Akranes - 01.06.1944, Qupperneq 6
66
AKRANES
Húsið í Görðum.
Byggt 1876—1881 af sr. Jóni Benediktssyni, þá
verandi presti þar. — Það er fyrsta steinsteypu-
hús á landinu. Húsið stendur enn, en er nú
notað sem líkhús.
gæfist kostur á frjálst og óþvingað að fylgjast
með þingmönnum, og hverju máli, sem þarna
kæmi fram eða væri þar til lykta leitt. Hann
hefur talið, að þann veg væri heiður stofnunar-
innar og framtíð bezt tryggð.
Næst á eftir kvöddu sér hljóðs kandidat Jón
Sigurðsson og Eyjólfur hreppstjóri Einarsson,
sem sögðust bera fram bænarskrá um þetta
efni, sem sr. Hannes talaði um.
Þá tók til máls forseti, sem þá var Bjarni
Thorsteinsson konferensráð, og sagðist svo:
„Sagði það sjálfsagt að eftir löggjöfinni væri
ekki faranda fram á, að hafa þingdyrnar opnar
í þetta sinn, en vildi þingið fara þess á flot,
yrði það að vera í venjulegu bænarskrárformi,
og vildi hann ekki farið væri lengra fram á
þetta mál.“ Um þetta mál urðu þegar allmikl-
ar umræður milli konungsfulltrúa, stiftamt-
manns Bardenfleths og forsetans annars vegar,
og Jóns Sigurðssonar og sr. Hannesar hins veg-
ar. Þar upplýsir konungsfulltrúi, að Hróars-
kelduþing hafi ekki verið háð opið, og sé ekki
gert hér ráð fyrir því. Hann segir m. a. svo í
ræðu sinni: „Ég verð að biðja menn að hyggja
að því, að enn sem komið er, eins og rnálið er
vaxið, þá verður einungis spurt um vilja vors
einvaldskonungs, en ekki um hitt, að beita móti
alkunnum konungsvilja þjóðarinnar vilja."
Þessari ræðu svaraði Jón Sigurðsson. Næstur
honum talaði Jón Johnsen, assesor í yfirréttin-
um, sem þá var þingmaður fyrir Árnessýslu.
Hann talaði á móti uppástungu sr. Hannesar
um að þingið yrði haldið í heyranda hljóði.
Þar næst stendur svo í þingtíðindunum:
„Prófasturinn séra Hannes Stephensen ætlaði
að andsvara því, er asessor Johnsen hafði mælt
móti meðferð málsins, og þá mælti forseti, að
hann yrði að álíta þetta málefni nú til lykta
leitt, og sagði fundinum slitið."
Forseti skar sem sagt niður umræður og sleit
fundi. Þjónar og leppar konungsvaldsins hafa
lengi steininn klappað með þjóð vorri fyrr og
síðar. Það er ekki von að slíkt væri horfið á
fyrsta fundi hins nýendurreista alþingis. Sem
betur fer höfum vér á öllum öldum átt menn,
sem þorðu að halda fram kröfum og rétti þjóð-
arinnar og bjóða „valdinu" byrginn. Við minn-
umst þess því með gleði og þakklæti á þessum
tímamótum í sögu staðarins og sögu þjóðarinn-
ar, að það skyldi vera Akurnesingur, fyrsti
þingmaður Borgfirðinga eftir að alþingi var
endurreist, sem hafði svo ríka tilfinningu fyrir
réttindum þjóðar sinnar og hikaði ekki við að
brjóta þar í bág við áform konungsvaldsins og
þjóna þess.
Á þessum árum, 1820—1840, var hér á Skaga
rnjög léleg bygging og enda fram yfir 1870,
þegar bygging timburhúsanna og steinbæjanna
hefst. Þetta voru eintómir moldarkofar. Und-
antekning frá þessu var þó á Ytra-Hólmi hjá
sr. Hannesi, sem rétt eftir 1830 „húsaði for-
kunnar vel“, eins og myndin sýnir, sem birtist
hér á öðrum stað í blaðinu.
Um 1830 eru orðnir 114 menn á Skaga. Þá
eiga Akurnesingar sjálfir 17 skip og báta. Þá
var öll verzlun við kaupmenn í Reykjavík, og
áttu þeir hér tvö salthús. Þar létu þeir úti svo-
lítið af salti á vertíðum og keyptu blautan fisk
fyrir brauð, tóbak og brennivín. — Það er fyrr
og seinna haldið í horfinu um tóbak og brenni-
vín í þessu landi. —
Árið 1840 voru þetta efstu bæir á Skaga:
ívarshús, Geirmundarbær og Nýlenda á suður-
Skaganum. Bakki og Litlibær á Vestur-Skag-
anum, og svo þar næst Nýibær. Á Grund og í
Sandabæ var fyrst byggt 1841. Þá var sem sagt
meginið af Skaganum óræktað og óbyggt.
Það rofar til
Á árunum 1840—1860 batnar hagur manna
nokkuð og eru hér á þessu tímabili nokkrir
dugnaðarmenn. Meðal þeirra má nefna: Halldór
Halldórsson á Grund (föður Gunnhildar ljós-
móður), sem var mikill jarðræktarmaður, og
átti nú orðið margar jarðir hér. Jón Arason á
Miðteig, Tómás Zoega, Einar Þorvarðsson, mað-
Hallgrímur Jónsson Miðteig.
Hreppstjóri 1864.
ur Gunnhildar, Magnús Sigurðsson i Lambhús-
um, Níels í Lambhúsum og Magnús á Traðar-
bakka, synir hans. Sigurður Lynge á Háteig,
Bjarni Brynjólfsson á Kjaransstöðum o. fl.
Þegar hagur Akurnesinga batnar, og útgerðin
eykst, fara „fastakaupmenn" úr Reykjavík að
gefa því meiri og meiri gaum og sigla þangað
meira. Þótti þá Krossvík „óróleg". Er þá farið
að gefa Sundinu gætur, vegna þess að þar þótti
meira hlé. Hinn 20. júní 1859 lóðsaði Tómas
Zoega þangað tvö kaupskip á sama flóði í fyrsta
sinn. „Það þótti þá nokkuð djarft, en lukkaðist
vel,“ segir Hallgrímur.
Um þessar mundir, eða 1854, kemur hingað sá
maðurinn, sem bar hér um langt skeið höfuð
og herðar yfir almenning og átti hér hinn mesta
þátt í öllum framförum og menningu, en það
var Hallgrímur Jónsson á Miðteig, sem hér
hefur verið vitnað til, og var hér hreppstjóri
um langa tíð og þingmaður Borgfirðinga um
nokkur ár.
Á áratugnum 1860—70 batnar enn og veru-
lega hagur manna, og margt færist í betra horf.
Á þessum áratug kepptust menn um að eignast
býli sitt og bát, varð það einmitt svo á þessum
árum, að hver eignaðist ábýli sitt sjálfur. Um
þennan áratug segir Hallgrímur hreppstjóri
svo: „Og mun á þessu tímabili Skagamönnum
hafa liðið bezt, jafnvel þó framfarirnar sæjust
meira seinna. Þá voru skip og bátar orðin 69,
kýr 25, kindur ekki nema 24, en það gerðu
kláðaárin, hross voru 46, og allt þetta innan-
bæjareign, já, og nokkrar jarðir í öðrum sveit-
um-------“.
Þá voru hér m. a. þessir nafnkenndir dugnað-
armenn: Bræðurnir Sigurður, Erlendur og
Tómás Erlendssynir, Jón Ásbjörnsson, Hall-
grímur Jónsson, Þorsteinn Sveinsson, Guðmund-
ur Guðmundsson, Halldór Einarsson, Magnús
Deild.
Áður nokkur hluti af þvottahúsi í sambandi við
niðursuðuverksmiðju Ritchie, sem byggð var
1863. Breytt í íbúðarhús af Guðmundi í Deild,
sem þar bjó lengi.
Jörgenson, Jón Pálsson, Gísli Einarsson, Magn-
ús Vigfússon, Árni Vigfússon, Helgi Guðmunds-
son, Ólafur Bjarnason, Guðmundur Ólafsson,
Ásmundur Þórðarson, Árni Magnússon o. fl.
Árið 1863 er merkilegt í sögu Akraness, því
að það ár er sett hér á fót líklega hin fyrsta
niðursuðuverksmiðja á þessu landi. Það gerði
skozkur maður, Ritchie að nafni. Mun hann
hafa starfrækt verksmiðjuna til ársins 1874. —
Hann var hér aðeins á sumrin. Hann sauð þarna
niður fisk, lax og kjöt. Ritchie var hinn reglu-
samasti maður og bezti drengur.
Árið, sem minnast skal
Ársins 1864 erum við þó alveg sérstaklega að
minnast í ár, í tilefni af því að hinn 16. júní eru
liðin 80 ár síðan löggiltur var verzlunarstaður
á Akranesi, eins og áður segir.
Frá þeim tíma má sérstaklega og alveg ótví-
rætt rekja stöðugan vöxt og þróun Akraness.
Það má segja, að ekki hafi verið genginn „ber-
serksgangur" í neinum efnum, enda er sagt, að
sígandi lukka sé bezt. Um aðdraganda þessar-
ar skipunar og um verzlunina sjálfa hefur nú
um stund verið ritað nokkuð í þetta blað, og
vísast því til þess um það efni.
Þrátt fyrir þessa tilskipun um verzlunina,
kemst ekki fastaverzlun á hér á Akranesi fyrr
en 1872, er Þorsteinn kaupmaður Guðmunds-
son setur sig hér niður og byggir sitt myndar-
lega verzlunarhús fyrir vestan Bakka. Hinsveg-
ar juku kaupmenn úr Reykjavík verzlun sína
hér með því að sigla hingað, eins og fyrr segir,
og varð að því mikil bót.
Nú skulurn við snöggvast líta til ársins, sem
hér er verið að minnast, 1864, og sjá hvernig
hér er þá umhorfs. Enginn mynd er til af Akra-
nesi frá þessum tíma, önnur en sú, sem hægt
er að skapa í hugum lesendanna með orðum
einum.
Akranes eða Skipaskagi var þá að mestu ó-
ræktaður lítt byggður tangi. íbúarnir voru þá
orðnir yfir 300, og allmikill útvegur í eigu Ak-
urnesinga sjálfra, miðað við það, sem áður var,
þó að á öllum öldum hafi verið hér mikið út-
ræði úr ölluim áttum.
Kartöflurækt var þegar orðin nokkur, sáð í
5900 ferfaðma lands.
En hér var þá næsta lítið um „heimsins lysti-
semdir" eða nokkurs konar þægindi, sem fólki
finnst nú ekki vera hægt að lifa án.
Þá var enn kirkja í Görðum, og sótt þangað.
Þá var enginn barnaskóli og ekkert samkomu-
hús. Engar skemmtanir, nema bændaglíma á
Grenjunum við og við. Oft mun og hafa verið
haldin þar brenna á þrettándanum.
Hér voru þá enn eintómir torfbæir og flestir
litlir. Fyrsta timburhúsið byggði Hallgrímur
hreppstjóri í Guðrúnarkoti 1871. Eftir það fjölg-
ar þeim og byggingar fara að batna.
Þá eru hér eingöngu opin skip. Fyrsti dekk-
bátur kemur 1872. Þá er hér engin bryggja.