Akranes - 01.08.1947, Síða 15

Akranes - 01.08.1947, Síða 15
íslenzka stórskipaútgerð, og með úrtölur og ábendingar um ljón á veginum hér og þar. Þeir bentu á þá hættu sem svo van- burða nýgræðingi væri búin af hendi út- lendra skipafélaga, sem mörg voru stórrík. Ekki var þetta heldur úr lausu lofti gripið, því ekki er hægt að efast um sannleiks- gildi þess, að Sameinaðafélagið leit allt þetta brölt óhýru auga. Er sagt að ein- hverjir skipstjórar hjá Sameinaða hafa gert grín að öllu þessu og sagt eitthvað á þá leið, að það væri gott að skipin væru vel og traustlega byggð, því vitanlega tæki Sameinaða fljótlega við þessu. fslending- arnir færu á hausinn með þetta allt sam- an. Þó eitthvað sé til í öllu þessu, telja kunnugir, að það megi Sameinaðfélagið eiga, að það hafi aldrei verið með óheiðar- lega eða ósæmilega samkeppni við félagið. Hér var aðeins minnst á úrtölur ein- stakra manna, sem höfðu áhyggjur út af þessu stórhuga flani. Hér var áreiðanlega um fáa menn að ræða, en þó ekki síður SigurSur Pétursson. þá sem einhverjum manni höfðu aö má fiárhagslega, eins og gerist og gengur. Mun það t. d. hafa komið til orða að hafa samtök um að verzla ekki við þær verzlanir eða kaupmenn, sem ekkert fé legðu fram til hlutakaupa í Eimskipafélag- inu. Af þessum orðrómi eða undirbúningi, kom verzlunarstjóri þekktrar verzlunar í bænum að máli við eigandann og benti honum á þá hættu sem verzluninni gæti stafað af því, að slikur áróður bitnaði t. d. emna fyrst á þeirra fyrirtæki. Eigandinn vildi ekki eiga neitt á hættu í þessum efn- um og keypti samstundis hlutabréf í fyrir- tækinu fyrir 10 þúsund krónur. Þegar „Gullfoss“ kom svo til landsins, hofði þessi verzlunarstjóri fengið lánað ”ru°del“ af hinu nýja skipi, sett það í sýn- 'Ugarglugga verzlunarinnar og skreytt hann á marga vegu. Eftir þetta var ýmis- AKRANES Emil Nielsen. legt gert í þessari áminnstu verzlun til að minna landsmenn á Eimskip og örfa fólk til hlutakaupa í félaginu. Þessi verzlunarstjóri er nú einkaeigandi að stóru verzlunarfyrirtæki í Reykjavík, hinn nytsamasti og þjóðhollasti maður, sem ávallt liefur sýnt Eimskipafélagi Is- lands hina mestu vinsemd. Hann hélt mikið upp á „Gullfoss“ og þótti með hon- um gott að vera. ★ Nú skal nokkuð vikið að skipinu „Gull- foss,“ enda átti það að vera höfuðmarkmið og tilgangur þessarar greinar. öll þjóðin fagnaði fegursta og fullkomnasta skipi sínu. Eitt af happaverkum fyrstu stjórnar félagsins var upptaka fossanafnanna. Með hliðsjón af því lá líka beinast við að nefna Suðurlandsskipið „Gullfoss“ og Norður- landsskipið „Goðafoss.“ Eggert Claesen. „Gullfoss" var 1414 brúttó smálestir, en 862 lestir nettó, og 1200 D.W. Á fyrsta farrými átti að vera rúm fyrir 60 farþega, en 30 á öðru farrými. Þessi tala færðist niður í 44 á 1. farrými, vegna aukins rúms fyrir skipverja, sérstaklega þjónustufólk. Hinn 17. marz 1915 fór skipið reynzlu- för út í Eyrarsurid. Reyndist hraði þess 1214 sjómíla á klukkustund, en það var nokkru meira en búist hafði verið við. Hinn i. apríl lagði skipið svo af stað heim til Islands með viðkomu í Leith. Þetta var á stríðstímum, og varð að senda alla papp- íra til London til athugunar. Fyrir þessar sakir drógst för skipsins um eina viku. Að morgni hins 15. apríl kom „Gull- foss“ til Yestmannaeyja. Þegar skipsins varð vart stefndu þangað fjöldi flöggum skrýddra mótorbáta til þess að fagna því. Margir Eyjamenn stigu á skipsfjöl. Af- henti séra Oddgeir Guðmundsson skip- stjóra svohljóðandi stef frá Eyjamönnum, ort af Sigurði frá Arnarholti: Haraldur SigurSsson. „Heill og sæll úr hafi, heill þér fylgi jafna. Vertu giftugjafi gulls í milli stafna. Sigldu sólarvegi signdur Drottins nafni atalt, djarft, að eigi undir nafni kafnir.“ Um leið og séra Oddgeir afhenti þetta umrædda stef sem var skrautritað í gylltri umgjörð, hélt hann stutta ræðu, þar sem hann bauð „Gullfoss“ velkominn og árn- aði félaginu allra heilla. Þann 16. apríl kom „Gullfoss“ fánum skreyttur til Reykjavíkur, kl. 9 að morgni. Hafði verið gert ráð fyrir að flóabáturinn „Ingólfur“ færi á móti honum eitthvað út í flóann. En svo vildi til að hann var veð- urteptur í Borgarnesi þennan dag. 1 stað hans var því „lslendingurinn“ fenginn til þessarar farar. Hafði eigandinn, Elías 99

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.