Akranes - 01.08.1947, Side 16

Akranes - 01.08.1947, Side 16
VELK UMiNN Qin i Frá móííöku e. s. „Gullfoss“ í fíeykjavík, 16. apríl 1915. (Fremst til hægri er fyrsta hús félagsins.) Þá varfi allt aS fara fram viS gömlu steinbryggjuna, því þá voru hafnargarSarnir aSeins komnir, en engin uppfylling, sem stór skip gœtu lagst aS. Nú er hin gamla bryggja undir uppfyllingunni. Stefánsson, boðið í förina nokkrum mönn- um, þ. á. m. ráðherra, forseta sameinaðs Alþingis, landritara, bráðabirgðastjórn Eimskipafélagsins, bankastjórum, blaða- mönnum o. fl. Þegar skipin mættust heils- uðust þau með eimpípublæstri, en far- þegar á „Islendingnum" hrópuðu nífalt húrra fyrir „Gullfossi.“ Fjöldi mótorbáta og skipa kom einnig til móts við „Gull- foss“ á ytri höfnina. Fór þá fjöldi fólks um borð í „Gullfoss." Formaður félagsins, Sveinn Björnsson, sem var með skipinu þessa fyrstu ferð þess, stóð við uppgöngu- stigann, og bauð gestina velkomna í hið nýja glæsta skip. Þegar inn á höfnina kom var þar svo mikill fjöldi báta, að einstakt þótti vera, og glumdu fagnaðarlætin óaf- látanlega. A hafnargörðunum stóð mikill fjöldi fólks, veifandi og hrópandi húrra, einnig í allri fjörunni meðfram höfninni. Eftir að „Gullfoss“ hafði hafnað sig gekk ráðherrann Sigurður Eggerz fram á stjórn- pall skipsins og mælti svofelldum orðum: „fslendingar! „Gullfoss“ er kominn heim yfir hafið. Siglingadraumur íslenzku þjóðarinnar er að rætast. Það er bjart yfir Eimskipafélaginu í dag. Það er bjart yfir þjóð vorri, því að þetta félag er runnið af samúð allrar þjóðarinnar. Þjóðin hefur ekki aðeins lagt fé í fyrirtækið, hún hefur lagt það sem meira er, hún hefur lagt von- ir sinar í það. Þetta fyrirtæki sýnir frem- ur öllu öðru, hvað vér getum áorkað miklu, er vér stöndum allir fast saman. Auknar samgöng- ur eru lykillinn að fram- tið vorri. 1 nafni íslenzku þjóðarinnar býð ég „Gull-foss“ velkominn heim. Fylgi honum gifta landsins frá höfn til hafnar, frá hafi til hafs. Lifi „Gullfoss“.“ Gullu þá við margföld húrra-hróp hvaðan æva. 1 landi blöktu fánar á hverri stöng. Félags- stjórnin lét prýða skrif- stofu- og geymsluhús fé- lagsins með flöggum og áletruðu skrautbandi. Var á það letrað með bláum stöfum á hvítan feld: Velkominn Gull- foss. Ýmsar verzlanir í bænum höfðu skreytt glugga sína. Lúðrasveit kom sér fyrir við stein- bryggjuna og lék lög á meðan skipið hafnaði sig. Flestar verzlanir, vinnu- stofur og skólar var lok- að, meðan á þessum mikla fagnaði stóð. Allan daginn, til kl. 10 um kvöldið, streymdi fólk að skoða skipið. Alls þessa var rækilega getið í blöðum landsins. Urðu nú til mörg kvæði, sem víða birtust, og voru sum þeirra hin ágæt- ustu.Fór „Gullfoss“ fljótlega til ýmsra hafna, m.a. til Vestfjarða, með viðkomu á ýmsum stöðum, og var allstaðar fagnað álíka hjartanlega og í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Þegar skipið kom til Isafjarðar kvað Arngrímur Fr. Bjarnasson: um borð til „Sumarsólin bliða ■ signir sæmdarverkið er þjóðin fátæk fríða félags upp hóf merkið. Starf, er standi lengi, studdi drottins andi. Veiti „Gullfoss“ gengi og gæfu fósturlandi.“ Hrifning þjóðarinnar við komu þessa fyrsta fagra skips til landsins var tak- markalaus, og ævintýraleg. Enda fannst víst mörgum allt þetta ævintýri líkt. Var fólk nú líka trúaðra en nokkru sinni fyrr, á mátt og möguleika þeirra framfara, sem með þessu mikla framtaki var markað. Margir juku nú verulega hlutakaup sin í félaginu, og margir nýir bættust við. Ýmsar gjafir bárust skipinu og félaginu. Þess er áður getið, að margir hafi ort. Sum þessara ljóða voru færð skipinu skrautrituð i útskornum römmum. Þannig skrautritaði Samúel Eggertsson, kvæði Hannesar Blöndal, en Stefán Eiríksson skar rammann. Fleiri einstaklingar gálu skipinu ýmislegt, t. d. grammófón. Garðar Gíslason gaf því fyrsta visir til bókasafns. 1 sambandi við komu „Gullfoss“ til landsins, var atvik eitt sem vakti mikla athygli, og Islendingar ættu lengi að muna og meta, en það var þetta: Þegar er skipið kom til Vestmannaeyja lét fram- kvæmdastjóri félagsins, — hinn danski — Emil Nielsen, mála yfir danska fánann og nafnið „Danmark,“ á hliðum skipsins. Þetta voru hlutleysismerki til öryggis, eins og í síðasta stríði. Þá hafði Island enn ekki fengið viðurkenndan fána utan íslenzkrar landhelgi, og fékk það ekki fyrr en með sambandslögunum 1918. Urðu því skip Eimskipafélagsins að sigla þangað til undir dönskum fána utan íslenzkrara landhelgi. Þetta tiltæki Nielsens vakti mikla athygli, sérstaklega í Danmörku þegar það fréttist fíeykskáli e. s. „Gullfoss“ á 1. farrými. 100 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.