Akranes - 01.11.1945, Qupperneq 6

Akranes - 01.11.1945, Qupperneq 6
126 AKRANES Gils Guðmundsson: íslenzkir athafnamenn I., 16. G-eir Zoega Ævisaga Framh. Hitt gerðu þeir, samborgarar hans, að íagna deginum, er fæðst hafði hann hér fyrir 80 árum, með þeim vinsemdar votti og virðingar, er þeir áttu framast kost á. Þeir héldu honum, konu hans og börnum, svo veglega afmælisveizlu, sem föng voru á, í langstærsta samkvæmis- húsi bæjarins, Hótel Reykjavík, með svo miklu fjölmenni, sem þar komst fyrir, 230 manns, kárla og kvenna. Og veifa var á hverri stöng í bænum frá morgni dags snemma. Þeir vissu það, sem alkunnugt er, að afmælis- barnið en enn það, sem verið hefur hann alla ævi, hverjum manni árrisulli. — Uppi yfir sæti heiðursgestsins í veizlusalnum var allstór Ijósmynd af honum, og fyrir neðan hana mynd af Reykja- vík fyrir 80 árum og önnur af henni eins og hún er nú. Forseti samkvæmis, Páll Einarsson borgarstjóri, sem hafði konu heiðursgestsins sér við hægri hlið, en hann (G. Z.) ráðherrafrúna, mælti fyrir minni hans á þessa leið hér um bil: Hann kvað Reykjavík vera nú næsta ólíka því, sem hún var fyrir 80 árum, að öðru en fjallasýninni, er hefði verið alla tíð jafn-fögur frá því er Ingólfur leit hana fyrstur manna. En fyrir 80 árum hefðu engin skip sézt á höfninni. Nú væri hún jafnan alsett skipum í vertíðarlok, og þeim meira að segja íslenzkum, — íslenzkum fiskiskútum og íslenzkum fiski-botnvörpungum. Þá hefðu og hús verið hér bæði fá og smá. Borgin hefði byggzt aðallega á æviskeiði heiðursgestsins. Það væri vita- skuld margra manna verk og að þakka margra góðra manna samvinnu, sumra framúrskarandi atorkumanna, og væri heiðursgesturinn einn í þeirra tölu, sjálfsagt meðal hinna fremstu. Fæddur væri hann í Reykjavík og þar hefði hann átt heima alla ævi. Allt starf hans þar unnið, margt og mikils- vert — hefði verið í bæjarstjórn og við mikilsverðar fram- kvæmdir riðinn í bænum til nytsemdar og framfara, þótt mest bæri á og mest kvæði að þilskipaútveginum. Þar hefði hann verið brautryðjandi. Byrjaði á Fanny (1866). Með henni hefst nýtt tímabil í fiskiveiðum við Faxaflóa. Af- springur hennar orðinn allstór fiskifloti með íslenzkum, dugandi fiskimönnum. Þar með vísað leið til auðsupp- sprettu, sem eigi þrýtur og byggja má á framtíð bæjarins. Gæfumaður hefði heiðursgesturinn verið. Börn hans mundu halda nafninu uppi um langan aldur, að vér vonum. Það (nafnið) væri útlent að uppruna, en væri nú orðið al- íslenzkt, — íslenzkara en margra með hérlendu heiti — einkum reykvískt. Hann væri barn sinnar borgar; henni ann hann hugástum og hún honum, sem sjá mætti meðal annars á þessu afarfjölmenna fagnaðarsamsæti. Þökk fyrir langt og óvenju-nytsamt ævistarf. Heillaósk- ir (er samkvæmið tók allt undir með níföldu húrra). Að þeirri ræðu lokinni mælti heiðursgesturinn nokkur þakkarorð og afhenti landritara, formanni Heilsuhælisfé- lagsins, skjal nokkurt, er hann las fyrir þingheimi og var það gjafarbréf það hið fyrra, er hér birtist á öðrum stað í blaðinu og mikill rómur var að ger. Því næst seldi heiðursgesturinn ráðherra í hendur ann- að skjal og bað hann kunngera samsætinu; en það var síðara gjafabréfið, er ráðherra las í heyranda hljóði og bætti þar við fáorðu þakkarávarpi til gefenda allra, og bað Geir Zoega og síðari kona hans, Helga Jónsdóttir, ásamt börnum þeirra: Hólmfríði, Kristjönu, Geir og Guðrúnu. votta þeim fyrir Heilsuhælisins hönd alúðarþakkir með lófataki að fornum sið (þingheimur klappaði). Þessu næst flutti Þórhallur biskup ræðu fyrir minni konu heiðursgestsins og barna þeirra, en hann þakkaði. Síðar í samsætinu flutti Borgþór Jósefsson bæjargjald- keri þakkir fyrir ágætt fóstur, kom til hans 19 vetra og var hjá honum 29 ár, og lýsti nokkuð mannkostum hans. En kona Borgþórs, frú Stefanía Guðmundsdóttir leikkona, hafði yfir kvæði það eftir G. M., sem prentað verður hér síðar og var sungið í samsætinu, I, kaflinn, svo og kvæði Matth. Jochumssonar. Samsætið fór hið bezta fram; stóð fram á nótt.“ Næstu árin lifði Geir enn við hina beztu heilsu og var sem ekkert gæti bugað þrek hans. Naut hann í ríkum mæli ástar og umönnunar konu sinnar og annarra vandamanna. Jafnframt varð hann þess var við margvísleg tækifæri, hversu mikils Reykvíkingar og raunar landsmenn allir, mátu starf hans og forystu í atvinnumálum. Komu vin- sældir hans enn greinilega fram er hann varð 85 ára að aldri vorið 1915. Segir ísafold svo frá: „Þennan dag fyrir fimm árum var Geir Zoiiga haldið fjölmennt samsæti hér í bæ og gaf hann þá ásamt konu sinni stórgjafir til Heilsuhælisins. Þau fimm ár, sem liðin eru síðan, virðast ekkert hafa komið við gamla manninn. Hann er æ hinn sami — stórern að sjá og framkvæmda- hugurinn sílifandi. Að undirlagi borgarstjóra lék hljóðfæraflokkur K. F. II. M. (Sumargjöfin) nokkur lög fyrir framan hús Geirs Zoega kl. 10 í morgun, svo sem til að flytja honum kveðju bæjar- stjórnar.11 Fánar voru dregnir að hún á hverri stöng í bænum, og var afmælisbarninu sýndur margvíslegur virðingarvottur.

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.