Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Page 165
57
Heilræðasálmur Hallgríms Péturssonar1).
Viljir þú geðjast guði vel
og góðum mönnum hér,
hreintrúað hatðu hjartans þel
og heiðra hans nafn sem ber;
orð drottins lær með allri gát,
iðka mest heita bæn,
þakkargerð fagra fylgja lát, —
fórn sú er einkavæn, —
hugsun vondri þér hrittu frá,
henni gef aldrei rúm þér hjá;
illgresisfræið upp sé rætt
áður en frjófgun nær, —
ske má, það sé við háska hætt,
ef hrekkjarótin grær.
Æðri menn þér i heiðri halt,
hvern eptir sinni stétt,
ljúflyndi við þinn iíka skalt
láta í frammi rétt;
gleztu aldrei við gamlan mann, —
gráhærðum virðing ber, —
forsmá ei heidur fátækan(n),
sem frómur og meiniaus er;
móðga ei þann, sem mæðir stygð,
meðaumkvan sýn, þeim liður hrygð;
djarflega ekki öðrum lá
óvirðing hans né brest,
þú veizt ei, hvað þig henda má, —
haf gát á þér sem bezt.
Forðastu þá, sem fara með smán,
falsyrðin háð og spé;
lánleysi, slys og lukkurán
laun þeirra trúi’ eg sé;
1) Petta er tekið hér að eins sem sýnishorn eptir Hallgrím.
Ör mörgu og góðu er að velja, og vandi að segja, hvað er bezt.