Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Page 121
23
Dýrafjarðar, og hefur ekkert spurzt til þess síðan
á því voru þessir skipverjar.: Kristján Jóhannsson,
Guðm. Matthíasson, Þórarinn Matthíasson, Jón
Guðmundsson, Guðm. Guðmundsson, Jóhann Magn-
ússon, Skarphéðinn Bessason og Jón Friðriksson.
— 16. fórst bátur úr Aðalvík, og á honum Finnbogi
Bútur Magnússon, sonur séra Magnúsar á Stað,
Þórarinn Pórarinsson, stjúpsonur séra Magnúsar,
og Kristján Kristjánsson, vinnumaður frá Stað.
— 18. strandaði eimskipið »Ask« á leið inn á Eski-
Qörð, en náðist út eptir 12 stundir.
Augúst 18. sigldi enskur botnvörpungur frá Hull á
fiskiskipið »Ragnar«, af Patreksfirði, út undan
Breiðafirði, og sökk skútan, en mannbjörg varð.
— 18. drukknaði Porsteinn Jónsson kaupm. frá Hálsi
í Kjós á Hvalfirði.
Október 5. fórst bátur á Steingrímsfirði, og á honum
Sigurður Kárason og Sæmundur Benediktsson úr
Bolungarvík, Jón Edwald Magnússon og Haldór
Jónsson úr Steingrímsfirði.
Nóvember 7. strönduðu tveir enskir botnvörpungar á
Patreksfirði. Mannbjörg.
— 8. strandaði enskur botnvörpungur á ísafirði.
Mannbjörg.
— 11. sukku 3 skip á Krossanesbót við Eyjafjörð.
— 13. hvarf Sesselja Jónsdóttir, kona Guðmundar
bónda í Eyði-Sandvík í Flóa, og fanst síðar örend
i pytti.
— 16. fórst vélarbátur við Hrísey; druknuðu 2 menn.
— 20. fanst Einar Magnússon frá Stardal örendur;
hafði orðið sér að bana með skoti óviljandi.
December 3. drukknaði Kristján Benediktsson (24 ára)
af báti við Viðey.
í Dec. fanst skipið »Hekla« rekið fjTrir Mýrum; hafði
farizt á leið til íslands frá Svíþjóð með timbur-
farm; 5 menn fórust.