Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Page 104
6
almúgi í Árnesi hirðstjórum, lögmönnum og lögréttu-
mönnum á Alþingi kveðju guðs og vora.
Vitanligt skal jrður vera, að vér höfum séð og
yfirlesið þann sáttmála og samþykt, sem gjör var á
millum Hákonar konungs hins kórónaða og almúg-
ans á íslandi, sem hann vottar og hér eptir skrifað
stendur.
í nafni föður, sonar og anda heilags.
Var þetta játað og samþykt af öllum almúga á
íslandi á Alþingi með lófataki, að vér bjóðum Há-
koni kongi| hinum kórónaða vora þjónustu undir þá
grein laganna, er samþj'kt var á millum kongdóms-
ins og þegnanna, er landið byggja.
Er sú hin fyrsta grein, að vér viljum gjalda kongi
skatt, og þingfararkaup sem lögbók vottar, og alla
þegnskyldu, svo framt sem haldið er við oss það
móti var játað skattinum.
í fyrstu, að utanstefnur viljum vér aungvar hafa,
utan þeir menn, sem dæmdir verða af vorum mönn-
um á Alþingi1) burt af landinu.
Item að íslenzkir sé lögmenn og sýslumenn hér
í landinu af þeirra ættum, sem goðorðin hafa upp
geflð að fornu.
Item að sex hafskip gangi á hverju ári til lands-
ins forfallalaust með landsins nauðsjmjar.
Erfðir skulu upp gefast fyrir íslenzkum mönnum
í Noregi, hversu leingi sem staðið hafa, þegar réttur
erfingi kemur til eður þeirra umboðsmenn.
Landaurar5) skulu og upp gefast.
Item skulu íslenzkir menn slikan rétt hafa í Nor-
egi sem þeir hafa beztan haft.
Item að kongur láti oss ná friði og íslenzkuin
lögum eptir því sem lögbók vottar og hann hefir
boðið í sínum bréfum, sem guð gefur honum fram-
ast vit til.
*) þingi, orðam. 2) leiðrétt; laugaurar, hdrr.