Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 120
22
skúta, er var nærstödd, skaut út báti þeirri til
liðsinnis, er strönduð var; voru á honum 6menn,
og fórst hann með þá alla.
Apríl 12. fórst vélarbátur úr Vestmannaeyjum með
6 mönnum. Formaðurinn hét Bergsteinn Berg-
steinsson.
— 14. rakst frakknesk fiskiskúta á íslenzka þilskipið
»Svaninn« á Selvogsgrunni. Svanurinn sökk, en
12 manns af honum gátu hlaupið upp á franska
skipið; 14 íslendingar fórust; voru það þessir:
Bjarni Guðmundsson, Magnús Magnússon, Magnús
Ólafsson, Sigmundi Helgason, Sveinn Daviðsson,
Teitur Gíslason, Vigfús Magnússon, —afAkranesi;
Eiríkur Ingvarsson, Eiríkur Jónsson, Jóhann Hjör-
leifsson, — úr Reykjavik; Jón Pálsson, Jón Páll
Jónsson, — úr Keflavík; Hallgrímur Eyjólfsson úr
Ölfusi; Olafur Jónsson úr Biskupstungum.
— S. d. strandaði þilskip í Arnarfirði undir klettum,
og brotnaði í spón. Mannbjörg varð.
— S. d. strandaði vélarbátur frá Hnífsdal í Arnar-
firði. Mannbjörg varð.
— 16. Daníel Jónsson, skipstjóri á þilskipinu »Hild-
ur«, varð sér að bana með skoti um borð í því á
Reykjavikurhöfn.
— 17. hrökk maður út af vélarbát á Súgandafirði.
Hann hét Porvaldur Jónsson og var af ísafirði.
— 24. datt dreingur, 6—7 ára gamall, út af brj7ggju í
Reykjavík, en var bjargað af stúlku, Elinborgu
Bjarnadóttur, með mesta snarræði.
í þessum mánuði fórst þilskipið »Geir« úr Hafnar-
firði og með þvi 21 manns.
Maí 29. fórst vélarbátur úr Reykjavík, »Sæfari«, vest-
ur í Jökuldjúpi. Með honum fórust: Guðmundur
Diðriksson, Hjörtur Guðmundsson, Diðrikssonar,
Ari Arason úr Rej7kjavík og Bjarni Jónsson frá
Laxnesi í Kjós.
Júlí 2. lagði þilskipið »Síldin« af stað frá ísafirði til