Akranes - 01.11.1945, Page 5

Akranes - 01.11.1945, Page 5
AKRANES 125 Hallfríður ÞorsteinscLóttir, Sveinssonar á Brceðraparti. Guðrún Ásmundsdóttir (dóttir Hallfríðar). maður yfirleitt. Verður beggja þeirra hjóna nánar getið síðar í öðrum þáttum. Þorsteinn Sveinsson var líka góður smiður og dugnaðar- maður. Hann umbætti mikið varnargarðahleðslu á Bræðra- parti, og byggði fyrsta steinbæ, sem byggður var á Akranesi. (Það er ekki rétt í Sögu Borgarfjarðar, að Jón í Hákoti hafi á Akranesi „fyrstur byggt steinlímdan bæ úr grjóti“.) Það er skjalfest, að á Bræðraparti hefur verið byggður steinbær árið 1864. Er það langsamlega fyrsta steinhús, sem byggt er á Akranesi, og notað kalk við. Það er leitt að geta eigi rakið tildrög að þessari fyrstu steinbyggingu, er á Akra- nesi er algert einsdæmi á þessum tíma, og teljandi á landinu yfirleitt. Á þessum tíma hafa þá enn örfá steinhús eða bæir verið byggðir í sjálfri Reykjavík. Ekki var þetta algert steinhús, aðeins hliðar og norðurgafl. Suðurgafl var úr timbri, en bærinn var portbyggður. — Þorsteinn Sveinsson lét byggja þennan bæ, en hvaðan hon- um kemur þessi nýbreytni er ekki mögulegt að gera sér í hugarlund. — Mynd af þessum bæ fylgir þessum þætti. Jón Gunnlaugsson heldur, að Jón nokkur Halldórsson hafi staðið fyrir þessari byggingu. Hann segir, að Jón þessi hafi verið framúrskarandi hleðslumaður. Segir Jón, að bærinn hafi borið þess glæsilegt vitni, þegar hann reif hann, löngu eftir aldamót. Enn hef ég ekki getað komizt að raun um, hver þessi Jón Halldórsson er, né heldur hvar hann hefur lært að fara með kalk og byggja hús. En frumkvæði og mestan þátt í öllu þessu hefur Þorsteinn sjálfur átt, sem líka var vandvirkur smiður. Veggþykkt var 18—20”, en kalkið var mjög lélegt. Á bæn- um var mikið ris. Þorsteinn Sveinsson var fæddur 17. marz 1828, giftur 3. nóv. 1855, Guðrúnu Sigurðardóttur frá Bekanstöðum. Þor- steinn andaðist 17. des. 1872. Þau áttu eina dóttur barna, Hallfríði, konu Ásmundar Árnasonar Hábæ í Vogum á Vatns- leysuströnd, síðar í Hafnarfirði. Þau áttu eina dóttur, Guð- rúnu að nafni. Hún er enn á lífi og á heima í Reykjavík. Guðrún var hin mesta myndar- og dugnaðarkona, og bjó lengi á Bræðraparti eftir lát manns síns. Hún er þar enn í des. 1897, en mun hafa flutzt þaðan vorið eftir. Til gamans set ég hér eina sögu, er ég hef heyrt um for- eldra Guðrúnar, og á að hafa gerzt, er hún var í fyrsta sinn „lánuð að heiman.“ Sigurður, faðir hennar, var mikill drykkjumaður, sem ekki var nú einsdæmi í þá daga, fremur en nú. Hann hefur víst verið vondur við vín, svo sem líka tíðkast enn, og hefur kon- an þá ekki farið varhluta af orðbragði hans og fyriríerð. — „Farðu til helvítis, Guðlaug,“ átti hann eitt sinn að hafa sagt við konu sína. „Og þú líka, Sigurður minn,“ sagði hún þá með hinni mestu hógværð. Það var einhvern tíma, þegar Guðrún var ung, að Sigurður lánaði hana að hálfu leyti til Einars Þorvarðarsonar í Nýja- bæ og konu hans, Gunnhildar ljósmóður. Um það átti Sig- urður að hafa sagt: „Eg lánaði hana Guðrúnu litlu ekki nema að hálfu. Einar minn lánaði mér mænirás, og það sem ég get lánað hana meira, jöfnum við með hægð.“ Margir bjuggu á Bræðraparti á þessu tímabili, m. a. Guð- rún, dóttir Tómasar Zoega og Sigríðar, og maður hennar Ól- afur Jóhannesson. Enn fremur Sigurður Jóhannesson og Guð- rún, kona hans, sem var dóttir Margrétar og Þórðar, eins og áður getur. í des. 1895 er Ólafur Gunnlaugsson frá Sjóbúð lausamaður á Bræðraparti, þá 25 ára gamall. Litlu seinna mun hann hafa keypt hálflenduna. í des. 1890 er hann fyrst talinn bóndi þar. Ólafur byrjaði ungur sjómennsku, var snemma formaður, m. a. hjá Hallgrími hreppstjóra. Hann var duglegur og sótti fast, m. a. í togarana, meðan það stóð. Ólafur andaðist 10. ágúst 1901, og eignaðist Kristín, móðir hans, þá part hans í jörðinni. En árið 1901 kaupir Jón, bróðir Ólafs, hann af móð- ur þeirra. Giftir Jón sig það ár, og flytur þangað ásamt konu sinni, Guðlaugu Gunnlaugsdóttur. Nokkru síðar kaupir Jón hina hálflenduna af Geir T. Zoega rektor, en hún var þá í hans eigu. Árið 1908 rífur Jón svo báða bæina og byggir þar hús það, sem enn stendur. Hafa þau Jón og Guðlaug búið á Bræðra- parti alla tíð síðan. (Framh.) Hjónin Jón Gunnlaugsson og Guðlaug Gunnlaugsdóttir. L

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.