Akranes - 01.06.1945, Síða 6

Akranes - 01.06.1945, Síða 6
66 AKRANES Alfrjálsf land í eitt ár Það er eitt ár síðan öll þjóðin ákvað að ísland skyldi verða alfrjálst. Þeim sem auðnaðist að lifa það mikla sameiningar augnablik þessarar litlu þjóðar, mun það aldrei úr minni líða. Slík augnablik geta verið svo alger, að þau verði að sígildu helgitákni þjóðarinnar um alda- raðir. Tákn sem varnar henni frá margvíslegum voða, og hvetur hana alla og óskifta á öllum öldum til að sækja fram til menningar og þroska. Til að byggja skjaldborg um það, sem hverjum einstaklingi og þjóð er dýrmætast, f r e 1 s i ð . Frelsið fæst stundum fyrir einhliða yfirlýsingar á- kveðinna aðila. En munum, að því verður ekki haldið, nema fyrir fórnfúst starf og sífelda baráttu hvers ein- asta þjóðfélagsborgara. Þar eru í einum hóp þeir elstu og þeir yngstu, þeir æðstu jafnt og þeir sem lægra eru settir, svo og allir þeir, sem þar eru á milli, karl og kona. Mœtti 17. júní 1944 vera þjóð vorri slíkt œvarandi helgitákn, sem aldrei slái fölva á í augum harna hennar. FRÁ FULLVELDISIIÁTÍBINNI Á AKRANES 18. JÚNÍ 1944 Fjallkonan (Valgerður Jóhannsdóttir) með börn sín. — Þau lásu upp bundið og óbundið mál í tilefni af hátíðahöldunum. Var það áhrifarík- ur þáttur. íþróttasýning á lýðveldishátíðinni á Akranesi 18. júni 1944. Alþingisfundur að Lögbergi, er ’ýð- veldið var stofnað. — Alþingismenn hlusta standandi á, er forseti samein- aðs Alþingis lýsir yfir, að lýðveldið sé endurreist.

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.