Akranes - 01.07.1945, Page 6

Akranes - 01.07.1945, Page 6
78 AKRANES Ól. B. Björnsson: Þættir úr sögu Akraness, V., 2. Hversu Akranes byggðist Framh. í niðurlaginu um ívarshús í síðasta blaði brenglaðist nokk- uð. Þar átti að standa svo: Sigríður Sigríksdóttir Eiríkssonar á Krossi, og eiga þau einn son. í þessu sögulega yfirliti um byggingu Skagans, verður svo sem frekast er hægt, gerð grein fyrir hvar hver einn bær og hús að fornu og nýju hafa stað:ð. í síðasta blaði hafði fallið niður að geta um hvar ívarshús stóðu. Núverandi hús er nr. 68 við Suðurgötu; en hinn forni bær stóð nokkru sunnar á túninu, og mikið nær bakkanum. Til frekari skýringar þessu, er ætlunin að gera kort af Skaganum á ýmsum tímum og merkja þar inn bæina. Símon þessi var stór maður og föngulegur og afburða karl- menni, harðfengur og duglegur. í Arnarfirðinum hefur frá upphafi vega verið búið til sjós og lands, enda verið þar, og komið þaðan ágætis sjómenn og skipstjórar sem orðið hafa landskunnir. Framtak Símonar á Dynjanda og dugnað má m. a. marka af því, að hann réðist í það líkl. fyrstur hérlendra manna að sigla til Kaupmannahafnar — eða Þýzkalands — og læra þar skipstjórn. Keypti hann sér jakt 15—20 tonn að stærð, gerðist skipstjóri á skipinu og hélt því til fiskveiða á haf út. Þessi vísa er um Símon og skip hans: X „Blítt er veðrið blessaða, blankar á seglið hvíta. Stýrir hann Símon sterklega, stórt er skip að líta.“ Inni í Dynjandavog, skammt frá bænum, gerði Símon hróf eitt fyrir skip sitt, sem hann haíði fyrir uppsátur að vetrar- lagi. Fyrir hrófi þessu mótar enn í dag. Einn af heimildar- mönnum mínum um þetta efni segir, að þegar hann kom að Dynjanda 1909 hafi þar enn verið viðir úr þessu skipi Símon- ar í hverju húsi á bænum. Sjálfir gerðu Dynjandamenn við skip sitt, og smíðuðu hvað eina er til þurfti, enda voru þeir sumir orðlagðir smiðir. Þeir stunduðu og mikið seladráp, enda var Símon talin afburðagóð skytta. Eru til sagnir um að Símon hafi vetrarlangt skotið 150 seli á Dynjandavog eða skammt utan við hann. Margar sögur eru til um skotfimi Símonar, m. a. þetta: Það var eitt sinn við kirkju á Rafnseyri. Bjarni Sigurðsson bóndi á Gljúfurá gekk neðanvert við kirkiugarðinn. Var Bjarni með háan hatt sem bar upp yfir garðinn þar sem hann gekk. Skutlar Símon þá broddstaf sín- um er þegar stóð í hattinum og tók hann af. Var þetta þvert yfir garðinn 10—12 faðma. Var Símon þéttkenndur er þetta var, en fataðist ekki fimi að heldur. Börn Símonar og Þorbjargar á Dynjanda voru þessi: 1. Bjarni, giftur Sigríði Markúsdóttur Þórðarsonar prests á Álftamýri. Þeirra börn voru Markús skólastjóri Stýri- mannaskólans. Jensína móðir Bjarna Björnssonar leik- ara. Salóme og Þorbjörg. 2. Páll, kvæntist Sigríði Jónsdóttur Bjarnasonar hreppstjóra Akur. Þóra Jónsdóttir, kona Kristjáns á Akri. Kristján Símonarson á Akri. í Stapadal (þau voru systkinabörn). Þeirra börn: a) Kristín, kona Matthíasar Ásgeirssonar skipstjóra í Baulhúsum. Þeirra börn: Jón Bjarni, skipstjóri. Páll Þorsteinn skipstjóri, maður Rannveigar dóttur Sigurð- ar Símonarsonar. b) Símonía, kona Kristjáns hreppstjóra í Stapadal. c) Jón, skipstjóri. Kona hans Símonía Oddný Kristjáns- dóttir. (Þau systkinabörn.) d) Guðbjörg, giftist Hannesi Jónssyni í Hnífsdal. e) Þuríður, giftist Ólafi Ólafssyni frá Auðkúlu. f) Jóhanna, giftist síra Jóni Árnasyni í Otradal, síðar á Bíldudal. g) Pálína. 3. Sigurður, skipstjóri sem fyrr getur. Hann kvæntist Jó- hönnu Daníelsdóttur. Sigurður var um tugi ára skipstjóri á skútum, lengst af fyrir Geir Zoega. Þeirra börn: Þor- steinn og Rannveig, kona Páls Matthíassonar. 4. Kristján á Akri á Akranesi, seinni maður Þóru Jónsdótt- ur prófastsekkju á Rafnseyri. 5. Friðrik, kvæntist Guðrúnu Ólafsdóttur frá Haukadal. Hún var systir Matthíasar alþm. og þeirra systkina. 6. Sigríður, giftist Kristjáni Jónssyni í Hvammi. Þeirra börn: Steinn bóndi í Hvammi, Símonía Oddný sem fyrr getur, og Þorbjörg. 7. Ingibjörg, dó ógift og barnlaus. Páll og Bjarni Símonarsynir á Dynjanda voru sérstaklega góðir smiðir. Allt var þetta myndarfólk, stórt og gerðarlegt, og vel að manni.

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.