Akranes - 01.08.1947, Blaðsíða 20
„Víðförli.“ Tímarit um guðfrœði og
kirkjumál. Ritstjóri Sigurbjörn Ein-
arsson,
Mikið kemur nú út af tímaritum hér á
landi þó ekki eigi þau sér öll langan aldur,
og séu að vonum misjöfn að gæðum. 1 öllum
]>eim aragrúa tímarita eru ekki tnörg sem
ltelga sig guðfræði eða kirkjumálum, og má
því segja, að hér séum vel þegna nýjung að
ræða. Enda þótt að miklu skipti um efni og
frágang fyrsta heftis sliks rits, verður þó
engan veginn af því ráðið nægjanlega um
framtíð þess eða langlífi, og skal því hér
engu um það spáð gagnvart þessu riti, sem
hér ltefur göngu sína. Hitt vita menn að rit-
stjórinn er gáfaður maður og fjölmenntaður,
er fyrir löngu þjóðkunnur af ræðum sinum
og rilgerðum og nú dósent við Háskóla Is-
lands. Er því hin mestu Iíkindi til að ekki
verði kastað til þess höndum eða gefist upp
án þess a. m. k. að mæta allmiklum erfiðleik-
um. Útgefandinn mun vera Ragnar Jónsson,
(Helgafell). Er gott til ])ess að vita, að hann
hefur þarna farið inn á nýtt svið, sem bend-
ir til aukins skilnings hans og þroska um
val á efni því sem hann velur þjóð sinni, og
er það vel. Vona ég að ritið veki storm, a.
m. k. hressandi blæ, sem ekkert eigi skylt
við lognmollu, eða þá ræðugerð og rit-
mennsku sem ekkert er hægt að fá ,,út úr“
nema „já já og nei nei.“ Þar sem engar lín-
ur eru dregnar eða markaðar, né heldur
rætt um hin ýmsu mál frá fleiri en einni
hlíð, er það mikill ljóður á okkar flokkslit-
uðu blöðum og tímaritum, þar sem þeir, er
liafa aðra skoðun á hlutunum er alltaf mein-
að máls.
1 þessu 1. hefti „Víðförla“ eru ýmsar
ágætar greinar. Efnið er þetta: Horft út i
heim, eftir ritstjórann. Trú og verk, eftir
sama. Skálholt, (3 greinar) eftir Einar Sig-
urfinnsson, Sigurbjörn Einarsson og Björn
Sigfússon, háskólabókavörð. Norska kirkjan
og hernámsárin, eftir sr. Gunnar Jóhannes-
son. Um messuna, eftir sr. Sigurð Pálsson.
Læknir um leiðina til heilbrigði, (þýdd).
Um bækur o. fl.
Menn og minjar. H.f. Leiftur.
Svo heitir ritsafn sem h. f. Leiftur í
Reykjavík hefur hafið útgáfu á. Er Finnur
Sigmundsson landsbókavörður, ritstjóri
þessa verks. Þrjú rit eru áður komin í þessu
safni og nú það fjórða, þó að það sé II. í röð-
inni, en það er um Daða fróða. 1 greinagóð-
um formála eru rakin æviatriði Daða.getið
ritverka hans og fræðistarfa. Aðalefni bók-
arinnar eru kaflar úr prestasögu Daða, er
hann nefnir Hungurvöku, og nokkur ljóð-
mæli hans. Þarna er og birt rithönd Daða,
gömul teikning af honum og kvæði um hann
eftir Rólu-Hjálmar og Grím Tliomsen.
Svo sem af líkum má ráða, er útgáfan
vönduð, og liin snotrasta. Nafnaskrá fylgir,
og er það mikill kostur.
Skák
heitir nýtt tímarit ,sem hafið hefur göngu
sína. Bendir nafnið til um tilgang þess. 1
formála þess segir svo: „Það er ætlun okkar,
með útgáfu blaðsins „Skák“, að leitast við
eftir beztu föngum að kynna Iesendum bæði
islenzkar og erlendar skákir og skákmennt-
ir. Einnig munum við á hvcrjum tíma birta
nýjustu og markverðustu fréttir lír heimi
skáklistarinnar."
Blaðið kemur út mánaðarlega. Er prentað
á góðan pappir og prýtt myndum.
Synda eða sökkva: Endunninningar
Lárusar J. Rist.
Nýlega er komin á bókamarkaðinn bók,
sem heitir „Synda eða sökkva.“ Er það ævi-
minningar Lárusar Rist, sundkennara, sem
lengst liefur dvalið og starfað á Akureyri.
Mörgum Islendingum hefur lengi þótt gam-
an að slíkum minningum eða ævisögum.
Enda munu þær ef vel er á lialdið —
hvort tveggja í senn geta verið hinn bezti
skemmtilestur og* öruggustu heimildir um
l)á atburði eða tímabil ,sem um er fjallað.
Segja má, að þetta sé raunverulega og full-
komin ævisaga höfundar. Því hún segir frá
uppruna hans og æviferli allt frá fæðingu,
svo og uppvexti, lífsstarfi og ýmsu því sem
fyrir augun hefur borið, og hvernig það
kemur höfundinum fyrir sjónir.
Bókjn er ekki langdregin né leiðinleg,
heldur alveg öfugt. Það er mjög skemmti-
lega sagt frá, létt og lipurt af hreinskilinni
góðgirni og greind. Af frásögninni sést
Þann 8. nóv. s. 1. hélt st. Akurblóm nr.
3, Akranesi, upp á sextugsafmæli sitt.
Farið var inn að Ferstiklu í liinn myndar-
lega veitingaskála Búa Jónssonar, og var
þar setzt að veitingum, sem Búi fram-
reiddi af mestu rausn. Frá Umd.st. nr. í,
var mættur umdt. Sverrir Jónsson með
nokkra menn með sér. Br. Níels Krist-
mannsson setti hófið og stjórnaði því. —
Ræðuhöld voru undir borðum og fluttu
þessir ræður: Br. umdt., Sverrir Jónsson,
sem flutti einnig kveðjur og árnaðaróskir
frá Stórstúku Islands og Umd.stúku nr. í,
br. Niels Kristmannsson, br. Friðrik
Hjartar, sem mælti fyrir minni Islands,
br. æ. t.. Óðinn S. Geirdal, st. Petrea G.
Sveinsdóttir, st. Kristín Sigurðardóttir, ei
einnig flutti kveðju frá st. Einingin og br.
Enok Helgason. Systir varatemlpr, frú
Steinunn Ingimarsdóttir, flutti stúkunni
frumort afmæliskvæði, sem birtist hér á
eftir. Þá var mikið sungið og stjórnaði br.
Friðrik Hjartar söngnum og spilaði undir.
Páll Kolbeins sýndi kvikmynd frá 50 ára
afmæli Stórstúku íslands og fleiri mynda-
þætti, að því loknu var stiginn dans af
miklu fjöri til kl. 214 eftir miðnætti.
Hófið fór í alla staði prýðilega fram og
skemmti fólk sér hið bezta. Afmælisfagn-
aðinn sóttu á annað hundrað manns.
2,1. maí 1887—1947.
Kyssti sólin vík og ver
vermdi grund og bala,
blómum töfraliti lér,
leyst af svefnsins dvala.
Undan vori vetur flýr,
vonin móti ljósi snýr.
— Heyrðist fagur hljómur nýr
hljótt í blænum tala.
greinilega hve hér var — meira að segja
löngu eftir aldamót - allt smátt, einhæft og
erfilt. Og hve þeir sem troða vildu nýjar
brautir, urðu að búa yfir mikilli viljafestu
og þrautsegju; þola jafnvel skort til þess að
koma draumum sínum og hugsjónum í fram-
kvæmd. Um allt þetta ber bókin vitni, og
sannar áþreifanlega að þarna hefur verið
um sannan brautryðjanda að ræða, sem
unnið liefur mikið og merkilegt ævistarf.
Hún endar á síðasta afreki Lárusar, að
koma upp stórri sundlaug í hinum nýja vax-
andi „sveitabæ,“ Hveragerði.
Ég vil ráðleggja sem flestum að lesa og
eiga þessa bók hins heiða brautryðjanda
íþróttanna, sem virkilega geta verið góðar
og næsta gagnlegar landi og lýð, el' þær eru
iðkaðar vegna íþróttanna af hreinleik hug-
ans til vaxtar og viðgangs líkama og sál.
Bókin er hin snotrasta og prýdd mörgum
myndum. Prentuð í Prentsmiðju Björns
Jónssonar h.f., Akureyri. Ó. B. B.
Færðu ungum dáð og dug,
draumglæstu löndin.
Mundir tengdust; heilum hug,
knýttust kærleiksböndin.
Urðu sporin undur létt,
áfram beint á markið sett.
Var þá föllnum vini rétt,
varma bróðurhöndin.
Fræið ungt þá féll í jörð,
festi sterkar rætur;
stóð og varðist veðrin hörð
vorblómsdraumur mætur.
En þegar sólin skein við ský
skýrðist sigurvon á ný,
hún, sem frjálsum hugum i,
hugsjón vaka lætur.
Ennþá sólin yljar heim;
óskir heitar tala.
Enn er bölvan búin þeim,
er „Bakkus konung“ ala.
Hamingjunnar tíð er tvenn,
tengjumst höndum, konur, menn.
— Heyrist sami ómur enn,
eins og í blænum hjala.
Sextugt, yfir áraskeið,
Akurblómið kæra,
horfir áfram; langt á leið,
leggur birtu skæra.
Þurkum burtu hismi, hljóm,
heyrum kjarnans gleðihljóm!
Megi ávallt Akurblóm,
auðnu og sigur færa!
Stúkan Akurbíóm 60 ára
104
AKRANES