Akranes - 01.09.1944, Page 2

Akranes - 01.09.1944, Page 2
110 AKRANES Frú Helga Guðbrandsdóttir Minningarorð s5®®53®8®®*®5* nefnd bæjarins sendi bæjarstjórninni hinn 16. marz s. 1. Það er allmikið rit, í stóru broti, 30 prentaðar síður að stærð. Þar cx drepið á viðhorf bæjarins gag~- vart framtíð og framleiðslu, bent á ýmsa galla nú og bent á nokkur ný úrræði, sem að gagni mættu koma -'g viðráðan- leg væru og auðgert að leysa. Auk þessa álits hefur þescsi sama nefnd nú komið fram með nýja tillögu — og sent hana bæjarstjórn — um byggingu tveggja fiskiskipa — hér á staðnum. — Akraneskaupstaður pantaði á sínum tíma 10 Svíþjóðarbáta, til handa þeim einstaklingum hér, sem eignast vildu þessar fleytur. Þegar nú kunnar urðu endanlegar niðurstöður þessara tilboða, þóttu þau að ýmsu leyti óaðgengileg og ýmsu ábótavant. M. a. að semja nú um hæsta stríðsverð, en bíða þó eftir af- hendingu skipanna allt að 19 mánuði. Af þessum orsökum fannst bæjárstjórninni alveg fráleitt að gera þessi kaup eða hvetja til þess, og afsalaði sér allri þátt- töku um þessi kaup. Hér voru 15 ein- staklingar búnir að telja sig líklega til bátakaupa, en enginn þeirra vildi held- ur sinna þessum kaupum. Okkur hér vantar stórlega ný skip, bæði til aukningar og endurnýjunar. Þar sem svo var háttað, sem sagt var um Sví- þjóðarbátana, fannst atvinnumálanefnd mjög svo nauðsynlegt að fram færi gagngerð athugun á því, hvort ekki væri rétt og skynsamlegt að hefjast hér nú þegar handa um byggingu tveggja báta, 50—60 tonn að stærð. Að því litla leyti sem nefndin hefur athugað þetta mál, sýnist skynsamlegt að kaupa nú þegar allt efni í byrðing skipanna, semja um vinnu og byrja bygginguna, en láta svo — til að byrja með — allt annað bíða, að því er kaup og ákvörðun snertir, þar til frekar verður séð um endalok stríðsins. Þetta er mergur þeirra tillagna, sem nefndin gerði til bæjarstjórnarinnar. — Var þeim vel tekið og vísað til bæjar- ráðs, sem vonandi athugar þetta mál sem fyrst og afgreiðir á þann hátt sem bezt hentar. Vér megum ekki sofa. Ekki veitir af að nota tímann, því margt er enn ógert af því, sem gera þarf og gera skal. Aðal- atriðið er alltaf, að allir standi einhuga saman um framkvæmd og lausn hvers máls, sem framtak er í og til heilla horf- ir fyrir bæ vorn og byggð. Vér verðum að hætta að gera tilraunir til að „fleyga“ hvert mál, togast á um þau eða leggja „Lokaráð“ á leið þeirra. Nefndarálit það, sem hér var minnst á, ættu sem flestir að lesa. í því eru marg- ar merkilegar tillögur og bendingar. — Það fæst í Bókabúðinni og kostar 5 kr. H ER B E R G I óskast til leigu nú þegar. — Upplýs- ingár gcfur ritstjóri blaðsins. Hún andaðist hér á sínu gamla og góða heimili hinn 11. septemeber s. 1. nær 85 ára að aldri. Alla þessa löngu ævi hafði hún verið heilsugóð, að undanteknu þessu síðasta ári. Allt fram á síðustu stund hafði hún ráð og rænu, en þessa síðustu mánuði, er heilsan var farin að láta ásjá, var hún umvafin umhyggju ástríkrar dóttur sinnar, Valdísar, sem aldrei hefur yfir- gefið þetta indæla heimili, nema um stundar sakir, — til náms eða dvalar er- lendis. — Kunnugir vissu, að þær voru samrýndar, og það sást bezt hina síð- ustu mánuði í alúð þeirri og umhyggju, er dóttirin sýndi móður sinni, er hún þurfti þess mest með. Frú Helga var fædd að Kaldrananesi í Strandasýslu 20. september 1859, og vantaði því aðeins 9 daga í 85 ár, er hún lézt. Foreldrar hennar voru Guðbrandur Sturlaugsson, Einarssonar í Rauðseyjum á Breiðafirði Ólafssonar. Móðir frú Iiclgu og kona Guðbrandar var Sigríður Guðmundsdóttir, Arasonar bónda á Reykhólum. Þegar frú Helga var á 5. ári fluttist hún með foreldrum sínum að Hvítadal í Saurbæ í Dalasýslu. Var Guðbrandur bóndi víst lengst af kenndur við Hvíta- dal. Þau Guðbrandur og kona hans áttu margt barna; meðal þeirra var Margrét, móðir læknisins alkunna í Vesturheimi, Dr. Brandson, og Þórunn, sem giftist norskum skipstjóra, Hansen að nafni. Þau bjuggu í Bergen. í Saurbænum er allt grasi vafið og virðist vera búsældarlegt með afbrigð- um. Dettur manni ósjálfrátt í hug, að um þá sveit eigi það fremur við en ýms- ar aðrar, að „þar drjúpi smjör af hverju strái“. A þessu heimili í Saurbænum ólst frú Helga upp og dvaldi til 18 ára aldurs, en þá fór hún til Reykjavíkur, til náms í Kvennaskólanum. í Reykjavík lærði hún og matreiðslu, saum o. fl. Veturinn áður en hún giftist dvaldi hún í Saurbæ á I-Ivalfjaröarstr. hjá tengdaforeldrunum.

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.