Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 152
r
44
II.
Úr bréfi frá Valdimar biskupi Briem til J. P. dagselta
á Stóranúpi 11. Júlí 1913.
Eg þarf varla að taka það fram, að eg er einn
af þeim ótalmörgu mönnum, sem hafa miklar mætur
á Hallgrími Pétarssgni og kveðskap hans, og er mér
það ekki þakkandi. En hinsvegar er það sæmd íyrir
samtíðarmenn hans, hvað vel þeir kunnu að meta
hann íram yfir önnur skáld á þeirri tíð, og voru þó
sum þeirra eingar liðleskjur. Og sömuleiðis er það
sæmd hinni íslenzku þjóð yfirleitt, hvað vel hún hefir
hér sem optar kunnað að greina »matinn írá moðinu«>
með þvi að taka sliku ástfóstri við Hallgrím, sem hún
hefir gert, og það svo mjög, að kalla má, að hann hafi
verið sérstakur dýrlingur þjóðarinnar svo öldum hefir
skipt, — jafnvel hinn eini þjóðdýrlingur frá því, er
Jón Arason leið og þangað til Jón Sigurðsson tók við.
Sú tíð, þá er Hallgrímur var uppi, studdi auðvitað
meðfram ekki svo lítið að því, hvað góðum tökum
hann náði á þjóð sinni. Hagur þjóðarinnar var þá í
mörgu bágborinn, og lífsskoðun almennings dapurleg'.
Það virðist þá hafa verið almenn trú, að heimurinn
væri kominn á apturfararskeið og öllu færi síhnign-
andi. Hallgrímur sló einatt sjálfur á þá streingi, enda
varð hann, eins og kunnugt er, margt mótdrægt að
reyna um æfina. En þó kveður hann sig og aðra
upp úr vonleysinu, og bendir á hjálpina, sem allir
eigi vissa, er guði treysta. Það var hvortveggja að
Hallgrímur var óvenjulega góður sáðmaður og hitti
fyrir nokkurn veginn hentugan jarðveg, enda urðu a*
vextirnir miklir, ekki að eins fyrir samtíð hans, held-
ur eingu síður fyrir næstu aldir. fó að hann kæmi
fram á hentugum tíma að þessu leyti, mundi óefað
hafa kveðið mikið að honum sem skáldi á hverri öld
sem er. Það, hvað vel hann hefir haldið sér, ber o-
rækt vitni um það. Hafa kröfur til góðs kveðskapar