Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Page 163
55
og komast þeir sálmar í bækur hér (Höfuðgreinabók,
Hol. 1772).
»Eg veit minn Ijúfur lifir
Lausnarinn himnum á«
getur dr. Gr. Thomsen til að dregið sé út af sálmi
Gerhards:
»Ich weiss dass mein Erlöser lebt«.
fessi hending er aiment sálma- og versaupphaf, og fjór-
ir alkunnir þýzldr sálmar hafa þessa byrjun: einn eptir
Lúther, annar eptir Dr. Kaspar Melissander(1540—1591),
þriöji eptir Paul Gerhard (1607—1676) og tjórði eptir
ókunnan höfund frá sama tíma, og er sá sálmur líka
í Berlínar sálmabók. Allir þessir sálmar bjmja ná-
kvæmlega eins, auk þess sem einstök vers í sálmum
bvrja þannig lika, enda er þetta alkunn trúarsetning
allra kristinna þjóða, og bendir á einkunnarorðin:
Was trauest du doch, Gott lebet noch.
Annars er ekki ótítt, að svipaðar hugsanir komi
fram hjá miklum andans mönnum, þótt þeir þekki
ekki hvor annan, ogbregður því sama fyrir lijá þeim
Ilallgrimi og Gerhard, og skal hér bent á niðurlag
tveggja sálma, sem þeir hafa ort, og má leiðasaman
hjá báðum hugsanirnar, sem dregnir eru út af 139.
sálmi Davíðs.
P. Gerhard yrkir eptir 166S:
Ich lieg hier oder stehe,
Ich sitz, aucli oder gehe ....
Was ich beginn’ und mache,
Ich schlaf ein oder wache,
Wohn’ ich als wie im Schiosse
In deinem Arm und Schosse:
Bin Selig hin und dort.
Hallgr. Pétursson yrkir fyrir 1660:
Hvort ég sef, vaki, sit eður stá
í sælu’ og hættum nauða,
Krossi þínum ég held mig hjá
Horfandi’ á blóð þitt rauða.