Akranes - 01.08.1947, Qupperneq 11
mundarbæ 18. okt. 1865. Þar ól hún allan
aldur sinn að undanteknum 6 árum, frá
1912—18, er hún bjó á Litlateig. Kristín
andaðist 30. ágúst 1938. Hún var sérstak-
lega vel gerð og geðug kona. Mun hennar
síðar verða getið í þessum þáttum.
Ingibjörg systir hennar giftist Jóhanni
Eyjólfssyni, fyrrum alþingismanni, frá
Sveinatungu. Var hún orðlögð fyrir fríð-
leik, göfgi og góðleik.
Löngu eftir aldamótin siðustu keypti
Sveinn Guðmundsson í Mörk hálfa jörð-
ina Geirmundarbæ, og þar með gamla
bæinn. Bæinn sjálfan keypti fyrir nokkru
síðan Hinrik Gíslason, (kennara). Reif
hann bæinn en byggði á sama stað timb-
urhús það sem nú er talið nr. 48 við Suð-
urgötu. Nokkru neðar á eigninni byggði
Þorsteinn Daníelsson (síðar á Sælustöð-
um) lítið timburhús 1924. Þegar hann
síðar byggði á Sælustöðum, seldi hann
Erlendi áður minnst hús. Það lengdi síðan
Kristinn Gíslason eftir að hann tók við,
múrhúðaði að utan 1942.
Uppsátur og vergögn átti Geirmundar-
bær í Teigavör eins og fleiri.
31. Gata.
Þetta býli er byggt 1826, ef til vill
nokkrum árum fyrr. Býli þetta sem hér
um ræðir, stóð mjög nálægt þar sem nú
er Hofteigur eða Indriðastaðir. rétt neðan
og vestan við þar sem Efri-Lambhúsahúsið
var siðar byggt. Ef þetta býli er fyrst byggt
1826, hefur það byggt Jóhannes prentari
Lynge. Árið 1826 er Jóhannes Lynge tal-
inn 46 ára gamall og kona hans, Kristín
Kristínardóttir, líka 46 ára. Þau eru enn
í Götu 1828, en voru síðar víða á Skag-
anum. Þeirra börn voru Sigurður og Arn-
björg. Vísast til 2. tbl. 1946, en þar má
sjá nokkuð nánar um þetta fólk.
Árið 1840 býr þetta fólk í Götu: Ólafur
Böðvarsson, 45 ára, og Kristín Magnús-
dóttir kona hans, 44. ára. Þá eiga þau
þessi börn: Svanborgu, 12 ára, og Ólaf,
6 ára.
Þetta sama fólk býr þarna til 1850, en
eftir það er þessa býlis ekki getið. Þegar
Ásmundur á Háteig kemur á Skagann,
1860, segir hann að bærinn hafi verið
notaður fyrir fjós, af Magnúsi Sigurðssyni
í Lambhúsum.
32. Litlibœr.
Hann er byggður ofarlega á Bakkatúni,
rétt norður við Króka. Litlabæjar er fyrst
getið 1826, en getur þó verið byggður
nokkrum árum fyr. Þetta umgetna ár býr
þar Randalín Þóroddsdóttir, 67 ára, með
syni síninn, Jóni Brandssyni, 45 ára. Það
er ekki óhugsandi, að þetta fólk hafi byggt
þarna fyrst, og m. a. vegna fátæktar og
einstæðingsskapar lítinn bæ og nefnt
hann þessu nafni.
Árið 1828 býr þar Guðmundur Björns-
ÁKRANES
son, 50 ára, og Þórlaug Guðmundsdóttir
kona hans, 60 ára. 1835 er þar Jón Ólafs-
son, 40 ára, og Hólmfríður Halldórsdóttir
kona hans, 36 ára. Þau eiga þá 2 börn:
Ólaf, 8 ára, og Katrínu, 4. ára. Þar er þá
og sonur húsbóndans, Jón, þá 6 ára gam-
all. Þetta fólk býr svo lengi í Litlabæ.
Árið 1864 hefur tekið þar við búi eftir
foreldra sína, sá hinn ungi Ólafur, þá tal-
inn 36 ára gamall, og kona hans, Gunn-
vör Jónsdóttir.
Gunnvör í Litlabæ var áður gift Helga
Magnússyni frá Lambhúsum. (Sonur
Guðríðar, seinni konu Magnúsar Sigurðs-
sonar í Lambhúsum, og fyrri manns henn-
ar, Magnúsar Ólafssonar, bónda í Heima-
skaga. Magnús þessi drukknaði í fiski-
róðri 26. apríl 1834, og Helgi, fyrri maður
Gunnvarar drukknaði með Tómasi Zoega,
10. nóv. 1862). Sonur Gunnvarar af fyrra
hjónabandi var Magnús Helgason, sem
þarna er hjá þeim í Litlabæ, þá 3. ára
gamall. Áður en Helgi giftist Gunnvöru
var hann vinnumaður í Lambhúsum, hjá
móður sinni og stjúpa. Þar átti hann barn
með konu þeirri, sem Helga hét Þiðriks-
dóttir, og þar var þá líka vinnukona. Hún
mun hafa verið ættuð hér af Inn-nesinu.
Þessi dóttir þeirra, er Sigríður Helgadóttir
i Lykkju og viðar (nú á Elliheimilinu),
sem allir Akurnesingar kannast við. Sig-
riður er fædd í Lambhúsum 1864. Sigrið-
ur Helgadóttir ólst síðan upp hjá Magnúsi
Jörgenssyni á Söndum og fyrri konu hans,
Alríði Eiríksdóttur. Sigríður giftist síðan
Þorsteini Benediktssyni, bróðir Jóns i Að-
albóli. Börn Sigríðar og Þorsteins voru
þessi: Sigursteinn, í Króki, Ástrós, um
tima i Lykkju, og Halldóra, lengi í
Hvammi, nú dáin. Sigríður Helgadóttir er
vel greind, grandvör kona og fíngerð.
Magnús Helgason, sonur Gunnvarar af
fyrra hjónabandi, giftist hinni myndar-
legu konu, Guðrúnu Jónsdóttur, Sveins-
sonar, Jónssonar frá Fróðastöðum. Sveinn
var bróðir Daníels Jónssonar á Fróðastöð-
um, þess gagnmerka gætna manns. En
móðir Guðrúnar, var Þórdís Jónsdóttir,
Jónssonar frá Fróðastöðum, bróður Daní-
els. En móðir Þórdisar var Guðrún Hall-
dórsdóttir Pálssonar frá Ásbjarnarstöðum.
Börn Magnúsar Helgasonar og Guðrúnar
Jónsdóttur voru þessi:
1. Skarphéðinn Magnússon, bóndi í
Dagverðarnesi í Skorradal, kvæntur
Kristínu Kristjánsdóttur. Þau eiga
mörg börn.
2. Þórdís Magnúsdóttir, búsett í Reykja-
vik. Ekkja eftir Arnór Sigmundsson,
sem drukknaði af Max Pemberton.
Þau voru barnlaus, en ólu upp systur-
dóttur Þórdísar.
3. Gunnvör Magnúsdóttir, búsett í
Reykjavík, ekkja eftir Þórð Jónsson,
Eyjólfssonar, frá Hvammi í Hvítar-
síðu. Þau áttu mörg börn.
Magnús Helgason og Guðrún Jónsdóttir
keyptu húsið Marbakka og reistu þar bú.
Þau voru bæði dugleg og myndarleg og
bundu miklar vonir við framtíðina eins
og títt er um unga elskendur. Því miður
brostu þær vonir ekki lengi við hinum
ungu hjónum, því Magnús Helgason
drukknaði á Krókasundi við fjórða mann
hinn 5. maí 1894. Segir Skarphéðinn (þá
kornungur á handlegg móður sinnar)
aldrei gleyma þeirri átakanlegu stund er
þau horfðu á þennan atburð á „marbakk-
anum“ alveg við þar sem þessi hörmulegi
atburður gerðist.
Eftir það tvístraðist þessi fámenni hóp-
ur, særður holundarsári.
Þau börn Ólafs og Gunnvarar í Litla-
bæ, sem upp komust, voru þessi:
Ólafur. Ekkja eftir hann Þórunn Jóns-
dóttir. Þau áttu 1 barn.
Helgi, kvæntur Guðrún Þorkelsdóttur,
frá Þormóðsdal í Mosfellssveit. Þeirra son-
ur er Þorkell, f. í Litlabæ 10. des. 1900.
Helgi drukknaði árið 1901.
Þorkell Helgason er búsettur j Reykja-
vík, kvæntur Ástríði Björnsdóttur. Þau
eiga 9 börn, flest uppkomin. Þorkell reisti
nýbýli rétt innan við Reykjavik, og nefndi
Litlugrund. Átti það vitanlega að heita
Litlibær, en æxlaðist nú samt einhvern
veginn svo, að endirinn varð grund en
ekki bær. Þorkell hefur ræktar þarna all-
mikið land, og býr snoturlega. Mun þetta
vera myndar- og dugnaðarfólk.
Gunnvör í Litlabæ var ættuð sunnan
úr Kjós. Hún var myndarleg, góð kona og
greiðvikin. Hún mun hafa verið stillt og
dul, a. m. k. við fyrstu kynni. Fékk gott
orð, og þótti nábúum hennar vænt um
hana. Ólafur, maður hennar, var fæddur
og uppalinn í Litlabæ. Faðir hans var a.
m. k. um stund forsöngvari í Garðakirkju.
Ekki held ég að Ólafur hafi þó verið neitt
söngvinn. Hann var bezti karl, sæmilega
góður sjómaður, en drakk víst allmikið
eins og fleiri. Ólafur kvað hafa haft fyrir
máltæki, skinnið mitt og fast að því. Af
því sagði Guðmundur í Deild, sem alltaf
var með græzkulaust gaman, til að koma
fólki til að brosa: Ekki sag'Öi hann Ólafur
skinniÖ mitt alltaf fast að því; en fast að
því“ Ólafur í Litlabæ andaðist þann 11.
marz 1908, þá 80 ára að aldri. Eftir lát
hans var Gunnvör enn nokkur ár í Litla-
bæ, og var þar hjá henni Helga Magnús-
dóttir, systir Níelsar í Lambhúsum.
Helga deyr þar 9. okt. 1911. Flytur
Gunnvör þá að Hábæ og deyr þar þetta
sama ár, 19. desember. Helga Magnús-
dóttir var bráðgreind kona, margfróð og
minnug og sérstaklega ættfróð.
Með þessum gömlu konum leggst þá
Litlibær í eyði fyrir fullt og allt, og hefur
þá verið í byggð a. m. k. 85 ár, eða ef til
vill allt að 100 ár.
95