Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Síða 157
49
hafi verið lítt hneigður fyrir saung, liggur þó nær að
skilja þau á þann hátt, að hann hafi að vísu haft
saungþekkingu, en það þótt á vanta, að hann skorti
róm til að geta sungið; og það vita menn frá öllum
öldum, að saungþekking og saungrómur fylgjast
ekki ávalt að.
Þegar farið er yfir sálma og kvæði Hallgrims, má
fljótt finna það, að hann velur nærri ávalt gömul,
þjóðkunn og einföld lög, sum að visu ekki af þeim
allra auðveldustu i saung, en undantekningarlaust eru
þau valin eptir því, sem bezt á við ljóðin hans, svo
orð og tónar renna þar svo meistaralega saman, að
þar stendur hann framar öllum öðrum íslenzkum
sáimaskáldum. Jafnframt því, sem hann yrkir svo
ljóst að allir skilja kvæðin hans, þá velur hann líka
lögin þau einföldustu og auðskildustu; að vísu eru
þau ekki mörg, en öll runnin af hreinum þjóðlaga-
stofni. Aðaluppáhaldslögin hans finnur maður íljótt,
en þau eru einkum þessi: »Dagur í austri öllum«.—
»Eins og sitt barn«. — »Faðir vor, sem á himnum
ert«. — »Jesú Christe, þig kalla’ eg á«. — »Konung
Davíð, sem kendi« (danska lagið). — »Náttúran öll og
eðli manns«. — »Ovinnanleg borg er vor guð«, og svo
nokkur hymnalög. Öll eru þessi lög frá 16. öldinni,
og hymnalögin sum nokkru eldri. Af yngri lögum
velur hann fá við sálma sina; þó koma fyrir lög'in:
»Hvar mundi vera hjartað mitt« og »Gæzkuríkasti
græðari minn«, sem hér verða ekki kunn fyrri en á
öndverðri 17. öldinni. í Andl. Sálmum og Kvæðum
Hallgríms Péturssonar (Hallgríms-kveri) eru tveir
sálmar, sem mjög er vafasamt um, að séu eptir hann.
Það eru sálmarnir: nHugur slagar, hœltur ýmsum
bendaa, með laginu: »Herra þér skal heiðr og lotning
greiða«, og nýárssálmurinn: »Arið mœtt, nytsamt ngttn
með lagi: »Himnarós leið og ljós«. Pessi lög eru
bæði eptir síra Stefán Ólafsson í Vallanesi, og gátu
naumast verið orðin kunnug hér syðra fyrri en á
Alm. Pjóðv.fél. 1914. II. 4