Akranes - 01.08.1947, Page 3

Akranes - 01.08.1947, Page 3
Ekki nægir að nefna einn atburð, atvik eða örfáa menn í sambandi við frelsi og framfarir landsins siðustu 100 árin. Að vonum bera þó menn og atburðir misjafn- lega hátt á þessari þroskaleið þjóðar- innar. Hér verður ekki gerð nein tilraun til að segja sögu þessa mesta framfaratímabils landsins. Aðeins ætlunin að minnast á fyrsta áfanga þeirra þýðingarmiklu félags- samtaka alþjóðar, sem markað hafa veru- leg og varanleg spor í framfarasögu sið- ustu áratuga. Minnast á það sem ekki má gleymast: Hið fyrsta farsæla skip Eim- skipafélags Islands, „Gullfoss.“ ★ Fyrir eyland, eru siglingar lífsnauðsyn. Enda sigldu fslendingar þegar á land- námsöld, í vestur, suður og austur, til frelsis, fjár og frama. Þeir týndu frelsinu. Féð fór veg allrar veraldar, en þeir gerðu framann óforgengilegan, með því að skrá- setja sögu þeirra alda. Sögu sem var þjóð- mni til blessunar á dimmum dögum. Boð- beri og bjargvættur til þess sem orðið er. Þegar ölL þjóÖin sameina'Öist. Aldrei fyrr —— um margar aldir — hafði hin íslenzka þjóð sameinast eins vel, og skilið þá megin nauðsyn, að hefja á ný skipulagðar millilandasiglingar, með eigin farmönnum á innlendum skipum. Eins og þegar svo að segja hvert mannsbarn — austan hafs og vestan — til sjávar og sveita, lagði sitt lóð til lausnar þessari höfuðnauðsyn þjóðarinnar til endurbor- tns frelsis. Þegar Eimskipafélag Island var stofnað. Mörgum hlýnar áreiðanlega um hjartaræturnar þegar hann minnist þess- akranes ara sæludaga. Þegar móðir og mey, faðir og sonur, karl og kona, buðu fram meira og minna af eigindómi sinum, — stundum aleigu — til þess að „skrautbúin skip fyrir landi“ mættu á ný fljóta með fríðasta lið. Þetta ár er í minningunni, sem hið vina- legasta vor. Engar úrtölur eða erfiðleikar komust að, er lausnarstundin nálgaðist. Þessu átaki fylgdi gifta, bænarorð, birta og blessun, sem enn hefur nægt þessu óskabarni hins endurborna íslands. Við vonum að þessi heill verði eldur og afl- gjafi Einmskipafélagsins með hverri nýrri kynslóð, svo að sá nauðsynlegi þáttur megi færa þjóðina í heild feti framar en for- feður þeirra stóðu. Til þessa óvenjulega einhuga þjóðar- innar við stofnun Einmskipafélags íslands, má ef til vill rekja met það sem sett var i sambandi við lýðveldistökuna. 1 báðum tilfellum er um að ræða hámark þjóðar- þroskans þegar mest lá við. Einmitt nú eru slík mikilsverð tímamót í okkar þjóð- lífi. Sem eins og í bóðum hinum tilfell- unum byggist á þroska og þegnskap þjóð- arheildarinnar. Vonandi ræður gifta þar enn góðri lausn. Með hliðsjón af þvi sem hér er sagt, er það því merkilegur og mikilvægur at- burður þegar fyrsta skip Eimskipafélags fslands kom til landsins. Og í framhaldi af því, hver einasta ferð þess, meðan það fékk þjónað því hlutverki sem eindæma vorhugur allrar þjóðarinnar hafði falið því að inna af hendi. Hér verður því gerð tilraun til að rifja upp ýmislegt í sambandi við „Gullfoss.“ Yfir þessu fyrsta glæsta skipi og ferðum þess hvilir enginn skuggi. Engin sár eða vonbrigði, þó oft hafi sjálfsagt verið djarft AKRANES VI. árg. — ágúst—sept. 1947 — 8.—9. tbl. XJtgefandi, ritstjóri og ábyrgöarmaSur: ÓLAFUR B. BJÖRNSSON AfgreiÖsla: MiÖteig 2, Akranesi. PRENTAD t PRENTVERKI AKRANESS H. F siglt milli skers og báru, á friðar og ófriðar- tímum. Aðeins síðasta ferð þess að heiman vekur óþægilega kennd fjölmargra fslend- inga. Að þessi blessaði bátur skyldi ekki geta þjónað þessu ástkæra landi til hinztu stundar á hafinu, og fá með eðlilegum hætti að því loknu „í ellilaun,“ að „bera beinin" á fósturjarðar ströndum. Að vera sett hér upp í vog eða vík, til einhverra nota, og til að minnast við, eftir að hafa frá upphafi verið flagg- og forystuskip og óskabarn landsins á þessu endurborna frumskeiði íslenzkra siglinga. ★ örfá orð um stofnun félagsins. Hér er ekki hægt að rekja aðdraganda að stofnun Eimskipafélagsins, né starfs- sögu þess. í stjórn þess hafa verið frá fyrstu tíð ágætir öruggir menn, og fram- kvæmdastjórar þess góðir og gætnir. Sama má víst segja um starfsmenn þess yfirleitt. Bráðabirgðastjórn félagsins skipuðu þessir menn: Thor Jensen, sem var for- maður. Sveinn Björnsson, núverandi for- seti íslands. Eggert Claessen. Jón Björns- son og Jón Þorláksson. Stofnfundur félagsins var settur i Iðn- aðarmannahúsinu í Reykjavik, 17. jan. 1914. Settur kl. 12 á hádegi, af varafor- manni bráðabirgðastjórnarinnar, Jóni Gunnarssyni, með þvi að formaðurinn, Thor Jensen, var þá erlendis. Halldór Danielsson var kosinn fundarstjóri. Sveinn Björnsson hafði aðalframsögn. Skýrði frá tildrögum til stofnunar félags- ins og starfi bráðabirgðastjórnarinnar. Gat liann þess m. a., að tilboð hefðu borist um erlent hlutafé, frá Hamborg, Kaupmanna- liöfn og Englandi, með eða án skilyrða, en engu þessara tilboða hefði verið tekið. Allan kostnað við hlutfjársöfnunia til þessa dags, kvað hann vera kr. 3841, 31, en bráðabirgðastjórnin hefði ekkert tekið fyrir sín störf, og ætlaði sér það ekki. (Hvað mundi hafa gerst í þessum efnum í dag?) Hafði liún haldið 49 bókfærða fundi, en auk þess komið oft saman. Var framsögumanni þökkuð ræðan með al- mennu lófataki. Þegar liér var komið, fundarstörfum var orðið svo þröngt í Iðnó, að til vandræða Framliald á bls. 98. 8 7

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.