Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Page 185
77
verða margt várra manna, ok margt komst undan,
en Vigfús ívarsson kenda ek at undir varð, en pá
vaknaða ek«. Sturla Sighvatsson svaraði: »Opt verðr
sveipr í svefni«. — Vér hljótum að dást að Sturlu
Þórðarsyni sökum stillingar hans, samvizkusemi, ó-
hlutdrægni, vitsmuna og annara mannkosta, er hann
var gæddur, og hann verður oss kærstur allra peirra
roanna, er pá voru uppi, og teljum vér hann sóma
Þjóðarinnar og einn hinn bezta íslending, er vér
skoðum hann sem mann að eins, en pá er hitt ótalið,
hvilíkur nytsemdarmaður hann var sem sagnaritari,
°g að hann var skáld eitt hið bezta, er uppi hefir
verið á landi voru.
Sögurit Sturlu Þórðarsonar eru pessi:
1. Landnáma. Svo segir Finnur próíessor Jóns-
son, að hér sé varla um sjálfstætt sögurit að ræða,
heldur hafi Sturla að eins aukið frumritið með ætt-
artölum og smásögum um hitt og petta. Þetta rit
Sturlu er til, og er nefnt Sturlubók. Finnur prótessor
ielur likindi til, að Sturla hafi skeytt Kristnisögu apt-
an við Landnámu og farið með hana á líkan hátt.
2. íslendingasaga (Sturlungasaga) í ritsafni pví
hinu mikla, er nefnt er Sturlunga, og hefst rit Sturlu á
sögu afa hans Sturlu í Hvammi, og er sagan óslitin
að dauða Snorra, eða til 1241; og hafa sumir ætlað,
að saga Sturlu endi par, en dr. Finnur ætlar, að
sagan nái alla leið til 1260 eða rúmlega pað. ,Saga
Sturlu má með réttu heita Islendingasaga, og er lang-
merkasta ritið í öllu safninu.
3. Hákonarsaga Hákonarsonar gamla, Noregs-
konungs. Pessa sögu samdi Sturla á árunum 1263—
64 eptir áskorun Magnúsar konungs, pegar eptir dauöa
Hákonar konungs. Sagan er samin af mikilli snild
og er eitt hið áreiðanlegasta sögurit.
4. Saga Magnúsar konungs lagabœtis, samin um
1280. Af henni eru ekki til nema tvö lítil brot. Það