Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 183
75
var hann nú farinn að eldast og mæðast. En þess
i*er og að gæta, að hér áttu hlut að máli hinir mestu
stórbokkar og ofsamenn, og heflr Sturla viljað kom-
ast hjá að skera úr málunum, enda var honum von
afarkosta af hvorumtveggja peirra. Má því vera, að
hér komi fremur fram varfærni og hyggindi af hendi
Sturlu, en beint skortur einurðar eða skörungskapar.
1277 fór Sturla aptur utan, dvaldi i Noregi um
veturinn og hafði fulla hylli konungs, og var pá
»herraður«. Tvö síðustu árin, sem hann lifði, var
hann valdalaus. Hann andaðist í Fagurey á Breiða-
firði 30. Júlí 1284. Leingstum æfinnar hafði hann
búið að Staðarhóli, og þangað var lík hans flutt og
jarðað þar að Péturskirkju postula, er hann hafði
elskað mest allra helgra manna.
Sturla Pórðarson átti konu þá, er Helga hét
Þórðardóttir, Narfasonar. Pau áttu fjögur börn. Ingi-
björg giptist Halli Gizurarsyni, og var þá að eins 14
ára. Síðar giptist hún Pórði Porvarðssyni úr Saurbæ.
Snorri tók Staðarhól að föður sínum lifanda, var er-
lendis í góðri virðingu með Magnúsi konungi og var
»herraður«. Pórður varð hirðprestur Magnúss kon-
Ungs, en Guðnýju átti Kálfur Brandsson, Kolbeinssonar.
Sturla Pórðarson verður ágætasti maðurinn, sem
Uppi var á Sturlungaöldinni og sögur fara af. Hann
sfendur hreinn fyrir augum vorum innan um allan
saurugleik aldarinnar, siðspillinguna, grimdina, undir-
ferlið, óorðheldni, eiðrof og fjárdrátt sviksamlegan.
Hann var friðsamur og sáttfús og sýndi aldrei öðrum
að ósekju ofsa né yfirgang, og aldrei reyndihann að
sölsa undir sig ríki annara né eignir. Hann var trygg-
ur vinur vina sinna, og aldrei rauf hann að fyrra
bragði orð né eiða. Eingi styrjaldarmaður var hann,
en þó fullhugi. Hann var hreinlífur um kvennafar,
og eigi hafði hann frillur neinar, svo sem höfðingjum
var títt á þeim dögum, og hefir hann verið ágætur
eiginmaður konu sinni og góður faðir börnum sin-