Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Side 105
7
Item jarl viljum vér hafa yfir oss á meðan hann
heldur trúnað við yður, en frið viö oss.
Halda skulum vér og vorir arfar allan trúnað við
yður meðan þér haldið trúnað við oss og yðrir arfar,
°g þessar sáttargerðir, en lausir ef rofið verður aí
yðvarri hendi að beztu manna yfirsýn.
Nú fyrir þessa grein, að oss þykir þessi sáttmáli
ei svo haldinn sem játað var, fyrir sakir lagaleysi,
ofsóknar og griðrofa, ómöguligar áreiðir og nógligra
fjár upptekta og manna, sem nú gert hefir verið um
tíma í fyrr greindri sýsfu Árnesi, og hér fyrir fögð-
um vér greindir Árnesingar afmenniliga samkvomu
ú Áshildarmýri á Skeiðum eptir gömlum fandsins
vana, því viljum vér með aungvu móti þessar óvenjur
leingur þofa, hafa né undir ganga.
Item samtókum vér að hafa aungvan lénsmann
utan íslenzkan yfir greindu takmarki Árnesi og ríða
ei fjölmennari enn við fimta mann, því viljum vér
gjarna styrkja hann með lög og rétt kongdómsins
vegna, þann sem það má með lögum hafa og lands-
ins rétti vill fylgja. En ef sýslumaður1) hefir greinda
sýslu Árnes, þá ríði ekki fjölmennari en við tíunda
mann sem bók vottar.
Item samtókum vér, að einginn maður í sögðu
takmarki taki sér húsbónda utan sveitar, þó(tt) þeir
búi á annara manna jörðum.
Item ef nokkur uppsteytur byrjast í vorri sveit
Árnesi al utansveitarmönnum (með) nokkurn órétt,
hvort sem gert er við ungum eður gömlum, ríkum
eður fátækum, þá skulu allir skyldir eptir að fara
(þeim), er vanhlut gerðu, og eigi fj rri við hann skilj-
ast en sá hefir fulla sœmd, sem fyrir vanvirðingu
varð. Kann svo til að bera, að hefndin verði
meiri í eptirförinni en tilverknaðurinn, þá skulu allir
skattbændur jafnmiklu bítala. En þeir, sem minna
eiga, gjaldi sem hreppstjórar gera ráð fyrir.
‘) sjálfur, bætir við annað hdr.