Akranes - 01.09.1944, Page 6
114
AKRANES
ísland þáittakandi í allieimsráðstefnum
Magnús Sigurðsson bankastjóri Landsbanka íslands og formaður sendinefnd-
ar íslands á fjármálaráðstefnu hinna sameinuðu þjóða, er hér að tala við einka-
ritara sinn, ungfrú Mörtu Thors.
Ráðstefnan var haldin í Bretton Woods, í norðaustur hluta fylkisins New
Hampsihre, og hófst 1. júlí 1944, með þátttöku 44 Bandamanna-þjóða.
Þær voru boðaðar á ráðs'tefnuna af forseta Bandaríkjanna F. D. Roosevelt,
til þess að ræða um eða grundvalla fjáúiagslegt öryggi þessara þjóða sem og
alþjóðaviðskipta eftir stríð og fjárhagslegt samstarf í framtíðinni.
Aðalumræðurnar snerust um fyrirœtlanir hvað snertir alþjóðabanka, framlag
til endurreisnarinnar og eðillegrar þró anar viðskipta þjóða í milli.
V orvísur
Kvæði það, sem hér birtist, er eftir Ingivald
Nikulásson frá Bíldudal. Hann er rnjög vel
greindur maður og hinn mesti „grúskari". —
Hann skrifar afbragðshönd, teiknar ljómandi
vel, með mikilli nákvæmni, og ber skyn á
marga hluti, þó algerlega sé hann óskólageng-
inn. Hann er vel hagmæltur, svo sem eftirfar-
andi kvæði ber vitni um. Ingivaldur hefur
safnað óhemju af fróðleik, sem hann á í hand-
ritum, en aðeins örlítið hefur birzt á prenti. Ef
til vill verður síðar hér í blaðinu birt eitthvað
fleira frá hans hendi.
Ekki hafði ég heyrt þessa manns getið, fyrr
en ég kom nýlega á Bíldudal. Gerði ég því til-
raun til að ná tali af Ingivaldi, hvað og tókst.
Þótti mér enn vænna um þetta, er við höfðum
talast skamma stund við; en þá komst ég að því,
að Jóhanna Jónsdóttir á Litlateig (Jóka, sem
dálítið er skrifað um x jólablaði „Akarness"
1942) var ömmusystir þessa Ingivalds Nikulás-
sonar. Hér koma svo vorvísur Ingivalds:
Andar blíðvakinn blærinn
yfir brekkur og grund.
Varpar sólstöfum særinn.
Nú er sumar í mund:
Þögnuð beljandi brimin,
komin blómin í tún.
Ljómar heiðfagur himinn
yfir háfjalla brún.
Hýr á heiðbjörtum kvöldum
sveipuð hafskýja glóð
vakir eygló á öldum
yfir útnorður-slóð.
Þá und Víðbláins vangi
hverfa vámyrkrin svört.
Ægis fögru í fangi
roðnar Fjallkonan björt.
Bæði aldnir og ungir
þrá og elska þig, vor.
Mildast mótstraumar þungir
hvar sem markar þú spor.
Börnum klakans og kífsins
ljærðu krafta og skjól.
Þú ert ljósheimur lífsins
krýndur ljómandi sól.
Mun þá enginn konuna lengur?
„— móðir kona meyja, meðtak lof og prís —“
Þetta alkunna ávarp Matthíasar virðist ekki
hafa verið ofarlega í hugum karlmannanna á
einni mestu fagnaðar- og þakkarstund íslenzku
þjóðarinnar, 17. júní s. 1. Var engri konu boðið
að koma fram? Var þeim meinað að koma þar
íram?
Þrátt fyrir þessi leiðinlegu mistök, hóf kona
upp rödd sína á hinum sögufræga stað. Það var
einmitt kona, sem fegurst kvað um landið og
þjóðina á þessari miklu hátíð. Karlmennirnir
gleymdu konunni, en hún gleymdi ekki þraut-
um þjóðarinnar og sigrum, vonum hennar og
framtíðardraumum, né heldur lét hún fara fram
hjá sér mestu hátíðaaugnablik þjóðar sinnar.
íslenzka konan má aldrei, — skal aldrei —
gleyma sínu hlutverki. En það minnsta, sem
við karlmennirnir getum gert, er að viðurkenna
starf þeirra og stríð fyrir þjóð okkar, — sem
sízt er minna virði en karlmannanna. —
Man þá enginn lcngur að hún hefur verið
„ljós í þúsund ár“. Að hún hefur þerrað tárin,
þegar eymdin og niðurlægingin var mest. Að
hún hefur fyrr og seinna talaö kjark í margan
karlmanninn, þegar hann ætlaði að kikna und-
ir ofurþunga erfiðleikanna. Að hún hefur kom-
ið karlmönnunum „til manns“ og kennt þeim
„hið helga og háa“.
Minnist þess allur landslýður, að ef konan
hættir þessu óviðjafnanlega starfi, sem hún hef-
us ræltt- -um -aidir,- -þ'eim sjálfum tll Varanlcgs
heiðurs, þroska og giftu þjóðarinnar. Ef megin
kostir góðrar konu fá ekki áfram að njóta sín
í lífi þjóðarinnar, er engin vissa fyrir því að
þjóðin þoli „meðlæti" á komandi tíð til jafns
við þrautir og þjáningar hins liðna.
Munið, að heimilið er „haldreipið“ og að kon-
an er höfuðdjásn og prýði heimilisins.
Símon síyrkjandi
Nýlega hefur verið minnst 100 ára afmælis
Símonar Dalaskálds, og mun vera í ráði að
gefa út ævisögu nans og það sem til er eða vit-
að um skáldskap hans. Símoni var svo létt um
að yrkja, og gerði svo mikið að því að kasta
fram stökum, að víða og lengi má leita að og
finna þær. Hér á Akranesi sem annars staðar
gerði hann feiknin öll af vísum. Meðal þeirra
eru þær, sem hér fara á eftir. Þessa formanna-
vísu gerði hann um Kristján heitinn á Sól-
mundarhöfða:
Lætur skunda Kristján knár
kembings fram á heiði.
Heppinn undra álmabur
úr Sólmundarhöfðavör.
Eitt sinn var Símon staddur í Elínarhöfða.
Kemur þá í baðstofuna ung og lagleg stúlka.
Hann spyr strax um heiti og hvaðan hún komi.
Hann fær að vita það, og segir þá án tafar:
Úti á túni ákaflega vinnur.
Hrundin tvinna hárfögur,
hún Guðfinna Sigríður.
Stúlkan hafði hár ofan á mitti.
Þessar vísur orti Símon um Skipaskaga fyrir
60 árum:
Lag: Fanna skautar faldi háum.
Tel ég fríðan Skipaskaga
skínandi við Ránarhvel.
Drottins mundin hefur haga
hann í öllu skaptan vel.
Rennislétt mót röðli blika
rósafögur túnin þar,
bláar hafsins kólgur kvika
kátar viður fjörurnar.
Bænda þar og býlin fögur
brosa glatt við sjónum manns.
Gnægð af fiski færir lögur,
fagrar eru byggðir lands.
Stað á ísafróni fegri
fær ei litið þjóðin slyng
eða mönnum yndislegri
út við breiðan foldarhring.
Landið mitt
Þú blessaða land! Ó, landið mitt,
landið, sem ég elska’ og dái.
Við heita, stóra hjartað þitt
helzt ég lifa’ og deyja þrái.
Er ég í fjarlægð frá þér bý,
finn ég bezt hve kær mér ertu,
hve björt þín ásýnd er — og hlý. —
Allar stundir blessuð sértu!
Þú forna, góða fóstra mín,
fræga, tigna sögudrottning.
Eg kem sem barn í kveld til þín,
krýp og bið í helgri lotning:
Guð blessi þig og börn þín öll, —
blessi allt gott, sem hjá þér lifir.
Og meðan staðið fá þín fjöll,
írelsissól þér ljómi yfir!
Sumarl' 'Haltdófdáón.