Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Page 150
42
inarka, hverja lotning Brynjólfur biskup og nánustu
írændur lians og vinir hafa borið fyrir Hallgrími og
jainframt, hverja ást þeir hafa á honum haít.
Hér verður ekki ritað til neinnar hlítar um Hall-
grím, heldur að eins tæpt á ýmsu til pess að minna
á hann í almanaki þessa árs, sem er hið þrjú hundr-
aðasta írá fæðing hans, jafnframt því sem hér er
prentuð mynd af honum og sýnd rithönd hans. En
árið 1914 þyrfti að verða stofnað að alsherjarráði til
tæmandi útgáfu af ritum hans öllum, bæði rímum
hans og öðru, því að slík útgáfa er enn ekki til, svo
og ætti jafnhliða því að ljósprenta eiginhandarrit
hans að Passiusálmunum, og ennfremur er þess að
vænta, að biskup vor láti minnast hans i öllum kirkj-
um iandsins.
Sagnir eru margar til um Hallgrím, merkar og ó-
merlcar, og mart er til af kvæðum og vísum, sem
honum er eignað, og er sumt af því sjálfsagt misjafn-
lega skilríkt. Af óprentuðum vísum er þö án efa ó-
hætt að eigna honum þessa eptir Torfa sýslumann
Erlendsson dauðan (1665), sem hafði verið lítill vin-
ur hans:
Tveir eru að smíða Torfa kistu,
tala skal um það nú í lyrstu,
dauður er hann;
seggir ,voru með sinni tvistu,
sýslu Arness þegar mistu
höfðingjann.
Vísur þessar höfðu verið 6. En 1865 mundu menn
(síra Jón Björnsson, d. 1893, og E’uríður í Garðhus-
um) ekki nema þessa1).
Ennfremur mun þessi rétt eignuð honum:
»Enn ein vísa, sem sagt er, að síra Hallgrímur haíi
ort eitt sinn, er hann ferðaðist hjá Gerði áAkranesi:«
1) JSig. 272 4to-