Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 155
47
ekki fyrri en árið 1686. Kvæði Hallgríms, sem víst
er að eru eptir hann, eru nokkuð misjöfn að kostum
og yfirleitt ekki eins vönduð og Passíusálmarnir, og
aðrir beztu sálmar hans. Pó bregður þar víða fyrir
snild hans og andríki.
Hvaðan kom Hallgrími þá þessi óvenjulega skáld-
skaparsniid hans? Efalaust hefir hann að upplagi
verið frábær vitsmunamaður með sérstakri gáfu í
þessa átt, og auk þess aflvel »lærður«, eptir því sem
þá gerðist. En hvort hann hefir orðið fyrir veruleg-
um áhrifum af eldri eða samtíða skáldum, er mér ó-
kunnugt um. Eins og dr. Grímur Thomsen bendir á,
hefir Haligrímur þekt sálmakveðskap hins ágæta þýzka
sálmaskálds Páls Gerhardts, er var uppi samtíða
honum, og að eins fáum árum eldri. En eigi verður
glögt séð, að Hallgrímur hafi orðið fyrir miklum á-
hrifum af honum. Svo ólíkir eru sálmar þeirra, þó
að hvorirtveggja séu ágætir. Að því er eg fæ séð
stendur Hallgrímur einn í sinni röð.
Eins og kunnugt er hefir Passíusáimunum tvisvar
j verið snúið í latnesk ljóð; en það var á þeirri öld,
þá er latnesk tunga var höfuðmál lærðra manna.
j Annars mun fremur fátt af verkum hans hafa verið
þýtt á erlendar tungur. A. m. k. er mér ekki kunn-
ugt um, að svo hafi verið nema að eins litið eitt. C.
J. Brandt, prestur i Kaupmannahöfn, hefir þýtt
nokkra sálma eptir hann eða sálmabrot, sem komizt
hafa i danskar sálmabækur; meðal annars er þar brot
af sálminum »Alt eins og blómstrið eina«. Sama sálm
allan hefir Eiríkur meistari Magnússon í Cambridge
þýtt á ensku (sjá »Sam«. 15,b). Nú í ár (1913) heíir
C. Venn Pilcher, prestur í Toronto í Canada, geflð
út þýðingar eptir sig á ensku á nokkrum brotum úr
Passíusálmunum, 12 að tölu, og á brotum úr 2 öðr-
Dm sálmum Hallgríms (»Guð komi sjálfur nú með
náð« og »Alt eins og blómstrið eina«), ásamt nokkr-
I um öðrum sálmaþýðingum á ensku úr íslenzku. Geta
J '
A