Akranes - 01.08.1947, Síða 10

Akranes - 01.08.1947, Síða 10
Ólafur B. Björnsson: Þœttir úr sögu Akraness V. 13. HVERSU AKRANES BYGGÐiST 2. kafli. — Fjölgun býla og bæja til 1840. 29. Götuhús (framhald). Árið 1879 er samhliða Guðmundi þarna, Halldór Jónsson, steinsmiður, þá 40 ára, og Sesselja Gísladóttir kona hans, þá 42. ára. Hjá þeim eru þar þá tvö börn þeirra: Svanborg Sigurrós, 13 ára, og Jónmundur Júlíus, 6 ára. Þessi ungi maður, Jónmund- ur Júlíus, er nú aldraður prestur á Stað í Grunnavík. Séra Jónmundur er fæddur 4. júlí 1874 á Belgsstöðum í Akraneshreppi hinum forna. Hann varð stúdent 1896. Cand. theol, 1900, prestvígður 14. okt. sama ár. Hann er kvæntur Guðrúnu Jóns- dóttur, ættaðri sunnan úr Kjós. Halldór og Sesselja húa í Götuhúsum til 1888. Eitt ár munu þau hafa verið á Hliði, en síðan flutt alfarin til Reykjavíkur. Halldór mun hafa verið hér einn fyrsti maður sem fékkst nokkuð við múrsmíði. Var t. d. einn þeirra sem var við byggingu gamla harnaskólans. Árið 1889 kemur Halldór Oddsson að Götuhúsum, þá 26 ára gamall og kona hans, Jórunn Þorkelsdóttir, þá líka 26 ára. Halldór var efnilegur maður og duglegur formaður. Hann sótti sjó fast, og svo langt, að oft var styttra til Jökuls en heim. Var það hættulegt á þeim farkosti sem þá var um að ræða, enda talið að Halldór og hans menn hafi farist í slíku langræði. Hans naut ekki lengi við, því að hann drukknaði 28. eða 29. júlí 1898. Halldór Oddsson var ættaður frá Múla- koti í Borgarhreppi, sonur Odds Jónssonar, bónda þar. Jórunn var dóttir Þorkels bónda í Káravík á Seltjarnarnesi og Helgu konu hans, en hún mun hafa verið í ætt við séra Guðmund Einarsson og þau systkini. Systir Jórunnar var og Helga, kona Guðna í Götuhúsum, sem nýlega var nefndur, og Ingibjörg, nú á Elliheimilinu í Reykjavík. Börn Halldórs og Jórunnar eru þessi: Ármann, skipstjóri, á Hofteigi, og Hall- dóra, kona Árna sigurðssonar, skipstjóra, í Sóleyjartungu. Síðar giftist Jórunn í annað sinn Einari Hannessyni. Bjuggu þau áfram í Götuhúsum þar til 1911, er þau færðu sig og byggðu hús við Vestur- götu og nefndu Kothús. Verður þeirra getið þar síðar. Ólafur Stefánsson, síðar í Brautarholti, og Arnheiður Guðrún Guðmundsdóttir, kona hans, byrja búskap sinn í Götuhús- um 1907 og eru foreldrar hennar þá hjá þeim. Árið 1908 kemur Ásmundur Ólafsson að Götuhúsum og kona hans, Steinunn Narfadóttir. Byggir Ásmundur þá hús það, sem enn stendur þar. Þau búa þarna til vors 1919, er þau flytja búferlum að Uppsölum í Hálsasveit, þar sem þau höfðu áður búið. Þessi eru börn Ásmundar og Steinunnar: Ólöf og Guðný, búsettar hér, og Hallfríður, gift Guðm. Þorsteinssyni á Auðstöðum í Hálsasveit, og búa þau þar. Steinunn andaðist á Uppsölum 1941. Ásmundur flytur hingað aftur 1942, á- samt fyrrnefndum dætrum sínum, Ólöfu og Guðnýju. Það sama ár selur Ásmundur Guðna Guðmundssyni, sem áður hafði byggt Guðnabæ og verið í Bræðraborg, og konu hans, Helgu Þorkelsdóttur. Þau bjuggu þar þangað til Guðni deyr, 6. júní 1923. Síðan bjó þar ekkja hans, þar til hún andaðist 20. sept. 1933. Börn þeirra Guðna og Helgu eru: 1. Guðrún, nú búandi í Bræðraborg. 2. Kristín, kona Haraldar Arasonar, Kirkjubraut 3. 3. Júlíana, sem lengi hefur búið í Götu- húsum, fyrst með móður sinni. Júlí- ana er ekkja eftir Kristófer Bjarnason, sem drukknaði á þilskipinu Valtýr. Júlíana og Kristófer áttu tvo syni, sem upp komust: Bjarni, kvæntur Guðrúnu Oddsdóttur á Arnarstað, og Magnús, sem býr með móður sinni í Götuhúsum. Að Götuhúsum lá vegurinn neðan úr Skaganum og þaðan inn með sjó, inn Voga. Ekki höfðu Götuhús land, nema nokkuð ríflega til garðræktar. Aðgang að sjó hafði býlið í Götuhúsavör og vergögn á Götuhúsakampi. 30. Geirmundarbær. Það má telja nokkurn veginn víst að Geirmundarbær hafi fyrst verið byggður 1813, af manni þeim er Geirmundur hét. Ekkert annað eða meira veiður þó um þetta vitað vegna vantandi gagna. Sennilega er Geirmundarbær eitt þeirra býla sem reist voru samkvæmt tilboði Ól- afs Stephensens, og getið hefur verið hér áður. Mörg þesara býla hafa fengið all- mikið land og eru því grasbýli. Einnig fá þau réttindi til sjávar, venjulega hið næsta sér. Ekkert verður vitað um búendur í Geir- mundarbæ fyrr en 1826, en þá býr þar Einar Einarsson, húsm., 37 ára, og Mar- grét Bjarnadóttir kona hans, 45 ára. Þeirra börn eru þá: Arndís, 13 ára, Auður, 11 ára, Sigurður, 6 ára, Einar, 4. ára, og Kristján, 1 árs. Árið 1828 býr þar Sveinn Helgason, 55 ára, og Guðrún Jónsdóttir, kona hans, 50 ára. Þeirra börn: Jón og Guðrún, þá bæði talin 13 ára. Árið 1834 býr þar Eiríkur Pétursson, 58 ára, og Sigríður Ólafsdóttir, kona hans, 61. árs. Hjá þeim er þá dóttir þeirra, Sól- veig, 27 ára. Þau áttu líka tvo syni, Ólaf og Jón. Árið 1840 er þangað kominn Magnús Hjálmarsson, 30 ára, og kona hans, Sól- veig Einarsdóttir. Þ. e. Sólveig dóttir fyr- greindra hjóna, sem þar eru 1834. Erlendur Erlendsson, síðar í Teigakoti, býr þarna 1855. Hinn 24. maí 1863 selur hann bróður sínum Sigurði Erlendssyni Geirmundarbæ fyrir 400 rd. Þegar þetta var, dvaldist Sigurður hjá bróður sínum á Bjargi, en fer nú að búa í Geirmundar- bæ með konu sinni, Guðrúnu Guðmundsd Guðrún í Geirmundarbæ var systir Guðbjargar, síðari konu Magnúsar Jörg- enssonar á Söndum, Margrétar, móður Guðmundar Árnasonar í Halakoti og Ingi- bjargar, móður Guðmundar Þorsteinss- sonar í Sandgerði og Sigurvöllum, (afa Guðmundar Jónssonar söngvara.) Ekki er mér kunnugt um ætterni þeirra systra, en hefi þó heyrt að þær væru ættaðar ofan af Mýrum eða Borgarhreppi. Áður en Guð- rún í Geirmundarbæ giftist Sigurði, mun hún hafa verið trúlofuð manni, sem lík- lega hefur verið ættaður af sömu slóðum. Áttu þau saman tvö börn. Hinn góðkunna glaða mann, Guðmund i Deild og Guðríði, sem giftist Vigfúsi járnsmið í Nýjabæ. Þau fóru til Ameriku. Guðrún í Geir- mundarbæ hvað hafa verið hin mesta myndarkona, vel greind og vinnandi. Þau Sigurður og Guðrún í Geirmundar- bæ eignuðust 2 dætur, Kristínu og Ingi- björgu. Kristín giftist frænda sínum, Erlendi Tómassyni frá Bjargi, (þau þannig bræðrabörn). Tóku þau við búi í Geir- mundarbæ eftir foreldra sína og bjuggu þar lengi síðan. Þau Erlendur og Kristín áttu aðeins eina dóttur, Guðrúnu. Hún er gift Kristni Gíslasyni frá Ármóli. Þau tóku við búi af Erlendi og Kristínu 1937 og búa þar enn. Þau eiga 2 börn, Gisla Teit, og Elinu Kristinu. Erlendur á Bjargi fór snemma að heim- an að vinna fyrir sér, og var t. d. um mörg ár vinnumaður hjá Hallgrimi á Miðteig og formaður á skipi fyrir hann, og talinn hinn liprasti formaður. Þeir Er- lendur og Hallgrímur urðu góðir vinir, og höfðu miklar mætur hver á öðrum. Þegar Erlendur fór frá Hallgrími og fór að eiga með sig sjálfur, leysti Hallgrímur hann út með gjöfum í peningum og gagnlegum hlutum. Erlendur er orðinn háaldraður maður, f. 12. sept. 1865. Hann er enn við góða heilsu, en er allmikið farinn að tapa sjón. Erlendur er nú vistmaður á Elliheimilinu. Kristín kona Erlendar var fædd í Geir- 94 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.