Akranes - 01.11.1945, Blaðsíða 8

Akranes - 01.11.1945, Blaðsíða 8
128 AKRANES Ól. B. Björnsson: Vænlegt er í Vestmannaeyjum III. grein Þegar sendimennirnir komu til Reykjavíkur var ekki byrj- að á niðursetningu vélar. Þá stóð svo á, að hjá Bjama var til 6 hk. Möllerupsvél, sem var óráðstafað. Þeim félögum leizt betur á hana en Danvélina og varð að samkomulagi að Möll- erupsvélin yrði sett í bátinn, en ekki Danvélin, sem Gísli hafði keypt í hann. Þetta mun vera fyrsti bátur, sem smíðaður var undir mót- orvél hér á landi, en nokkru áður var sett vél í róðrarbát Árna Gíslasonar á ísafirði. Danvélin var svo sett í bát, sem smíðaður var fyrir Guðmund heit. Diðriksson. Einhverjir „hamsar“ munu enn vera til af þessari gömlu Danvél. Bátur þessi hlaut nafnið „Eros“ og var víst tíðum nefndur „rosi“. Þetta var hinn fyrsti vélbátur í Eyjum. Heldur gekk allt stirðlega í sambandi við þessa frumsmíð, og frumkvæði þess- ara manna að hinum risavaxna vélbátaflota Eyjamanna. — Báturinn þótti ekki góður sjóbátur, og vélin var í sífelldu ó- lagi. Um þetta leyti var Þorsteinn í Laufási ungur og upprenn- andi formaður, duglegur og kappsfullur. Ekki þótti honum þetta glæsilegt, og var hræddur við þessa ömurlegu reynslu. Fyrirfarandi sumur hafði hann o. fl. farið til Austfjarða til fiskveiða, eins og mikið tíðkaðst um þetta leyti. Fór hann þangað enn þetta sumar. Þar sá hann og kynnti sér, hjá Stefáni Th. Jónssyni á Seyðisfirði, vélbát, sem honum leizt vel á, og taldi hitt þá fremur óhöpp og einsdæmi. Pantaði hann þá þegar nýjan vélbát frá Fredrikssund í Danmörku. — Var það fyrir milligöngu Ólafs kaupmanns Árnasonar á Stokkseyri. Báturinn var 7 tonn að stærð, opinn, en yfir- byggður í báða enda, eftir að hingað kom. Hann var fluttur heim með Láru 9. sept. 1905, og var gefið nafnið Unnur, og kostaði 3870 krónur. í bátnum var 8 hk. Dan-vél. Meðeigendur Þorsteins í þessum öðrum bát, sem Eyjamenn eignuðust voru: Þorsteinn Johnson, sem var vélstjóri, Friðrik Svipmundsson Löndum, Þórarinn Gíslason Lundi og Geir Guðmundsson á Geirlandi. Það telur Þorsteinn hafa verið ágæta og mikilsverða undir- stöðu að hinum öra vexti vélbátaflotans þarna í byrjun, að allir eða flestir, sem á bátunum voru, áttu þá saman og höfðu góðar gætur á öllum hlutum, sem að skipi og veiðum laut. Enn fremur dugnað og hjálpfýsi Gísla J. Johnsen um að lána mönnum og hjálpa á ýmsa vegu til að eignast báta. Þorsteinn og félagar hans fóru fyrst til fiskjar á þessum nýja bát 22. janúar 1906. Fengu þeir 300 þorska á skip, og þótti það mikill afli. Þorsteinn Johnson frá Jónsborg var vél- stjóri á bátnum, eins og áður segir. Þá hafði hvorki hann né aðrir neina þekkingu í meðferð mótorvéla, og reynsla Eyja- manna af hinum fyrsta vélbát ömurleg. í þessum efnum urðu þeir félagar fyrir óvæntu happi. Um þetta leyti var þá á ferð í Eyjum Halldór Guðmundsson, rafmagnsfræðingur, til að sækja tilvonandi konu sína, sem var úr Eyjum. Þau giftu sig þar 14. október 1905. Halldór var þá nýkominn heim frá vélfræði- og rafmagns- námi í Danmörku og Þýzkalandi, og var þar að auki búinn að ljúka járnsmíðanámi hér heima. Þeir Halldór og Þorsteinn voru góðir vinir. Hugur Halldórs var opinn fyrir öllum tækni- legum nýjungum, og því var hann fús til að veita þeim leið- beiningar og aðstoð í sambandi við þessa nýju vél. En þegar Halldór skipaði þeim að rífa í sundur alla vélina, stykki fyrir stykki og dreifa henni út um allan bátinn, leizt eigendunum ekki á blikuna. Um það tjáði ekki að tala, svo varð að vera sem Halldór vildi. Hann leiðbeindi þeim svo um gang og eig- inleika vélarinnar, og hvernig hún ynni, og sagði þeim nú að fara að setja vélina saman. Þetta gekk allt saman ágætlega, og var þeim gagnlegur skóli, og sá eini vélskóli sem þeir gengu í. Vélin gekk eins og klukka allan veturinn, og mátti sjálfsagt þakka það leiðbeiningum Halldórs, að meiru eða minna leyti. Vertíðin gekk svo vel, að þeir félagar gátu að henni lokinni borgað bát og alla útgerð, og auk hlutar hvers eins, borgað hverjum eiganda 800 krónur. Þetta sama ár keyptu þeir Sigurður Sigurfinnsson hrepp- stjóri og Símon Egilsson Miðey 12—14 tonna vélbát frá Nor- egi. Nefndu þeir hann „Knörrinn“, og var hann með 8 hk. Danvél. Kom hann til Eyja mjög í sama mund og fyrrnefnd- ur bátur, eða 6. sept. 1905. Sigurður var góður smiður, for- maður, „og gat allt“, eins og Þorsteinn segir. Sigurður sigldi þessum bát, fyrst vélarlausum frá Noregi til Danmerkur, og fékk þar vélina í hann. Eftir það sigldi Sigurður bátnum frá Danmörku til Vestmannaeyja við þriðja mann, og kom hing- að hinn 6. sept., eftir 10 daga útivist. Er Sigurður þannig vafalaust fyrsti íslendingur, sem stýrt hefur vélbát milli landa. í Óðni 1906 er frásögn Sigurðar af þessu ferðalagi, og segir hann þar að lokum: „Sannfærður er ég um, að þessu líkir bátar eru vænlegri til aflabragða og áreiðanlegri fyrir líftór- una en opnu manndrápsbollarnir, sem vaninn, heimskan og þekkingarleysið eru búin að negla íslenzka og færeyska sjó- menn við, hverja öldina eftir aðra.“ Þegar þetta sama haust var báturinn notaður til landferða, og upp á Stokkseyri með vörur, og þótti mikil framaför. Fyrir vertíðina 1906 kom þriðji báturinn til Eyja. „Berg- þóra“, 9 tonn að stærð, með 10 hk. einf. Danvél. Eigendur hans voru þessir: Magnús Þórðarson í Dal, Símon Egilsson Miðey, Ólafur Auðunsson Þinghól og Stefán í Gerði. Vestmannaeyingar létu hendur standa fram úr ermum um aukningu vélbátaflotans, eins og áður segir. Þeir blátt áfram útrýmdu opnu skipunum í vetfangi, svo sem marka má af því, að árið eftir (1907) voru komnir þangað 18 bátar, en árið 1908 eru þeir orðnir 32 talsins. í byrjun voru flestir bátarnir líkir að stærð eða heldur stærri, en vélarnar fljótt aðeins stærri eða 10—12 hk., tvöfaldar. Þegar farið var að róa þarna fyrstu vélbátunum, þótti sum- um eða mörgum allt þetta atferli næsta glæfralegt, og jafnvel hegningarvert og óleyfilegt. Að fara úr þessu hafnleysi á haf út í misjöfnu veðri á hálf-opnum eða al-opnum bát, sem þá og þegar gat orðið algert rekald og bjargarvana. Þessi „vísa“ var víst oft kveðin, en það þýddi ekki þá fremur en áður, að láta drepa úr sér allan kjark. Það er ekki hægt að lifa eða komast neitt áfram nema með mikilli áhættu; fyrir þraut- seigju og fórnir. Enda sóttu menn sjóinn fast og hikuðu hvergi. Sjómennirnir fundu ekki mikið til þeirra ógna og á- hættu, sem þessari miklu sjósókn var samfara, hvort sem var á opnu skipunum eða vélbátunum. A. m. k. ekki nema þeir, sem horfðu á úr landi, er menn lentu í tvísýnu eða týndust í lendingunni. En fyrir ástvini og alla í landi var tíðum erfitt að vera áhorfendur að því, sem gerðist í námunda við Eyj- arnar og í lendingu ekki sízt. Það segja kunnugir menn, að þetta hafi oft verið óttalegt, áður en hafnargarðarnir komu. í austan stórivðrum var tíð- um öll höfnin í einu broti. Öldurnar voru ægilegar og gengu langt á land upp, eins og þær ætluðu að taka landið með sér og allt, sem á því var. Heimaklettur tók vel á móti, og gaf ekki eftir. Innsigling-

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.