Akranes - 01.07.1945, Page 4

Akranes - 01.07.1945, Page 4
76 út um móa, upp í hlíð, anga og gróa blómin. AKRANES B Æ K U R - Listahröð til ljóða kvödd, leiðans tröðum ofar, himnaföður hver ein rödd huga glöðum lofar. Þannig sveigjast allt ef á óðs að vegi hreinum, mundi eigi minnkun þá mér, að þegja einum? Eg til gildis ei þótt mér Eigi snilldarhljóma, alvalds mildi miklu er margföld skylda að róma. Föður alda, lýðs og lands, lofgjörð halda eigum; þökkum gjalda gæzku hans gleyma aldrei megum. TIL JÓNS SIGURÐSSONAR Á VINDHÆLI Jón, þér fylgdi að fiskiströnd, frægi Sigurðsarfi, smekkur, útsjón, hagleikshönd, heilbrigði í starfi. Hagur lítur hluti á, hjálpar fleiri en vinum. Þegar genginn þú ert frá þyngist fyrir hinum. Völundur að verki frár virtur lífs á degi 75 þú sólrík ár sást á gæfuvegi. Vinnusöm, að verki þörf, virt af öllum lýði, húsfreyjan við heima störf hirðir allt með prýði. Akranesi, 10. maí 1945. Páll Guðmundsson frá Hólmi. ÁRNI ÁRNASON TRÉSMIÐUR — 70 ÁRA 15. MAÍ 1945. Sjötugur þú sérð um bú sólarljóma undir; guð þér Árni gefi í trú gæfuríkar stundir. Konan setur sjálf í stand, samvist gleður karla; þitt hefur hjóna- blessast band, betra þekkist varla. Mikil gæfa ykkur er, eignast góða drengi; hamingja og heiður þér haldist vel og lengi. Jón Pálsson: Austantórur. — Guðni Jónsson bjó undir prentun. — Víkingsútgáfan 1945. Á öllum öldum hafa þe:r verið íslandi gagnlegir þessir eftirtektarsömu, hárnákvæmu, velgefnu alþýðumenn. Margir þeirra hefðu sjálfsagt geta orðið hálærðir vísindamenn, ef þeir hefðu hlotið þá menntun, sem hugurinn stóð til þegar í æsku. í flokki þeirra manna má vafalítið telja þá bræður báða, Jón og ísólf Pálssyni, sem báðir eru löngu landskunnir menn. Jón Pálsson hefur um langan tíma safnað og skráð ýmsan fróðleik, svo og margvíslega reynslu hins eftirtektarsama manns á langri, viðburðaríkri ævi. Vinir Jóns hafa nú fengið leyfi hans til að hefja útgáfu á þessu mikla safni, og er hér um að ræða fyrsta hefti þeirrar útgáfu, og er það 160 bls. að stærð. í þessu hefti eru margir persónuþættir, svo og veðurmerki og veðurspár í Árnessýslu. Þar er um að ræða merkilegar athuganir, sem líka er gaman að lesa. Hin nákvæma eftirtekt hinna gömlu manna kenndi mönnum margt, sem vísindi nútímans hafa í mörgum tilfell- um staðfest, svo er í sumum tilfellum um veðrið. Jón er margfróður maður, og um það er öll syrpa hans er komin á prent, mun mörgum finnast þar margt merkilegt koma fram. Helsingi heitir nýtt blað, gefið út á Akureyri. — Ritstjóri og út- gefandi er Steindór Sigurðsson. — Af efni blaðsins má nefna m. a.: Fylgt að heiman — Úr myrkri ... — 1030 atkvæði — Dýrt er drottins orðið, o. fl. V O R Vornóttin bjarta vektu mér í hjarta þrá til að lifa sem lífvakinn eldur er loganum seldur, að græða og hlúa að þeim mannlífsins meinum, sem mest hefir blætt undan veraldar steinum. Vetrarblundi værum af vaknar allt sem lifir. Sjálfur drottinn sigurstaf svellin letrar yfir. Sumargyðjan sólskinsbað sendir yfir fjöllin, bráðnar hjam úr hjartastað hrím og vetrarmjöllin. TIL MÖMMU Dreifi þínum hugarharmi himna fegurst sól. Þerri tár er titra á hvarmi tímans helgu jól. V IÐ BARN Gráttu ekki góði minn, gullið bezt er hlátur. Yfir sálarsjóinn þinn sigli gleði bátur. Páll Guðmundsson frá Hólmi. Dulvin.

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.