Akranes - 01.08.1947, Qupperneq 18

Akranes - 01.08.1947, Qupperneq 18
„Gullfoss“ hafi fengið verulega slæmt, eða það sem kalla mætti hættuveður. Ertu þá búinn að gleyma mikla veðrinu hér um árið, þegar þú lést drífa tvisvar sinnum á leiðinni frá Englandi hingað heim? Var það þegar kreólsótið lak niður á fyrsta farrými? Nú þú manst þá eftir þessu? Varst þú þá með? Ætli ég muni það ekki? Við Einar heitinn Þorgilsson vorum sam- an í klefa. Gengum við úr honum fyrir kvenfólki sem verst varð úti þegar yfir- bygging skipsins brotnaði og sjór kom niður. Var Einari ekki sama hvar við fengum samastað. Honum var ekki nóg að sómasamlega færi um hann, heldur einnig mig. Komst ég þá í koju með Einari skáldi Benediktssyni og Magnúsi Krist- jánssyni ráðherra. Minnist ég margs skemmtilegs frá þessari ferð, og þá ekki sízt samtölum þeirra Einars og Magnúsar, sem voru næsta ólíkir menn um flest, enda voru þeir sjaldan á sama máli í þessari ferð. Þetta var nú ein sú versta ferð er „Gull- foss“ fór segir Sigurður. Eftit að allt var orðið rólegt, kom Sigurður skipstjóri niður á fyrsta íarrými. Sá ég hann þá og þótti hann heldur veðurbarinn. Því alltaf stóð hann þá sjálfur á stjórnpalli. Var mér sagt að liann hefði þá átt að segja þetta: „Ég var feginn að ég kom ekki fyr niður, því ég hélt ekki að þetta hefði verið svona alvarlegt.“ Nú notaði ég tækifærið til að spyrja Sigurð, hvort þetta myndi vera rétt haft eftir honum. Ég mun hafa sagt eitt- hvað þessu líkt. En það var ekki vegna hætturnnar, heldur hins, að ég hefði ekki viljað fá til viðbótar þessar áhyggjur út af líðan fólksins. 1 þilfarsklefanum braut sjórinn þrjár hurðir og fyllti svo gersam- lega klefana af sjó, að menn flutu þar út úr rúmunum. En engan veginn var hægt að segja að veruleg hætta hafi verið á ferð- um. Yfirleitt var fólkið rólegt, þó sumir teldu að hér gæti brugðið til beggja vona. Eina ferð slæma fékk „Gullfoss“ líka vestur um haf, en annars ágætt, þar sem ekkert sögulegt gerðist, segir Sigurður. Ferðin, sem „Gullfoss“ átti ekki afturkvœmt úr. Orsakir liggja til alls. Mjög var rætt um að „Gullfoss“ færi til Ameríku, en ekki til Danmerkur í byrjun síðasta striðs. En á síðustu stundu breyttist þetta vegna vöru, sem flytja þurfti í kælirúmi, og fara áttu til Svíþjóðar. Var þá ekki um annað skip að ræða í bili en „Gullfoss“ og réði það úr- slitum um þessa ákvörðun. 1 fyrri ferð „Gullfoss“ hafði ísinn í dönsku sundunum tafið mjög ferðir skips- ins, og m. a. af þeim orsökum varð skipið síðbúnara til heimferðar úr þessari síðustu ferð. Á þriðjudag komu Þjóðverjarnir til Kaupmannahafnar, en „Gullfoss“ átti að fara þaðan seinni partinn á miðvikudag. Var mjög langt komið að ferma skipið. öll skipshöfnin beið í Kaupmannahöfn til 25. september um haustið, ---- frá því í apríl um vorið 1940, — og fór þá heim með Esju um Petsamó. Ekki var það sársaukalaust fyrir skip- stjóra og skipshöfn á „Gullfoss“ að yfir- gefa þetta ágæta fyrsta „stórskip" Islend- inga, sem orðið var a. m. k. skipstjóra og fyrsta vélstjóra svo kært og samgróið eftir 25 ára samfellda veru á því. En þeir tveir voru einu mennirnir sem höfðu fylgt skip- inu alla tíð sem yfirmenn, hver á sínu sviði. En þeir sem þykjast hafa öll ráð í hendi sér, og geta lagt undir sig allan heiminn ef þeim bíður svo við að horfa, spyrja ekki um lán eða líðan lítils báts eða fárra manna frá lítilli þjóð, sem langar að lifa í friði og sátt við alla menn. Lengi lifði vonin um að „Gullfoss“ mundi eí'tir allt koma heim. En sú von brást sem kunnugt er, og var lengi ekkert vitað um afdrif skipsins. Hafði vátrygg- ingarfélagið meira að segja greitt út trygg- ingarféð. Varð að sætta sig við það sem komið var í þessum efnum. Seinna fannst „Gullfoss“ og var keyptur af Islendingum, og gert við hann í Svíþjóð. Voru það þeir Pétur Guðmundsson í Málaranum og Baldvin Einarsson, skipamiðlari. Var skip- ið illa útleikið er þeir keyptu það. Létu þeir gera við það eins og áður er sagt. Seldu það til Færeyja, þar sem það heldur uppi ferðum milli Færeyja og Kaup- mannahafnar, og hefur nú hlotið nafnið „Tjaldur.11 ViSvörun. Ég spurði Sigurð hvort hann hefði aldrei dreymt fyrir neinu á ferðum sínum, eða orðið var við eitthvað einkennilegt, sem hann hefði átt illt með að vita fyrir. Nei, segir Sigurður. En einu sinni, liklega fyrir 1930, er ég var á gangi í Reykjavík, þegar vinur minn Snæbjörn Arnljótsson stöðvar mig, og segist þurfa að tala dálítið við mig. Hann heldur áfram: „Kunningi okkar beggja bað mig að hitta þig að máli, og biðja þig þess lengstra orða að sigla var- lega í þoku, á leið til Englands, þvi hann sé viss um að litlu muni að „Gullfoss" rekist á annað skip í mikilli þoku.“ Sig- urður lagði lítinn trúnað á þessa spásögn, en oft skaut þó upp í hug hans hugsunin um þessa viðvörun Snæbjarnar. Svo er það sumardag einn er hann er á leið til Eng- lands frá Danmörku. Hafði farið af stað á laugardagskvöld, og var kominn út í Norð- ursjó á sunnudagsmorgun og sigldi í nið- dimmri þoku, en blanka logni. Sigldi skip- ið með minnkaðri ferð. Það var stilltur sjór, yndislegt veður, en þokan dimm. All- ar hurðir voru opnar. Kl. að ganga 11 fer hann inn í herbergið til að drekka te, en biður stýrimanninn að láta sig vita ef hann verði einhvers var. Eftir nokkra stund kemur stýrimaðurinn og segist halda að skip sé hér skammt fram undan. Fer Sigurður þegar á stjórnpall og hringir svo að segja þegar á stopp. Eftir nokkur augna- blik er stórt skip svo nálægt „Gullfoss,“ að ekki er meira en lítil bátslengd á milli skipanna. Svo nálægt, að þó þokan væri svört, sá skipstjórinn og heyrði er skip- stjórinn á hinu skipinu færði telegrafinn. Skipin voru alveg samsíða. Eftir þetta dofnaði umhugsunin um viðvörun Snæ- bjarnar Arnljótssonar. Mannsandinn býr yfir mörgum merkilegum eiginleikum, ef þeir væru þjálfaðir og notaðir til blessunar en ekki böls. Elja og árangur. Aðeins einn maður úr fyrstu stjórn fé- lagsins er í henni enn, og hefur ætíð verið. Það er Eggert Claesen, sem einnig hefur verið stjórnarformaður frá 1926. Kunn- ugir vita bezt hvert gagn hann hefur unn- ið félaginu allt frá stofnun þess, en stöðug endurkosning hans er þar um ljóst vitni. En auk aðal starfs síns i stjórn félagsins hefur hann unnið þvi ómetanlegt gagn með árvekni sinni i þvi að safna saman og varðveita allt sem ritað hefur verið um félagið, allt frá þvi farið var að ræða um stofnun þess. Hann hefur gert meira. Þvi þessu til viðbótar hefur hann haldið saman hverjum blaðsnepli, sem á einn eða annan hátt, varðar félagið, og stjórnin hefur farið höndum um frá sama tíma. Þar með talin uppköst að bréfum og hvers konar tillög- um, m. a. að öllum merkjum félagsins. Hvernig það hefur byrjað og breytzt. Allt þetta er um gengið og innbundið af mik- illi nákvæmni, milli 10 og 20 stór bindi. Er þarna að finna öruggar heimildir og óþrjótandi lind um starfs- og þróunarsögu félagsins. Verður það einhvern tima metið að verðleikum. Vinna sem Claesen hefur lagt í þetta mikla söfnunarverk er mikil, en vinningurinn er lika mikill og þakkar- verður. Að lokum. Stofnun Eimskipafélags íslands er stór- viðburður fyrir þessa þjóð, heillaspor og happadrjúgt. Það var bjargvættur í strið- inu 1914—18 og hefur æ siðan markað brautina fyrir innlendar millilandasigl- ingar, til hags og heilla. Þegar bornir eru saman og athugaðir í réttu ljósi tímarnir þá og nú, blandast engum hugur um að byrjunin er gerð af miklum stórhug, festu og fyrirhyggju. Svo miklum og auðsæjum myndarbrag, að fram að þessu hefur stjórnin ekki — miðað við gerbreytta tíma — hlutfallslega farið fram úr því meti sem fyrstu ráðamenn félagsins settu í öndverðu. Það var mikið 102 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.