Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Síða 143
35
biskups (1624—1627) og jafnvel kominn par í skóla;
tók pá þegar að bóla á kveðskap hans. Pótti hann
þá hvepsinn, og er sagt, að hann hafi komið sér þar
út úr húsi með kveðskap sínum og orðið að fara
þaðan. Til þess kveðskapar hans þekkist nú lítið.
Þó er líklegt, að vísan um síra Arngrím Jónsson, sem
Þá var í biskupsstað: »Eins og forinn feitur«, sé frá
Þ.essum tímum, ef hún er rétt eignuð síra Hallgrími.
Ennfremur önnur visa um síra Arngrím, sem lítt
hefir verið kunn nútíðarmönnum til skamms tíma:
»Sofnar, vaknar, sér við snýr o. s. frv.1) Hafi mart
af kveðskapnum verið svipað þeirri bögu, er ekkert
úskiljanlegt í því, þó að Arngrími oíficialis hafi þótt
Hallgrímur mega missa sig frá Hólum.
Þó að ekki sé hér ætlunin að rekja ár fyrir ár
sefiferil Hallgríms, er þess hér að geta, að þegar hann
vék frá Hólum, mun hann hafa farið til járnsmíða-
náms eilendis. En síðan komst hann, sem kunnugt
er, inn í Mariuskólann í Kaupmannahöfn fyrir til-
stilli Brynjólfs biskups. Varhann svo sem kominn þar
að stúdentsprófi, þegar hann komst í kynni við Guð-
ríði Símonardóttur, ekkju frá Vestmannaeyjum, ný-
komna úr herleiðingu frá Algier2). Guðríður sýnist
hafa verið mikilhæf kona. Hún var 16 árum eldri
en Hallgrímur (f. 1598) og lifði hann um 8 ár (d. 1682).
Hau fluttust til íslands 1637, og er þá talið, að þau
Hallgrímur yrðu búðarsetufólk á Suðurnesjum; eru
þeir helzt tilnefndir Grímur Bergsson í Njarðvík og
Arni Gíslason (lögmanns, Þórðarsonar lögmanns, Guð-
mannssonar) á Hólmi á Akranesi, er væri þeim lið-
sinnandi á þessum árum. En 1644 var Hallgrímur
vigöur prestur að Hvalsnesi af Brynjólfi biskupi, og
þar var hann fram til 1651. Þá tók hann við Saur-
1) Sjá Visnakver Páls Vídalíns Kli. 1897 bls. XXXI.
2) Guðriður var leyst út hjá ekkju Alli dey’s 12. Júní 1036
með 200 rd. Par af lagði hún sjálf til 20 rd. (Tyrkjarán Rvik
190G-09 bls. 438).
3^