Akranes - 01.06.1945, Side 3

Akranes - 01.06.1945, Side 3
AKRANES 63 HEIMA OG HEIMAN Nýtt barnaskólahús. Eins og bæjarbúum er kunnugt, eru bæði barnaskólahúsin hér orðin rnjög gömul. Annað er reist um 1880, hitt árið 1912. Hús þessi vitna um þann stórhug og vorhug, sem hér hefur í þessum efnum ríkt, er þau voru reist. Gegnir það í rauninni mikilli furðu, að þau skuli enn vera notuð sem barnaskóli, því að fáir bæir á landi hér munu hafa vaxið örar und- anfarin ár en Akranes. Enda er nú að vonum svo komið, að þessi hús mega heita með öllu óviðunandi lengur fyrir barnaskóla, og að rcisa þarf nú þcgar nýtt barna- skólahús. Er þess þá að vænta, að forráðamenn bæjar- ins minnist þess, að bærinn er enn ört vaxandi, og flestir munu líta svo á, að hann (bærinn) eigi mikil og góð vaxtarskilyrði. Forystumenn bæjarins verða því jafnan að leysa úrlausnarefni og framkvæmdir á þann hátt, er bezt hæfir væntanlegum vexti bæjarins og verði til heillavænlegra og varanlegra úr- lausna um lengri tíma. Sé ofannefnt mark haft í huga og viðurkennt rétt, vona ég, að sem allra flestir verði á eitt sáttir um það, að hið nýja barnaskólahús á að' rísa á nýjum stað. Hníga svo mörg skýr rök að þessu, að augljóst mátti teljast fyrir löngu. Hefði því mátt vænta þess, að búið væri ao tryggja hentuga lóð fyrir framtíðarbarnaskólahús bæjarins. — En því mið- ur mun þetta ógert enn. — Þetta þolir enga bið. Gleymum ekki, að bærinn stækkar. „Sjá þetta er lífið, gróandi, göfugt og sterkt, er göturnar lengjast, og smiðurinn steininn sinn heggur. Og þar sem allt var íyrrum blásið og bert, er brátt komið skínandi torg eða múrað- ur veggur. Og litlu kofarnir leggja á auðnina fyrst: lágvaxin hreysi verkamönnum og konum. En þar sem þeir kúra við bæjarins endimörk yzt, sofa óbornar hallir í mannanna framkvæmd og vonum.“ (Sig. Einarsson). Góðir Akurnesingar. Ein þeirra „óbornu halla", er hér sofa í mannanna framkvæmd og vonum á að vera nýr barnaskóli á nýjum og hagkvæmum stað. Þessi „óborna höll“ þarf að rísa sem fyrst. Það er von mín og ósk vegna æskunnar, sem á að erfa landið, — erfa bæinn. Sú æska á rétt til þess að njóta sömu aðstöðu til náms og æska annarra kaupstaða landsins. Þann rétt fær hún þá fyrst, er nýtt barna- skólahús hefur risið hér. — Akurnesingar hafa þegar margsinnis sýnt það, að þeir eru dug- miklir og framtakssamir menn, og mun slíkt einnig koma í ljós í sambandi við þetta nauð- synjamál. Er ég sannfærður um, að hið nýja barnaskólahús mun ekki síður vitna um vorhug og stórhug en hin gömlu gera. Friðrik Hjartar. Gagnfræðaskóli Akrancss. Skólanum var sagt upp 15. mai þ. á. Skólinn starfaði í sjö mánuði, frá októberbyrjun til april- loka. Sundnámskeið fyrir nemendur var í maí. Nemendur III. bekkjar höfðu haft skemmri námstíma, en almennt er í gagnfræðaskólum. Til þess að bæta það að einhverju og til að ná til- skyldu marki, var námstími III. bekkjar lengd- ur um hálían annan mánuð, og kennslutilhögun önnur en algengt er. III. bekkur starfaði í 8% mánuð á þessu skóla- ári, frá 1. sept. til 15. maí. Um áramótin gengu III. bekkingar undir próf og luku þó hluta af gagnfræðaprófinu, en eftir áramót var eingöngu lögð áherzla á mál og stærðfræði. Miðsvetrarpróf fóru fram í I. og II. bekk um mánaðamótin janúar og febrúar, en vorprófum í þeim bekkjum var lokið seinast í apríl. 68 nemendur hafa komið í skólann á þessum vetri. Þeir skiptast þannig á milli bekkja: 30 hafa komið í I. bekk, 20 í II. bekk og 18 í III. bekk. Tveir nemendur I. bekkjar hættu námi, 2. sat aðeins nokkra tíma, en hinn hætti nokkru eftir hátiðar. Tveir nemendnur hættu einnig námi í III. bekk, þeir hættu báðir fyrir hátíðar, annar settist í Verzlunarskólann í Reykjavík. Félagslíf hefur verið all blómlegt í skólanum í vetur. Skólafélag var stoínað 1 skólanum í fyrrahaust, og síðastliðið haust hóf það starf- semi sína með fundi 14. október, eftir það voru fundir vikulega á þeim tíma, sem kennsla fór fram, málfundur annan laugardaginn en skemmtifundur hinn. Skólafélagið efndi til aðalsamkomu skólans, árshátíðar, og var hún 6. íebr. Auk þess var síð- ar haldin opinber skemmtun til ágóða fyrir ferðasjóð skólans. • í vetur var stofnaður bókasafnssjóður fyrir gagnfræðaskólann. í þeim sjóði eru nú kr. 400,00, svo enn nær hann skammt til bókakaupa. Fyrir jólin gófu nemendur út blað er nefndist „Skaginn", Ágóðinn af því rann í ferðasjóð. I haust var stofnað bindindisfélag í skólanum, sendi félagið 4 fulltrúa á þing S. B. S. er haldið var í Reykjavík. í sambandi við bindindisdaginn 1. febr. gengu stúkan Akurblóm, íþróttafélög Akraness og Bindindisfélag Gagnfræðaskóla Akraness fyrir sameiginlegri almennri bindindissamkomu. For- maður bindindisfélagsins flutti þar ræðu, er það í 1. sinn er nemandi Gagnfræðaskóla Akraness mætir sem ræðumaður á almennri samkomu. Síðan hefur það endurtekið sig, því formaður skólafélagsins hefur einnig flutt ræðu opinber- lega. 3. apríl fóru nemendur III. bekkjar til Reykja- víkur og Hafnarfjarðar, til að skoða söfn og ým- islegt markvert, er þar er að sjá. 1. maí var sýning á teiknun og handiðju nem- enda, sýninguna sóttu um 11 hundruð manns. Dagana 31. maí og 1. júní fóru I. og II. bekk- ingar í ferð um Snæfellsnes til Stykkishólms og 6., 7. og 8. júní fóru gagnfræðingarnir í ferð til Akureyrar. Að þessu sinni voru 15 gagníræðingar braut- skráðir, og eru það fyrstu gagnfræðingar, er ljúka prófi við Gagnfræðaskóla Akraness. Hæstu einkunn við gagnfræðapróf hlaut Sigríður Árna- dóttir, fékk hún í bóklegum fögum meðaleink- unn 9,17, og var það hæsta einkunn yfir skól- ann. 16 nemendur luku II. bekkjar prófi, hæstu einkunn hlaut Elín Sngurjónsdóttir, aðaleink- unn 8,69. 20 luku I. bekkjar prófi; hæstu einkunn þar hlaut Guðrún Jörgensdóttir, aðaleinkunn 8,78. Frá barnaskólanum. í haust — í október — lásu 7 ára börn 29,12 atkv. að meðaltali á 1 mín. í vor — í marz — lásu þau 90,62 atkv. a. m. t. á 1 min. Framfarir: 61,50 atkv. að meðaltali á 1 mín. Átta ára börnin lásu í haust 54,28 atkv. a. m. t. á 1 mín. í vor 133,02 atkv. a. m. t. á 1 mín. Framfarir: 78,74 atkv. a. m. t. á 1 mín. Níu ára börnin lásu í haust 108,02 atkv. a. m. t. á 1. mín. í vor 167,15 atkv. a. m. t. á 1 mín. Framfarir: 59,13 atkv. a. m. t. á 1 mín. Tíu ára börnin lásu í haust 150,18 atkv. a. m. t. á 1 mín. í vor 181,86 atkv. a .m. t. á 1 mín. Fram- farir 31,68 atkv. a. m. t. á 1 mín. Ellefu ára börnin lásu í haust 159,81 atkv. a. m. t. á 1 mín. í vor 201,02 atkv. a. m. t. á 1 mín. Framfarir: 41,21 atkv. a. m. t. á 1 mín. Samkvæmt framanskráðu lásu 7—11 ára börn í haust 103,42 atkv. á 1 mín. Sömu börn í vor: 159,80 atkv. a. m. t. á 1 mín. Framfarir 7—11 ára barna 56,38 atkv. a. m. t. á 1 mín. Tölur þessar tala sínu máli. Þær sýna, að all- mikill árangur hefur náðst í lestrarkennslunni, og tölurnar eru ótvíræðar, um þær er ekki unnt að deila. — Leikni barna í lestri er frumskilyrði þess, að þau hafi full not af öðru námi og geti náð þeim framförum, er séu í samræmi við dugnað þeirra og hæfileika. — En til þess, að börn geti talizt vel á vegi stödd í lestri, þurfa 10 ára gömul börn að lesa minnst 200 atkv. á 1 minútu. —’ (Hér er auðvitað alls staðar miðað við rétt lesin atkv. á 1 mínútu. „Biðsalur dauðans“ var alltaf opinn. Strax er fréttist um ófriðarlok í Evrópu, ósk- aði Verzlunarráð íslands þess, að verzlanir og fyrirtæki lokuðu þá þegar þennan dag. Var þetta litlu eftir hádegi. Munu flestar verzlanir og fyrirtæki í Reykjavík hafa orðið við þessari ósk, og svo var víða um land. Aftur á móti má hafa það fyrir satt, að það sem gárungarnir kalla „biðsal dauðans", sem ríkið stendur að og gerir út, hafi verið það einasta, eða eitt af íáum fyrirtækjum, sem ekki lokaði þennan á- minnsta dag. Kl. 4 um daginn var þar maður á ferð og taldi þá 54 bíla, sem biðu eftir afgreiðslu á „svaladrykknum“. Þeim, sem þarna ráða ríkj- um, hefur þótt nauðsyn bera til að menn væru í „réttu ástandi" á slíkum heiðursdegi sem hugs- andi menn um heim allan fögnuðu af alhug eft- ir margra ára ógnaræði. Um háttvísi á almennum samkomum. Þegar klappað er á söngsamkomum, á ekki að byrja að klappa meðan kórfélagar ganga inn. Áheyrendur byrji fyrst að klappa, þegar söng- stjórinn kemur inn, en hann kemur ávalt sein- astur, og fer fyrstur af pallinum. Á kvikmyndasýningum er það tíður siður, bæði hér og annars staðar, að fólk byrji að þyrp- ast út, áður en myndin er að fullu búin, og búið er að kveikja ljós í húsinu. Það fer þegar það heldur að skammt sé eftir af myndinni. Þetta er hinn argasti ósiður og mesti óþarfi, tímans vegna, því ekki getur þetta munað nema örfáum sekúndum. Sumum virðist þetta sjálfsagt vera smámunir og óþarfa aðfinnslur. Svo er ekki, því undir vissum kringumstæðum getur þetta blátt áfram valdið hneykslunum eins og nú skal sýnt. Fyrir skömmu var sýnd hér kvikmynd sem gerðist í Noregi á stríðsárunum. í lok myndar- innar er þjóðsöngur Norðmanna leikinn. Þó svona stæði á, bregður fólkið ekki vana sínum. Sumt af því tekur að hrúgast út meðan þjóð- söngurinn er leikinn. Þetta hugsunarleysi — eða hvað sem á að kalla það —, verður að leggja niður. Hugsum okkur að þarna hefðu verið staddir margir Norðmenn, t. d. af skipi, sem hefði verið hér á ferð. Hvernig haldið þið að þeim hefði orðið við? Akurnesingr hefðu ekki fengið góðan vitnisburð í almennri kurteisi. Það gæti skeð að þeir hefðu lengi minnst Akurnes- inga, til viðvörunar en ekki fyrirmyndar. Lítum í eigin barm: Hugsum okkur, að þetta sama ætti sér stað utanlands, gagnvart okkar eigin yndis- lega þjóðsöng. Við mundum verða bæði sár og reið. Munum, að við lifum á þeirri öld sem mennt- að fólk og siðmenntaðar þjóðir gera strangar kröfur um siðfágun í öllum samskiftum manna. Hvort sem um er að ræða í fámennum hóp eða í íjölmenni. Það er ekki lengur litið upp til þeirra sem sína mesta stirfni og ruddaskap, eða traðka á tilfinningum annara manna.

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.