Akranes - 01.07.1945, Qupperneq 3
AKR A.NES
75
Vísnabálkur Akraness
Alþýðukyeðskapur.
SKÁLD A-ERFI
Unga skáldið orti ljóð,
í sem fundust (mælti þjóð)
orðnum til við ógnarstrit,
ekkert rím né form né vit.
Gamli tíminn genginn er
(gröf er tekin mér og þér).
Steingríms lengi’ er harpa hljóð,
Hel tók Matta’ — og þóttist góð.
Þagnaðir eru Þorsteinar,
þögnin dýpri aldrei var;
sólskríkjan, er síðust deyr,
syngur á Þórsmörk ekki meir.
Guðmundar féll gígja í þögn,
grétu þá menn og heilög rögn;
dómsorð þrumdu dimm og hörð,
dauðinn einn bauð frið á jörö.
Ólöf hvarf og Ólína
Andrésdóttir söngprúða.
Enginn betur orti brag,
enginn kann nú rímnalag.
„Sjáðu hvernig Sófókles
syngur.“ Þá var Álftanes
Grikklands söngvaguði vígt.
Grímur einn fékk leikið slíkt.
Þegar Hannes Hafstein fór,
hvarf þar engilrödd úr kór.
Áður fyr við andlát Páls
íslenzks hrökk og strengur máls.
Jón hinn mæta Magnússon,
margra allra — síðstu von,
hreif á burtu Helja köld,
heimskan svo að fengi völd.
Eftir genginn öðling þann
er nú hljótt um skáldarann;
hörpudís ei hreyfir streng,
harmar íturgóðan dreng.
Okkar þjóð var erfið leið,
oft á göngu fótum sveið,
en hvað sem gerðist, hvar sem stóð,
hún gat ávalt sungið ljóð.
Dásamlegur dagur
Eg mun seint gleyma 6. júlí 1945. Deginum, sem ég ætl-
aðist til að lœgi í þagnargildi. Eftir á þakka ég þó þeim,
sem vöktu þá yndislegu öldu, sem brotnaði á mér og mínu
heimili, er ég varð fimmtugur, þennan umrœdda dag.
Veðrið var yndislegt, fánamir komu upp hver af öðrum.
Bless'að fólkið kom fagnandi al'Lan daginn. Gjöfum, blóm-
um og blessunaróskum rigndi allan daginn. (Skeyti komu
í marga daga).
Eg þakka þetta allt, en ekki sízt þeim, sem voru svo
elskulegir að líta inn. Hér var fullt hús um kl. 12 á mið-
nœtti, en þá höfðu flestir viðstaddir Sungið meira en hálfa
klukkustund samfleytt, gleðisöngva og œttjarðarljóð. Að
síðustu voru sungin þ\essi lög: Dagur er liðinn, Á hendur
fel þú honum og Ó, Guð vors lands. Voru þau öll spiluð
og sungin samfellt. Það fullyrði ég, að aldrei hefi ég verið
við áhrifameiri Guðsþjónustu en hún var þessi skilnaðar-
stund þetta yndislega kvöld. Dagurinn verður mér ógleym-
anlegur.
ÓL. B. BJÖRNSSON
eins og hefir æfðri mennt
aldagömul list þér kennt.
íslands höfuð-íþrótt geym,
aldrei henni, þjóð mín, gleym.
Yfir góðum erfðum vak,
aftur hörpu þína tak.
Dýrir hættir hljómi’ á ný,
hárrar ættar, þínum í
sölum; bæði’ um lög og láð
lifi kvæðin, mælt og skráð.
Korpur.
VORVÍSUR
(Vísur þessar hafa áður verið prentaðar annars staðar, en
nokkuð úr lagi færðar, og eru því endurprentaðar hér. Höf-
undurinn er borgfirzkur maður).
Á að glatast íþrótt sú?
Er sér þjóðin svo ótrú?
List sem þúsund liðin ár
lyftu jafnt við bros og tár?
Rímleysingjans ráma garg,
réttardagsins leiða þvarg,
útburðir sem ýlfra á dal —
er það það sem koma skal?
Eftir langa veðra vá
vetrar stranga daginn,
vor sem sprangar láð og lá
lít ég ganga í bæinn.
Blærinn þess er blíðumál,
bugað hvessir þorið.
Hvað það hressir hug og sál
himinblessað vorið!
Lát ei sannast það, mín þjóð;
þú skalt ennþá kveða ljóð
Æfir lóa yndisblíð
og hann spói róminn;