Akranes - 01.08.1947, Qupperneq 14

Akranes - 01.08.1947, Qupperneq 14
Dagtír á loftí „Dagr es upp kominn, dynja hana fjaðrar.“ Leiftra í skýjum Ijós á ný, lifnar dagur yfir bárum, þrumar hátt meS þungum gný þöglu landi í. Dunar í hafi, hriktir í fjöllum, hlœr nú sól viS nœturtröllum. Kveikja von og afl hjá öllum endurvakin frelsis hljóS. Ölga úr gömlum aldaföllum á aS skapa nýja þjóS. Sat í fjötrum sofin þjóS, sól var fyrir löngu runnin, beiS á arni brunnin glóS, blárri ösku hlóS. — Hlýddi þjóSin hetjukvœSum, hlýnaSi snöggvast blóS í œSum, svo er fleygSi hún fúnum skrœSum, féllu á kinnar þögul tár: IiúrSi hún hjá köldum glæSum kraftarýr og hungursár. Hímdi hún þjökuS, hæg og sljó, hlakkaSi naumast von í brjósti, nema er kaldráS harSstjórn hló, hjartaS örar sló. — Hún til vinnu vaknaS hefur, ver hún þaS, sem Drottinn gefur. Glóir bjartur geislavefur, greypir rós í morgunský. Aldna þjóSin ung nú hefur orrahríS viS þrumugný. Logi í brjóstum byrgSur er, brýst hann út í stórum verkum, sem af hjarta vinnum vér, vottinn þess nú sér. TryggSin glæSir traustiS dána, tengir hjörtu und þjóSarfána, merki, er lyftir yfir ána, eitraS svikum voSaflóS, sem er girnd til ráSa og rána, rotin verk og fjörlaust blóS. Vígjum ástum unga sál, elskum brjóstiS fullt af lífi, slökkvum hatur, hefndarbál, hrópum sannleiksmál. Undan merki ef enginn stekkur, aftur snýr né fyrir hrekkur, tekst aS sækja á brattar brekkur, brjótast fram meS stóra lund, svo aS syngi sundur hlekkur sigurópi á hverri stund. ★ Það er gaman, að Akumesingur skyldi koma fram á stofnfundi þessa hamingju- sama félags og flytja þetta ágæta kvæði. „GULLFOSS" MÁ EKKI GLEYMAST (Framhald af bls. 87) horfði. Var þess því óskað við séra Ólaf' Ólafsson fríkirkjuprest, og safnaðarfulf- trúa — sem báðir voru á fundinum, — að fá Fríkirkjuna lánaða fyrir fundarstað. Taldi séra Ólafur aS sínu áliti hvern þann stað helgaðan, er þetta mál vœri rœtt á. Var fundinum þvi framhaldið í Frikirkj- unni. Fundurinn stóð með nokkrum hlé- um, til kl. 3 um nóttina, og var þá búið að samþykkja stofnun Eimskipafélags Is- lands, og lokið fyrri umræðu um lög fyrir félagið. Hinn 22. sama mánaðar var svo framhald fundarins á sama stað. I fyrstu stjórn íélagsins voru þessir menn kosnir: Sveinn Björnsson, formaður, Halldór Daníelsson, varaformaður, Eggert Claesen, gjaldkeri, Jón Gunnarsson og Jón Björnsson. Þeir Halldór Daníelsson og Jón Gunn- arsson, samkvæmt tillögum Vestur-ís- lendinga. Á fundinum var samþykkt tillaga frá félagsstjórninni, um heimild til að láta byggja 2 skip til millilandaferða. Einnig að kaupa eða láta byggja tvö skip til strandferða, ef fandssjóður gerðist hlut- hafi í félaginu með 400 þús. kr. framlagi. Þá báru þeir Geir Sigurðsson, Kristján Torfason, Benedikt Sveinsson og Bjarni frá Vogi fram svohljóðandi tillögu: „Fund- urinn skorar á félagsstjórnina að sjá um, að íslenzkir verði skipstjórar og aðrir skip- verjar á skipum félagsins, sem fremst er kostur á.“ I tuttugu og fimm ára afmælisriti fé- lagsins stendur svo: „Að loknum fundar- störfum — (þ. e. á aðalfundinum) — stóð upp ungur maður, Oddur Sveinsson af Akranesi, og las með skörulegum flutn- ingi upp kvæði það, er birtist á þessari síðu, er hann hafði ort til félagsins. Nefndi hann kvæðið „Dag á lofti,“ og birtist það í blaðinu Ingólfi, 25. janúar 1914. Áður en fundinum lauk, stóðu allir fund- armenn upp og sungu „Eldgamla ísafold,“ \ar klukkan þá orðin 4 uin ncttina. Stofn- fundardagurinn var mildur og fagur. Bær- inn var fánum skreyttur af tilefni dagsins. I flestum skólum var gefið frí. Búðir og skrifstofur voru lokaðar. Allur bærinn snerist um þenna merkilega fund, enda höfðu verið afhentir um 740 aðgöngu- miðar að fundinum. Um fundinn segir ennfremur svo í áðurgreindu afmælisriti: „Svo segja þeir, er fundinn sátu, að hann hafi verið einhver hin ánægjuleg- asta samkoma, er þeir muni til. Áhugi manna var almennur, og alvara og festa ríkti um öll fundarstörf. Þeim mönnum, sem þarna voru að verki, var það áreiðan- lega ljóst, að mikið lá við, að allur undir- búningur færi vel úr hendi, að grundvöll- ur sá væri traustur, sem framtíð hins unga þjóðarfyrirtækis átti að byggjast á.“ ★ Félagið tekur til starfa. Enda þótt undirbúningsstjórnin hefði þegar unnið mikið og merkilegt starf að undirbúningi félagsins, og margt til fram- búðar, voru nú mörg og mikilvæg verk- efni, sem biðu hinnar nýju stjórnar. M. a. að ráða útgerðarstjóra, en það varð ein- mitt sá maðurinn sem bráðabirgðastjórnin hafði tryggt félaginu. Emil Nielsen, sem verið hafði skipstjóri á „Sterling.“ Sam- viskusamur sæmdarmaður. Hann gengdi þessu starfi til 1. júni 1930, en þá tók við forstöðu félagsins Guðmundur Vilhjálms- son, sem enn er framkvæmdastjóri þess. Þá komu til samningar um byggingu tveggja skipa félagsins, sem samþykkt hafði verið að láta byggja. Var það gert á grundvelli mikillar vinnu bráðabirgða- stjórnar. En mest mun þó Thor Jensen hafa lagt þar til málanna. Eftirlit með því, ráðning skipstjóra og ótal margt fleira, sem hér er ekki hægt, né þörf að rekja. Eins og á stóð, var hér um allt þetta í mikið ráðist, ekki sizt þar sem ekki var áður um neinn hliðstæðan rekstur eða reynzlu að ræða. Ef rétt mat er lagt á allt þetta, mun það koma í ljós sem furðulegt má kalla. Hve allt stórt og smátt virðist hafa farið vel úr hendi forráðamannanna, verið gagnlegt og giftudrjúgt, og staðist reynzluna prýðilega. Mætti þar margt til nefna, stórt og smátt. T. d. merki félagsins og allt útlit og yfirbragð skipanna, sem enn í dag er hið sama, og engum finnst mega, eða geta verið á annan veg. Má fullyrða að þetta hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli í öðrum löndum, sem óvenjulega fagurt og smekklegt. Hins veg- ar er því ekki neitað, að málning á reykháf og skipi er viðhaldsfrekt ef alltaf á að líta vel út. 1 allt þetta lagði stjórnin þegar mikla vinnu, og útvegaði sér aðstoð fær- ustu manna um tillögur hér að lútandi. Virðist sem hún hafi í hverju tilfelli hitt á að samþykkja, það sem ekki aðeins var nothæft, eða sómasamlegt, heldur það sem af bar og aldrei mun koma til mála að breyta. Það sýndi bezt örugt val og vinnu- brögð. Fyrstu skipstjórar á skipum félagsins voru þeir Sigurður Pétursson, frá Hrólfs- skála á Seltjarnarnesi, og Júlíus Júlinus- son, frá Akureyri. 1. stýrimaður á „Gull- foss“ var Jón Erlendsson, síðar verkstjóri í landi, og 1. vélstjóri Haraldur Sigurðsson, Jenssonar úr Flatey. Eins og gerist og gengur voru einstaka menn hér vantrúaðir á allt í sambandi við 98 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.