Akranes - 01.08.1947, Blaðsíða 6

Akranes - 01.08.1947, Blaðsíða 6
HOLLU STU HÆTTIR VII. GREIN Hollt matarœði. Frá því hefir nú verið skýrt í tveim undanförnum greinum, hver þörf líkam- anum er fæðu og hverra efna í fæðunni, en þar sem nú er langt um liðið siðan önnur þessara greina birtist, þykir rétt að rifja upp fáein atriði. Við létta vinnu er talið, að karlmanns- fæði þurfi að vera 3000 hitaeiningar á dag, en kvenmannsfæði 2400 hitaein. Við meðal vinnu þurfa karlmenn 3500 hita- ein., en kvenmenn 3000, t. d. við algeng innanhússtörf. Við erfiðisvinnu þurfa karlmenn allt upp í 5000 hitaein. Börn á 2. ári þurfa rúmlega 800, en á 3. ári 900 til 1000 hitaein. Fimm ára hörn þurfa um 1200, en 8 ára um 1800 hitaein. Þegar börn eru orðin 12 ára, þurfa þau jafn mikið og fullorðnir við létta vinnu, en 14—15 ára gömul jafn mikið og fullorðnir við meðal vinnu. Næringarefni fæðunnar eru, svo sem kunnugt er, eggjahvíta, fita og kolvetni (þ. e. mjölefni og sykurefni). Ekki er það fastákveðið, í hvaða hlutfalli þessi efni skuli vera í fæðunni, en þar sem eggja- hvítuefni er líkamanum nauðsynlegt til endurnýjunar, til þess að bæta upp slit, þá má hún ekki vera undir vissu marki. Það er talið, að hún þurfi að vera sem svarar 1 gramm á hvert kílógr. líkams- þunga, hjá fullorðnu fólki, en hlutfalls- lega meiri í fæðu barna og unglinga í manna hafa gjört sér þetta ljóst og gjöra enn, þar sem fyrirætlanir þeirra, undir- búningur og starf að því, að skapa frið, farsæld og hamingju eru í raun réttri á því byggð, að virða og efla dyggðirnar og mannkostina og láta þau verða sem mestu ráðandi. Manndyggðirnar eru mannsand- anum eðlilegar. Það er honum eðlilegt, að þroskast á þeirri braut og keppa að þeim hugsjónum. En sú ganga er örðug og sá skóli er þyngri en skóli vitsmuna og þekk- ingar, sem menningarþjóðirnar leggja nú einkum áhrezlu á og hafa gjört. Það er þó víst, að -eigi heill og hamingju einstklinga og þjóða að verða borgið, þá verða þjóð- irnar nú að leggja allt aðra og meiri á- herzlu á manndyggðirnar í öllu barna- uppeldi og þjóðaruppeldi en verið hefir, enda er mörgum beztu mönnum það fylli- lega ljóst. Þá kemur mjög mikilvægt atriði til greina, grundvöllurinn. Vér höfum traustan grundvöll undir uppeldi og þjálf- un vitsmuna og þekkingar. Sá grundvöllur er staðreyndir og reglur vísindanna, sem ekki eru vefengdar. En þegar kemur til vexti. Eftir því ætti karlmaður, sem er 70 kg. að þyngd, að þurfa 70 gr. af eggja- hvítu á dag, en það samsvarar 350 gr. af hráu, mögru nautakjöti (í því er 20% eggjahvíta). Það er yfirleitt talið heppi- legast, að eggjahvítuefni fæðunnar séu bæði úr dýra- og jurtaríkinu og að börn og unglingar þurfi ekki sízt ríflegan hluta dýraeggjahvítu, og þá einkum í mjólk. Auk þessara næringarefna eru svo bæti- efnin og ólífrænu efnin (söltin), sem sagt var frá í síðustu grein og ekki þarf að endurtaka. Eitt er það enn, sem er athyglisvert og ekki má gleyma. Konur, sem hafa barn á brjóstí, þurfa meira og betra fæði en ann- ars, og sömuleiðis um meðgöngutímann. Þær þurfa fleiri hitaeiningar og meira af bætiefnum og söltum, einkum D-efni og kalkefni. Börn þurfa einnig meira af A- efni, D-efni (einkum pelabörn), kalkefni og fosfór en fullorðnir. Konur vanfærar og þær, sem hafa barn á brjósti, þurfa 3000—3600 hitaeiningar í stað 2400—3000 endra nær. Eggjahvíta úr dýraríkinu er þeim nauðsynleg. Þær eiga að neyta mikils af mjólk, eggjum og kartöflum. f mjólk er kalk, fosfór, A- og B-efni, og í eggjum A-, B- og C-efni og töluvert af járni. Eggjahvíta i mjólk og eggjum hefir mikið næringargildi. f kart- öflum er C-vitamin, B-vitamin, kalkefni og fosfór. Það, sem þá helzt skortir, er D- um hin önnur andlegu verðmætin, dyggðir og mannkosti, þá eru ekki allir á eitt sáttir um grundvöllinn. En það liggur í augum uppi, að sá grundvöllur, sem siðgæðisupp- eldi og siðgæðislíf einstaklinga og þjóða byggist á, verður að vera traustur. Hann þarf að vera því traustari, sem allt slíkt uppeldi er hið erfiðasta og vandasamasta og þau andlegu verðmætin eru torsóttari og heimta meira viljaþrek og sjálfsafneit- un. En þá er grundvöllurinn traustur, ef hann veitir það afl sannfæringarinnar, sem ber uppi alla breytni manna og lætur ávallt halda í réttu horfi. Til þess að svo verði, nægir ekki nein óákveðin hugmynd; heldur föst sannfæring. Siðgæðisgrund- völlurinn verður að vera föst og ákveðin lífsskoðun. Vér kristnir menn erum þess fullvissir, að kristin trú sé slíkur öruggur grundvöllur, öllum æðri og ódauðlegur. Á honum ber að byggja uppeldi æskulýðsins, og allar reglur um breytni og sambúð í mannlegu samfélagi, því „enginn getur annan grundvöll lagt en þann, sem lagður er, sem er Kristur.“ efni, og það má bæta sér með góðu lýsi, 1—2 tesk. á dag. En hvernig á þá að haga mataræðinu almennt, að fengnum þessum upplýsing- um? Einfaldasta ráðið virðist vera það, að nota þau matvæli, sem eru auðug að öllum nauðsynlegum efnum, en sleppa hinum. Þá væri aðallega lifað á mjólk, osti, kjöti, eggjum, grænmeti, kartöflum og ávöxtum, feitum fisk, lifur og lýsi, auk vissra teg- unda mjölmetis. Sleppt væri þá alveg hvítu hveiti, hrísgrjónum (póleruðum), sykri, óbættu smjörlíki og tólg. En málið er ekki svo einfalt, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. 1 fyrsta lagi framleið- um vér ekki nægilega mikið af öllum þeim matartegundum, sem eru mest verð- ar og af sumum lítið sem ekkert, enda þola þær illa geymslu. 1 öðru lagi eru hollustu matartegundir vorar yfirleitt dýrar, enn sem komið er, og sumar rándýrar, svo sem smjör, ostur, egg, tómatar og enda sumt grænmeti. Sumar þessar tegundir, t. d. ostur, verða því öllu fremur sælgæti en veigamikill þáttur í fæðunni, sem þær þó þyrftu að vera. Ennfremur þykir mörg- um mjölmeti og sykur ljúffengari fæða en önnur, auk þess sem hún er ódýrari. Til þess að ráða bót á þessu er bent á það ráð, að fara meðalveg. Fæðunni er skipt í tvennt, verndandi fæðu og orkugefandi fæðu. Verndandi fæða er, ef svo má segja, kjarni fæðunnar. 1 henni eru þau efni, sem ekki má vanta, þ. e. eggjahvíta, bætiefni og sölt, og nægilega mikið af þeim. Verndarefnin eru aðallega mjólk, mjólkurafurðir, garðmatur, kjöt, egg, feitur fiskur (síld!) og lýsi. Mjólk er fullkomin fæðutegund; í henni eru flest öll bætiefnin og flest söltin. Þessi hluti fæðunnar, verndandi fæðan, á að nema um 1500 hitaeiningum hjá fullorðnu fólki, eða um helming fæðunnar. Við það bætist svo orkugefandi fæða, aðallega kolvetni, þ. e. mjölmeti og sykurefni, sem fer þá til brennslu í likamanum og verður mismun- andi mikil viðbót eftir tegund fæðunnar. Verndandi fæðan á vitanlega að vera til- tölulega meiri í fæði barna og því meiri hluti sem þau eru yngri. Hér skulu nefnd 3 dæmi um matarhæfi. 1. Barn á 3. ári. Mjólk 1 líter, 1 egg, grænmeti 30—60 grömm, kartöflur eða aðrir rótarávextir 50 gr., lýsi 1 teskeið, ávextir eða hrátt grænmeti. Þetta er verndandi fæða, alls rúmar 800 hitaein. Við bætist orkugefandi fæða, smjör 10 gr. og mjölmeti 50 gr. Samanlagt rúmlega 1000 hitaein. 2. Barn 6 ára. Verndandi fæða: Mjólk 1 líter, 1 egg, kjöt, fiskur eða ostur 30 gr., grænmeti 100 gr., kartöflur (eða aðrir rótarávextir) 150 gr., lýsi 1 teskeið, á- vextir eða hrátt grænmeti (C-efni). Orku- gefandi fæða: Smjör 20 gr., mjölmeti (brauð) 100 gr. Samanl. um 1500 hitaein. 90 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.