Akranes - 01.09.1944, Side 3

Akranes - 01.09.1944, Side 3
AKRANES 111 í æsku sinni vandist frú Helga öllum venjulegum störfum á stóru sveitaheim- ili, kom það sér vel fyrir hana síðar, svo mikið sem hún hér í kaupstaðnum fékkst við búskap lengst af. Af því, hvernig henni fórst það úr hendi, mátti sjá, að hún hefur snemma aflað sér stað- góðrar þekkingar í þeim efnum og haft hæfileika til að notfæra sér hana við gagnólík skilyrði og að sumu leyti í ann- ari mynd en hún átti að venjast vestra í æsku sinni. Hinn 2. október 1880 giftist frú Helga manni sínum, Böðvari Þorvaldssyni prests frá Saurbæ, Böðvarssonar, Þor- valdssonar sálmaskálds. Fluttu þau sig þegar hingað á Akranes, þar sem þau dvöldu bæði alla ævi síðan (Böðvar and- aðist 24. 12. 1933). Einmitt þetta sama ár, 1880, byggði Böðvar hið gamla íbúð- arhús þeirra, sem enn stendur. (Síðar var það lengt nokkuð til vesturs). Böðvar fór úr föðurgarði á 15. ári til verzlunarnáms í Reykjavík hjá Sívert- sen kaupmanni. Hugur hans któð til frekara náms, og fór hann því til verzl- unarskólanáms í Kaupmannahöfn. Við eitthvert nám og verzlunarstörf var hann og í Noregi. Af því sem áður er sagt má sjá, að Böðvar var óvenjulega vel menntaður í þeirri grein, er hann gerði að lífsstarfi sínu. Hafa þau hjón því bæði undirbúið sig vel undir lífs- starfið. Bæði voru þau óvenjulega myndarleg. Kom það líka fljótt í ljós, að hér höfðu tvær samhentar persónur reist bú, sem æ síðan bar á sér snilldar- brag. ; Frá lífsstarfi Böðvars hefur áður ver- ið nokkuð sagt hér í blaðinu og skal því ekki rakið hér frekar. Aðeins skal þess getið, að hann hafði fljótlega hér um- fangsmikla verzlun og útgerð, bæði á opnum skipum og dekkskipum og auk þess stórbú eftir því sem hér gerðist. Þessi unga kona færðist því ekki lítið í fang, að annast búsýslu á slíku heimili, þar sem búið var stórt til sjós og lands. Margt útgerðarmanna og vinnufólks, auk barnanna, sem urðu 10 að tölu. Þá er enn ótalinn sá þáttur þessa heimilis, er sneri að gestum og gangandi. Þar komu margir útlendir og innlendir, yfir- menn og undirgefnir. Einhverju sinni komu hér 8 Fransmenn sjóhraktir, vest- an af Mýrum. Allir sváfu þeir í borð- stofunni í Böðvarshúsi. Voru bæði hjón- in afburða gestrisin, veitul og skemmti- ieg og kunnu að taka þannig á móti gestum sínum að þeir undu þar vel og voru minnugir þeirrar dvalar. Þrátt fyr- ir allar þessar annir og umsýslu á svo stóru heimili, virtist allt ganga svo ró- lega fyrir sig. Liggja þar fyrst og fremst til þær orsakir hve hjónin voru sam- kent um allt utan heimilis og innan, og hve vel þau voru starfi sínu vaxin hvort fyrir sig. Um hjónaband þeirra hjóna er ekkert ofsagt, að það gæti ekki betra verið. Iiygg ég, að þar hafi aldrei sleg- ið skugga á. Þau voru alla ævi í tilhuga- lífi. Hrifning þeirra var víst alveg gagn- kvæm hvort fyrir öðru. Þó fannst mér ef segja má það um nokkurn mann, að Böðvar hafi tilbeðið konu sína. Eins og áður er sagt, eignuðust þau hjón 10 börn. Hin fjögur fyrstu misstu þau öll á unga aldri, þrjú þeirra með fárra vikna millibili, svo og hinn mesta efnismann 22 ára að aldri, Þorvald Björn að nafni. í veikindum þessara barna, kom það glögglega í ljós, hve frú Helga var næm og natin við hjúkrunarstörf og bar gott slcyn á þá hluti. Auk þeirra barna, sem áður eru nefnd eru þessi, sem öll eru á lífi: Valdís, sem fyrr var getið, póst- og símastöðvarstjóri á Akranesi. Haraldur, útgerðarmaður á Akranesi, kvæntur Ingunni Sveinsdóttur hrepp- stjóra Guðmundssonar. Axel, bankaritari í Útvegsbankanum, kvæntur Margréti Steindórsdóttur. Leifur, skipamiðlari í Reykjavík, kvæntur Þuríði Kjaran. Elinborg, gift Einari E. Kvaran, aðal- bókara Útvegsbanka íslands. Auk þess ólu þau upp frá 10 ára aldri Georg heit. Georgsson lækni, og kost- uðu hann að nokkru til náms. Fleiri börn ólu þau upp að nokkru leyti. Frú Helga gaf sig lítt að opinberum störfum eða félagsmálum yfirleitt. Var það heldur ekki von, þegar þess er gætt, hve mörgu var að sinna á þessu annríka og umfangsmikla heimili. Því auk þess, sem áður er sagt, og hægt er að geta sér til um störf á sliku heimili, var þar líka framan af „unnin ull í fat“, saumað og hvað eina. Þau hjón voru óvenjulega hjúasæl og þóttu góðir húsbændur. Munu þau kynni hafa í flestum tilfellum haldist. Greið- vikin voru þau og hjálpsöm. Dró þar hvorugt úr, enda nutu þess margir, þeir er við þurftu. Á þessu heimili var ekki alltaf um efni að ræða. Þar var heldur aldrei að ræða um hóflausan íburð eða nokkurs- konar prjál, heldur þrifnað, nettleik og smekkvísi, svo að allt var í rauninni glæsilegt. Hvort sem reksturinn gekk vel eða illa, var vel á öllu haldið, en ekki lagt í hégómlegt tildur fyrir þau sjálf eða skyldulið þeirra. Börnin voru vanin við, alla venjulega vinnu, sem fyrir kom á heimilinu í æsku; en var þegar þau höfðu aldur til gefinn kostur á menntun þeirri, er hugur hvers stóð til. Notuðu þau það öll að einhverju leyti, sitt á hvern veg. Frú Helga var vel að sér og margt til lista lagt. Hún var traust og trygglynd þeim er hún þekkti og til hennar þurftu að leita. Hún var í heild sinni fyrir- myndarkona, sem hér mun lengi verða minnst, því að slík heimili, sem hér hef- ur verið lýst, eru hverju bæjarfélagi mikils virði, og þá þjóðinni 1 heild. Ó. B. B. SAGNAÞÆTTIR Burtför Sveins frá Búðum. í 3. tbl. þessa árs er í verzlunarþætt- inurn nokkuð sagt frá Sveini kaupmanni Guðmundssyni frá Búðum og konu hans. Því miður hafði ég heimildir af mjög skornum skammti, til þess að gera þeim hjónum þau stil, er ég feginn hefði viljað. Sveinn hefur verið mætur maður og mikilhæfur á marga lund, eins og bent er á í áminnstri grein. Að hann hafi ver- ið vel liðinn og eftirsjá þótt að honum, þegar hann fór frá Búðum, sýnir eftir- farandi saga ljóslega. Þau fluttust það- an til Reykjavíkur árið 1876. Þessi saga bendir og fullkomlega til þess, að það hafi ekki verið sársauka- laust fyrir Svein að skilja við Búðir, — þar sem hann var borinn og barnfædd- ur. — Það er og sagt, að fólkið á Búð- um hafi verið mjög hnípið þennan dag. Það, sem hér er sagt, er haft eftir Einari Þorkelssyni, fyrrverandi skrif- stofustjóra Alþingis. En heimildarmenn hans voru síra Þorkell Eyjólfsson prest- ur á Staðastað, — en hann var staddur á Búðum þennan dag. — Guðlaugur Grímsson frá Gjótu og Elinóra Jónsdótt- ir, borin og barnfædd á Búðum, greind kona og minnug. Þau Guðlaugur og El- inóra voru bæði á Búðum þennan um- rædda dag, og vissu bæði af eigin sjón og raun hvað fram fór. Guðlaugur þessi var dóttur-dóttur- sonur Skúla fógeta, góður maður og gegn, greindur, sannorður og minnug- ur. Hann bar það greinilega með sér, að hann var kominn af mikilhæfu fólki. Guðlaugur var sjómaður, en ekki sæk- inn, því hann var úrtölusamur og gerði venjulega meira en minna úr illu útliti, ef um róðra var að ræða. En alveg gagn- stætt dugði hann allra manna bezt í orðum og athöfnum, þegar á sjóinn var komið og vont var. Þá var hann tveggja manna maki að hverju sem hann gekk. Um þetta leyti var á Búðum járn- smiður nokkur, að nafni Jóhann Dags- son. Jóhann var gífuryrtur, en orðhag- ur og hvatger um flest. Sveinn fékk dekkskip til þessa flutn- ings. Skipið var hlaðið inn við Búðaós, þar sem venja var að ferma skip og af- ferma, önnur en þau sem fóru í ósinn. Þegar allt var ferðbúið, gengu þau hjónin, Sveinn og Kristín, kona hans, ásamt dætrum þeirra, Sigríði og Stein- unni, í kirkjugarðinn, að legsteini yfir foreldrum Sveins, þeim Steinunni Sveinsdóttur og Guðmundi Guðmund- sen. Þaðan gengu þau svo eftir túninu — þar sem lægst var — til skips og voru mjög drúpandi. Guðlaugur og Elinóra voru eins og fleira fólk á staðnum að horfa á eftir skipinu, sem bar þetta fólk burt frá Búðum. Kemur þar til þeirra Jóhánn

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.