Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Qupperneq 146
38
4
r
Hann lér ekki hýrum sátt,
hrukkólt er hans enni.
»Skilst mér ráð, að skrafirðu tátt«,
skýrir bóndinn henni.
Hallgrímur, virðist eptir því, sem um hann er kunn-
ugt, hafa verið nokkuð stirðvaxinn, en sterkbygður,
ekki smáfríður, en yfirbragðsmikill og að öllu hinn
karlmannlegasti. Og að því leyti gefur mynd sú, er
vér nú höfum af honum, rétta og góða hugmynd um
hann. Frummyndin er nú í Pjóðmenjasafni lands-
ins, og er komin þangað að gjöf frá Sigurði bóksala
Kristjánssyni 1910. Ekki vita menn með vissu, hve-
nær eða af hverjum hún er gerð, en þess heíir ver- t
ið getið, að hún sé eptir Hjalta prófast Porsteins-
son í Vatnsfirði, og gerð nálægt 1745—1746, ásamt
fleirum myndum af merkilegum íslendingum, að
undirlagi Jóns Skálholtsrektors Porkelssonar1). En
sira Hjalti var 11 vetra, þegar sira Hailgrímur lézt,
en uppalinn var hann hjá Þórði biskupi Porlákssyni
að nokkru leyti. Pórður biskup var einhver bezti
málari hér á landi um sína daga, og hjá honum nam
síra Hjalti málaralist í fyrstu. Gæti verið, að biskup
hefði gert mynd af sira Hallgrími, og frá þeirri mjmd
stafaði sú mynd, er nú höfum vér, nema þetta sé þá
beint frummyndin frá 17. öld, sem enn er til.
Passíusálmar Hallgríms voru fyrst prentaðir 1666.
Pá var og prentaður með þeim sálmurinn AU eins og
blómslrið eina. Sá sálmur virðist þó ekki hafa rutt
sér fullkomlega til rúms fyrri en á fyrra hluta 18.
aldar, en úr því varð hann aðallíksaungur kristninn-
ar hér, svo sem hann er enn í dag. Passíusáimarnir A
hafa hins vegar náð óvenju mikilli útbreiðslu þegar
á 17. öld, svo að fyrir 1700 er búið að prenta þá 5
sinnum á 34 árum (1666, 1671, 1682, 1690, 1696), og
síðan hafa þeir komið út ótal sinnum; seinasta út-
1) Sbr. Æfisögu Jóns rektors. Rvík 1910, II, 136.
0