Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Page 179
71
honum þar. Sturla Póröarson fékk eingu um ráðiö,
en við eingu var honum hætt sjálfum, og varð frá að
hverfa. 1237 andaðist Pórður faðir hans, og fékk Sturla
þá Eyri í Eyrarsveit og tók við búi þar. Sama árið varð
Snorri að fara úr landi sökum yfirgangs Sturlu Sig-
hvatssonar, og hófust þá viðskipti þeirra Sturlu Sig-
hvatssonar, og Gizurar Eorvaldssonar, er mestur
höfðingi var þá á Suðurlandi. Pá var svo málum
homið, að Sturla Eórðarson fylti flokk nafna sins
®hti Gizuri. Hann var í Apavatnsförinni, þá er
Sturla Sighvatsson sveik Gizur og náði honum á
vald sitt, en drap hann þó eigi. Viðskiptum þeirra
lauk með bardaganum á Örlygsstöðum í Skagafirði
(1238). Par voru þeir annars vegar Sturla Sighvats-
son og faðir hans og bræður, en hins vegar Gizur
f’orvaldsson og Kolbeinn ungi Arnórsson, höfðingi
þeirra Skagfirðinga. Par unnu þeir Gizur fullan
sigur. Peir féllu þar báðir, Sighvatur og Sturla, í
orustunni, en eplir bardagann lét Gizur drepa hina
sonu Sighvats þrjá, en einn lcomst undan á flótta.
Sturla Þórðarson var í orustunni í liði nafna síns.
Hann komst undan á flótta í kirkju á Miklabæ, og
Voru honum gefin grið. En eigi mundi hann gleyma
þeim atburðum, er þar gerðust, og hvílíkt skarð þá
Var höggvið i ætt þeirra Sturlunga, en eigi mundi
honum minna þykja það skarðið, er Gizur hjó í
ætt þá, er hann vann það smánarverk, að liann drap
Snorra Sturluson í Reykholti (1241), en hann mundi
Sturla skoða höfuð ætlarinnar, enda taldi hann sér
skylt að hefna Snorra, ef þess mætti auðið verða.
Fyrir því er hann í sambandi við Órækju Snorrason,
og fóru þeir herferö á hendur Gizuri, og fundust í
Skálaholti, og hófst þar bardagi, en biskup fékk
stöðvað og varð griðum komið á. Sú för varð því
árangurslaus og ófriður var eptir sem áður. Þeir
Gizur og Kolbeinn ungi gerðu samband milli sín
rnóti þeim Órækju og Sturlu, og áttu þeir fund allir