það væri blaðinu mikið hagræði og mjög vel þegið, ef kaupendur úti á iandi vildu gera svo vel og senda því áskriftargjaldið við þóknan- legt tækifæri, án beinnar innheimtu. Því þótt gerð sé tilraun um innheimtu með póstkröfu, er oft langt á póststað; menn ekki heima og þvi uim líkt. I þeim tilfellum er því aðeins um kostnað og fyrirhöfn að ræða. Bæjarstjórínn Arnljótur Guömundsson hefur legið á spítala í Reykjavík frá því í desember. Aðgerðin (á fæti) mun hafa tekist vel, og mun hann nú væntanlegur heim bráðlega.

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.