Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 156
48
mætti þess, aö til er óprentnð allnákvæm pýðing á
dönsku af hinum síðast nefnda sálmi (kveðin með 8
stuðlum og höfuðstöfum). Æskilegt tel eg, að einhver,
sem til þess er íær, þýddi einhverja af beztu sálm-
um Hallgríms á þýzka og sænska tungu.
Að lyktum vil eg benda á það, að þrátt fyrir alla
íátæklina, sem svo opt er talað um, að sé hjá oss, á
islenzka þjóðin þó ýms dýrmæt rit írumsamin, sem
íullkomlega jafnast við það, sem bezt er af sams-
konar ritum annara þjóða; á eg þar ekki hvað sízt
við ritin frá guliöld bókmenta vorra fyrr meir. En
sama hygg eg, að megi með réttu segja um marga af
beztu sálmum Haligríms, þó að ekki væru þeir kveðn-
ir á neinni lista- eða bókmentaöld hjá oss. Og það
hygg eg, að óhætt sé að fullyrða, að eingin bók á ís-
lenzkri tungu — að fráskilinni heilagri ritningu —
hefir hatt jafnmikil og jafngóð áhrif sem Passíusálm-
ar síra Hallgríms. Mætti nefna ýmislegt því til sönn-
unar, en hér skal að eins bent á það eitt, hve mikil
huggunariind þeir hafa orðið mörgum manni, og jafn-
vef þjóðinni í heiid sinni, í ölium þeim raunum, sem
hún hefir síðan orðið fyrir. Pað er jafnan varhuga-
vert að fara í mannjöfnuð; en ef eg ætti að svara
því, hver isienzkur maður hafi verið allra mestur
veigerðamaður þjóðar sinnar, þá mundi eg — með
allri virðingu fyrir öðrum ágætismönnum þjóðarinn-
ar — frá þessu sjónarmiði hiklaust svara: Hallgrím-
ur Pétursson.
III.
Það hefir opt verið um það rætt manna milh>
hvort Hallgrímur Pétursson hafi verið saungvin eða
ekki. Þeir, sem ritað hafa æfiágrip hans, minnast
þess hvergi, en geta þess þó, að hann hafi ekki verið
raddmaður. Og þó taka megi orð þau svo, að hann