Akranes - 01.09.1944, Page 9
AKRANES
117
ANNÁLL AKPANESS
Gjafir og greiðslur til blaðsins
Frá Ó. F. Akranesi 100 kr. fyrir III. árgang.
Frá Emilíu Þorsteinsdóttur 40 kr. fyrir III. árg.
Gjafir og áheit til Bjarnalaugar
Frá Oddrúnu Jónsdóttur og Ólafi Kristjáns-
syni Mýrarhúsum kr. 1000.00 til minningar um
feður þeirr, Jón Jónsson Tjarnarhúsum og
Kristján Ólafsson Mýrarhúsum. — Með inni-
legu þakklæti.
Níels Kristmannsson.
Dánardægur
Hinn 11. þ. m. andaðist að heimili sínu hér
í bæ, frú Helga Guðbrandsdóttir, nær 85 ára að
aldri (f. 20. sept. 1859). Sbr grein um hana í
þessu blaði.
Hinn 26. september andaðist að heimili sínu
Bergþórshvoli, ekkjan Ingiríður Jóhannesdóttir,
rúmlega 89 ára að aldri (fædd 3. júlí 1855).
Þessarar ágætu gömlu konu mun síðar verða
getið hér í blaðinu.
ekki sjálfrátt? Hvar endar annars öll þessi
vitleysa?
Þess eru dæmi að gulrófur séu nú seldar á
4 krónur pr. kg. (Ekki eru mörg ár síðan að
pokinn, 50 kg., fékkst fyrir 4 krónur).
í fyrra og aftur nú, var því yfirlýst, að nokkr-
ir pokar af kartöflum hafi hækkað dýrtíðina 1
landinu um svo og svo mörg stig. Er þetta rétt
eða nauðsynlegt?
„Hve glöð er vor æska“
Allir Akurnesingar kannast við Frímann
Jónasson, sem hér var kennari I mörg ár. Síðan
hann fór héðan hefur hann verið kennari aust-
ur á Strönd á Rangárvöllum við góðan orðstír.
Nýverið er koimin út bók eftir Frímann á for-
lagi ísafoldar, sem heitir „Hve glöð er vor
æska“. í bókinni eru 15 smásö^ur, einkum ætl-
aðar unglingum. Þeirra lengst er Fjalla-Brand-
ur. Skyldi það vera Frímann sjálfur?
Fyrir kunnuga eru það nóg meðmæli með
bókinni, að hún sé eftir Frímann kennara. Hún
fæst hér í Bókabúðinni.
Leiðrélting
Guðmundur V. Bjarnason og Guðriður Gunn-
laugsdóttir áttu tvo drengi, en ekki einn, eins
og sagt var í síðasta blaði.
Undir eftirmælum Karls Georgs Kristjáns-
sonar í síðasta blaði átti að standa frá ömmu,
en ekki mömmu.
Afniæli
Kristján Sigurðsson oddviti í Heynesi varð
65 ára 22. sept. s. 1.
Jón Þorsteinsson, Hlíð, verður 80 ára 2. októ-
ber n. k.
Frú Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Söndum, verð-
ur 50 ára 4. október n. k.
Frú Arnheiður G. Guðmundsdóttir, Brautar-
holti, verður 60 ára 9. október n. k.
Frú Valgerður Helgadóttir, Klöpp, verður 80
ára 9. október n. k.
Vilhjálmur Benediktsson, Efstabæ, verður 50
ára 22. október n. k.
Guðbjörn Sigurðsson, Bjargarsteini, verður 50
ára 28. október n. k.
Akurnesingur fer til að fræðast erlendis
Hallgrímur Björnsson, sem verið hefur hér
uim mörg ár læknir við góðan orðstír, er nú á
förum til Ameríku — ásamt konu sinni, Helgu
Haraldsdóttur — til að kynnast nýungum í
læknislistinni. Munu þau verða þar um eins árs
skeið eða svo. Blaðið óskar þeim góðrar, á-
nægjulegrar og ávaxtasamrar ferðar.
Einhverntíma hefði það þótt dýrt
Nýlega kostaði það hér yfir 9500 krónur að
skipa upp 170 tonnum af kolum, eða kr. 61.18 á
smálest hverja, að taka kolin úr skipi og koma
Þeim á geymslustað. Þetta er nokkru meira en
tonn af kolum kostaði heimkeyrt — og komið
fyrir í húsi — fyrir stríð.
Von er að fólk sé undrandi
Margt skeður einkennilegt á vorum dögum,
en fáu hefur fólk verið meira undrandi yfir en
Því, að fá nú ekki einu sinni kjötbita meðan
sláturtiðin stendur yfir. Oft á dag er auglýst i
útvarpinu, að kjöt sé selt á litlar 6.50 kg.!!!, en
ókkb'rt kjöt fæst nbkkurS stáðar. Þettu br nú
Vél til að framleiða „viðarull“
Hér í bænurn á heima smiður og „grúskari",
Runólfur Ólafsson að nafni. Hann hefur fundið
upp og einn útbúið vél, sem alveg sérstaklega
og eingöngu er notuð til að framleiða „viðar-
ull“. Vél þessi er fremur einföld og óbrotin, en
er þó nokkuð „patent". Efninu, sem vinna á úr
„ullina" er „stillt" inn í vélina, en hún er svo
látin ein um að ganga frá því. Stöðvast vélin
svo sjálf, er hún hefur lokið þessu verkefni.
„Ullin" getur verið svo fín eða gróf sem vera
vill. Virðist hún vera fyrsta flokks efni. Má
áreiðanlega með þessari einu vél fullnægja allri
eftirspurn á þessu efni hér á landi, og er með
henni vafalaust hægt að keppa í verði líka, a.
m. k. nú.
Varanleg hagsýni
Eins og allir vita, er máttur auglýsinganna
mikill. Og það er ástæða til að benda auglýs-
endum á, hve hagkvæmt það cr og vænlegt til
varanlegs árangurs, að auglýsa fremur í þeim
blöðum, sem meginþorri kaupendanna held-
ur saman og jafnvel bindur inn. í slíkum ritum
verður oít og lengi blaðað. Verða þannig marg-
ar auglýsingarnar lengi í gildi og því vænleg-
ar til árangurs.
Sumarið hefur verið cinstakt að gæðum,
einstakt að afla og uppskeru. Síldveiðarnar
hafa gengið ágætlega, kartöfluuppskera góð,
mikil hey og nýting góð. Höfum vér i nokkru
sýnt viðurkenningu, þökk eða þegnskap?
Viðtal við tannlausan
Vill blaðið ekki vinna að því að hingað komi
góður tannsmiður í nokkra mánuði, til að hjálpa
þeim mörgu tannlausu, sem létu „draga úr sér“
áður en Hallgrímur fór? Eg hef átt tal við lækni
í Reykjavík, sem telur öll tormerki á að taka
viðbótar vinnu í marga mánuði.
Blaðið vill gjarnan athuga möguleika fyrir
þessu, en þar sem svona rnikið er að gera í
Reykjavík, sem þarna kemur íram, verður sjálf-
sagt erfitt að íá hingað mann fljótlega. En væri
ekki betra „tannlaus" minn, að fá hingað mann,
jafnvel þó ekki yrði fyrr en eftir nýár? Því
betra væri að fá einn tannlæknir hingað, held-
ur en að senda alla tannleysingjana suður, fyrst
þeir eru svona margir.
Ofmikið kæruleysi
Miklar kvartanir heyrast um það, með hve
miklum ærslum og hávaða fólk gangi tíðum aí
samkomum eða skemmtunum um miðjar næt-
ur. Hugsið um það, gott fólk, hve þetta er mikill
menningarskortur, mikið mannúðarleysi gagn-
vart sjúklingum eða fólki yfirleitt, sem fyrst og
fremst kýs, — og margt þarf — að hafa svefn-
frið, og á skilyrðislausan rétt til þess að fá það
í eigin húsum.
Er ekki nóg að vera með alls konar háreysti
og söng á skemmtunum innan húss, og hafa þá
skemmtunina þeim mínútunum lengur, sem
nemur þeim tíma, sem gengið er heim, svo að
ekki þurfi að vekja fjölda fólks, — sjúkt og
heilbrigt. — Fólk, sem ef til vill getur ekki sofn-
að meira þá nótt, sem það hefur verið þannig
vakið með óviðeigandi hávaða.
Þið komist aldrei langt í skóla líísins, ef
þið aldrei setið ykkur 1 spor annarra og lítið á
mál þeirra með samúð og skilningi.
Skólarnir
Skólastjóri barnaskólans, Svafa Þórleifsdótt-
ir, hefur sagt starfi sinu lausu frá 1. okt. n. k.
Mun starfs hennar hér í bæ, verða getið að
nokkru, hér í blaðinu.
Frá sama tíma hefur verið skipaður skóla-
stjóri Friðrik Hjartar, áður skólastjóri á Siglu-
firði og siðast námsstjóri í Norðlendingafjórð-
ungi.
Svo sem áður hefur verið frá skýrt, fór Þor-
geir Ibsen kennari á þessu sumri til frekara
náms í Ameríku. Ekki er enn fullráðið, hvaða
kennari kemur í hans stað.
Sr. Sigurjón Guðjónsson, sem var skólastjóri
gagnfræðaskólans hans fyrsta starfsár, hefur
sagt því lausu. Meðkennari hans, Magnús Jóns-
son, hefur verið settur skólastjóri í vetur. -
Kenuari við. skólann hefur verið settur Helgi
Þorláksson kennari frá Vestmannaeyjum. Sr.
Sigurjón mun og taka að sér einhverja auka-
kennslu á þessum vetri, þar sem skólinn starf-
ar nú í þremur deildum, I stað tveggja áður.
Myndin
í blaðinu, af Helgu Guðbrandsdóttur, var tek-
in þá er hún var 78 ára gömul.
Síldveiðarnar
Heima hafa þessir bátar stundað veiðarnar
og aílað sem hér segir:
Egill Skallagrímsson
Ægir
Ver
Haraldur
Ármann
2045 tunnur
2036 tunnur
2015 tunnur
1870 tunnur
1647 tunnur
Af þessu fóru 7031 tn. í íshús, en 2582 tn.
voru saltaðar til útflutnings.
Fyrir norðan voru skipin þessi og aflinn sem
hér segir: mál tn.
Mb. Sigurfari 17127 216
Keilir 12980
Fylkir 11969 10
Hrefna 10319
Hermóður 10315 274
Stafnes 8937 47
Ásbjörn 8815
Sjöfn 8800
Valur 3746 1742
Það sem talið er í tunnum hefur mest verið
saltað, en af þVí er t. d. frá Valnum 338 tunn-
ur í íshús.
Til Akraneskirkju
Mótt. úr bréfi 100 kr„ frá B. G. 50 kr. og frá
Þ, S. 25 kr, — Þakkir, — Viktbr Björnsson.