Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 161
53
»Dagur i austri öllum«, því lagi, sem vér höfum enn
við sálminn, og er það morgunsaungslag (Dagvísulag),
þýzkt að uppruna, en alkunnugt á öllum Norður-
löndum á 16. öldinni. Nú er þetta lag alstaðar gleymt,
nema hjá oss, og er það þó eitt hið fegursta jarð-
arfararlag.
F*egar farið er yfir sálma Hallgríms Péturssonar,
verða fljótt fyrir manni svo margar skýrar og lær-
dómsríkar trúarsetningar, að manni kemur ósjálfrátt
til hugar að spyrja sjálfan sig, hvort hann hafi verið
svo lærður guðfræðingur, að hann hafi af eigin efn-
um getað fléttað alla þá kransa af kjarnyrðum, spak-
mælum og trúarhugsjónaperlum, sem þar eru lagðar
fyrir oss, án þess að hafa fundið þær hjá eldri eða
samtíða sálmaskáldum. Eitthvað likt þessu hefir ef-
laust vakað fj'rir dr. Gr. Thomsen, þegar hann ritaði
formála sinn fyrir Sálmum og Kvæðum Hallgríms
Péturssonar, Rvík 1890; þar getur hann þess, að
Hallgrímur muni hafa þekt sálma P. Gerhards, sálma-
snillingsins þýzka, og jafnvel sumstaðar stælt eptir
þeim; meðal .annars segir hann þar: »Að Hallgrímur
Pétursson muni hafa þekt sálma Gerhardt’s, sannast
af því, að hin þýzku einkennisorð í fyrirsögn síra
Hallgríms fyrir Passíusálmunum:
Was trauest du doch?
Gott lebet noch.
eða í annari útgáfu:
Warum soll ich mich dann (rétldenn) grámen?
Hab’ ich doch Christum noch.
séu tekin úr einum sálmi Gerhards«. En þetta er
nokkuð fljótfærnislega athugað. Einkunnarorðin
þýzku, sem Iiallgrímur velur passíusálmahandriti því,
sem nú er eign Landsbókasafnsins (J. S. 339 4to), eru
gömul, alkunn huggunarorð dregin út af bréfi Páls
postula, Róm. 8. 33—34, og standa hjá Hallgrími í
sambandi við íslenzku einkunnaroröin, sem hann
hefir valið sálmunum líka: ^Rér skuluð kunngjöra